Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 24
r Heilbrigðisráðuneytið: Neitar að semja við hjúkrunarfræoinga getur komizt af með helmingi f ærri „Þeir hafa sagt við okkur uppi í heilbrigðisráðuneyti að þetta geti gengið án okkar þangað til 1. júlí, þegar samn- ingar eru lausir. Þetta viður- kenna auðvitað engir forráða- menn spítalanna því að þar skapast algjört neyðarástand," sagði Sigríður Snæbjörnsdðttir, sem er ein af hjúkrunar- fræðingunum sem sagt hafa upp frá 1. apríl. Ástæðuna fyrir uppsögnun- um sagði hún vera lélög kjör og mikið álag vegna skorts á hjúkrunarfræðingum en hjúkrunarfræðingar hafa rúmar 100 þús. kr. í byrjunar- laun á mánuði en fara fram á að fá um 140 þús. kr. „Það er ekkert vafamál að þetta lága kaup er ástæðan fyrir því hvað illa helzt á hjúkrunarfólki,“ sagði Sigríður og benti á sem dæmi að ef hjúkrunarfræðingur væri með 2 börn i pössun væri harla lítið eftir þegar búið væri að borga með þeim og aðra skatta og skyldur. Viðræður við heilbrigðis- ráðuneytið hafa aðeins verið „Það eina sem hægt er að segja er það, að ekki verður samið við þetta fólk,“ sagði Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. „Slíkt gengi í berhögg við lög og rétt að breyta gildandi samningum við tiltekinn hóp hjúkrunar- fræðinga sem nú hefur sagt upp störfum," sagði Jón. „Það öformlegar og fundir ekki nema tveir. Það hefur algjör- lega neitað að verða við kaup-. kröfunum og hefur bent á að kennarar og fleiri stéttir hafi einnig farið fram á kauphækk- un. Ef samið verði við hefur því ekkert gerzt í málinu og ekki annað sýnt en þetta fólk hætti störfum." Talsverður hluti hjúkrunar- fræðinga sagði upp störfum á Borgarspitalanum, Vífils- stöðum og Sjálfeignarstofnun St. Jósefsspítala, þ.e. Landa- kotsspítala. Uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinga komi skriðan á eftir. Sigríður sagði að allt að helmingur hjúkrunarfræðinga starfandi í Reykjavík hefði sagt upp störfum frá og með 1. april. EVI þessa starfsfólks er 3 mánuðir. Heimild til að mæla fyrir um þriggja mánaða störf umfram jtppsagnarfrestinn var notuð. Eru því nú horfur á því að þeir hjúkrunarfræðingar, sem hér um ræðir, hætti störfum ýmist 1. eða 15. apríl, eftir uppsagnar- tíma. „Það verður ekki samið við þetta fdlk” H.vlkin margfrægu láta ekki mikið yfir sér hér i samanburði vlð venjulegan kveikjara en þessl smáhlutur vegur hátt á annað kíló. DB-mynd: Bjarnleifur. Skipstjórinn á Aðalbjörgu sem sökkti skothylkjunum: Kemur ekki við hvað ég f lyt þegar ég leigi bátinn út —vísa á varnarliðið sem talsmann VL-réttarhöldin fyrir Hæstarétti: Mikið sagt — meira ósagt Munnlegum málflutningi fyrir Hæstarétti í fyrsta VL- málinu á hendur Ulfari Þor- móðssyni, blaðamanni við Þjóð- viljann, verður haldið áfram klukkan tvö í dag. Málflutningur stóð linnulítið frá kl. 10 í gærmorgun til kl. 18. Hafði Ingi R. Helgason, hrl., lögmaður Ulfars, talað i tvo tíma þegar frestað var til morg- uns,- Báðir lögmennirnir eiga eftir að tala lengi áður en málið verður lagt í dóm Hæstaréttar. Stefnendur eru tólf af fjórtán forgöngumönnum undirskriftasöfnunarinnar „Varið land“ 1974. Lögmaður þeirra er Gunnar M. Guð- mundsson, hrl. Krefjast þeir 100 þúsund króna skaðabóta hver um sig, svo og að Ulfar verði látinn sitja í fangelsi og borgi allan máls- kostnað. í borgardómi varð niðurstaðan sú að hluti ummæl- anna, sem stefnt var út af og Ulfar viðhafði í greinum í Þjóðviljanum, skyldi vera dauð og ómerk og hann skyldi borga 80 þúsund krónur i máls- kostnað. Ulfar sagðist í gærkvöldi ekki geta ímyndað sér að Hæsti- réttur léti sig borga krónu. „Ekki fór ég í þetta mál.“ sagði Ulfar. „Ekki byrjaði ég, eins og krakkarnir segja." -ÓV „Mér kemur ekkert við hvað ég flyt þegar ég leigi bátinn og vísa öllum spurningum til varnar- liðsins,'1 sagði Stefán Einarsson, skipstjóri á Aðalbjörgu HU í morgun er DB spurði hann með hvaða hætti flutningur og losun á skothylkjum frá varnarliðinu hafi farið fram fyrir skömmu. Er hann var spurður um hvort eitthvert opinbert eftirlit hafi verið með flutningunum og einhver utan skipshafnar gengið úr skugga um að hylkjunum hafi ,verið sökkt á réttan hátt á réttan stað, vísaði hann enn á varnar- liðið sem talsmann sinn í þessu máli. -G.S. Enginn vill vera vara- ríkissaksóknari Enginn virðist vilja vera vararíkissaksóknari og fá í föst mánaðarlaun 186.870 krónur. Þegar umsóknarfrestlur um embætlið rann út i gær hafði dómsmálaráðuneytinu engin umsókn borizt. Fastlega hafði verið reiknað með að Bragi Steinarsson, sak- sóknari, sækti „sjálfkrafa" um stöðuna og fengi hana jafn sjálfkrafa, enda er hann sá sakadómari sem að Hallvarði Einvarðssyni, fráfarandi vara- ríkissaksóknara, frátöldum hefur lengstan starfsaldur við embætti ríkissaksóknara. Baidur Möller, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í samtali við DB að enn væri ekkert því til fyrirstöðu að taka við umsóknum. Mátti skilja á Baldri, að hann hefði átt von á að einhver sýndi starfinu áhuga. Vararíkissaksóknari fær laun samkvæmt 26. launaflokki ríkisstarfsmanna í Bandalagi háskólamanna. Það eru 186.870 krónur, skv. upplýsingum BHM. -ÖV fsjálst, óháð datfblað MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 Bjargaðá eíleftu stundu Litlu munaði að maður færi í sjóinn um sexleytið í gær. Snarræði lögreglunnar kom í veg fyrir að svo færi. Lögreglunni var tilkynnt að maður lægi á hafnarbakkan- um, fyrir neðan Tollstöðvar- húsið. Kallað var á sjúkrabíl vegna þess að tilkynnt hafði verið að maðurinn væri veikur. Lögreglumaður brá skjótt við á Miðbæjarstöð og hljóp niður á hafnarbakka. Maðurinn hafði þá brölt á fætur og ætlaði sér um borð í skip sem lá við hafnargarð- inn. Ekki fór betur en svo að honum varð fótaskortur í stiganum. Hélt maðurinn sér dauðahaldi í handriðið þegar lögreglumaðurinn koni á vettvang. Fætur hans voru í sjónum. Varla hefðu liðið margar mínútur þar til hann hefði sleppt takinu og fallið í sjóinn, ef lögreglu- maðurinn hefði ekki komið til hjálpar. Maðurinn var drukkinn. KP Atveizla í skóg- ræktar- girðingunni Árbæjarlögreglan fann 31 kind í girðingu skógræktar- innar sem er i Hólmsheiði. Þegar betur var gáð voru þetta kindur af nálægum sveitabæ. Ekki tókst að ná tali af eiganda þeirra þar sem hann var að heiman. I heiðinni er mjög vel girt, eins og skógræktarinnar er vandi. Þarna hafa tugir unglinga úr Reykjavik unnið við að gróðursetja plöntur undanfarin ár. -KP Einar Sigurðs- son útgerðar- maður látinn Einar Sigurðsson, úterðar- maður frá Vestmannaeyj- um, andaðist f gær á Landa- kotsspítala, 71 árs að aldri. Einar fæddist að Heiði í Vestmannaeyjum 7. feb. 1906. Að loknu námi við Verzlunarskóla tslands hóf hann kaupsýslu og síðar fjölþætt störf við útgerð og fiskiðju. Var hann um ára- tugaskeið einhver mesti at- hafnamaður íslendinga á þeim sviðum. Auk forstöðu eigin fyrirtækja gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa, einkum i útgerðarmálum. Hann sat um skeið á Alþingi fyrir Austurlandskjördæmi. Einar lætur eftir sig konu, Svövu Ágústsdóttur, og tíu börn. ' -BS Bliðskaparveður hefur verið á Eskifirði í allan vetur og hefur undanfarið verið hæg hláka. Eskfirðing- ar eru farnir að vinna að vorverkum í görðum sínum og undirbúa vor og sumar- komu af fullum krafti. Regina/abj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.