Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.05.1977, Qupperneq 5

Dagblaðið - 24.05.1977, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1977. 5 Hressir h jólastrákar Sex islenzkir strákar verða meðal þátttakenda á alþjóðlegu móti i akstri reiðhjóla og vélhjóla sem hefst í Belgíu á morgun. Strákarnir sex, sem verða fulltrúar íslenzkra ungmenna í Briissel, eru þessir: Ragnar Guð- mundsson, Kópavogi, Hjörtur Stefánsson, Reykjavík, Steinar Valdimarsson, 'Stokkseyri, Sindri Már Heimisson, Svarfaðardal í Eyjafirði, Birgir Símonarson, Reykjavík, og Birgir Örn Arnarson, Akureyri. Tveir síðast- töldu keppa í akstri vélhjóla. Strákarnir hafa æft af kappi að undanförnu undir leiðsögn þeirra Guðmundar Þorsteinssonar náms- stjóra í umferðarfræðslu og Bald- vins Ottóssonar lögregluvarð- stjóra. Báðir verða þeir piltunum innan handar í keppninni ytra. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis. Laxar til Noregs Klak- og eldisstöðin Laxa- mýri hf. gerði nýlega stóran sölusamning á laxaseiðum við norskan aðila, Erling J. Peter- sen í Þrándheimi. Voru send út 25 þúsund laxaseiði sl. sunnu- dag, 21 þúsund eins árs seiði og 4 þúsund tveggja ára, stór sjógönguseiði, alin með tilliti til sjóeldis. Flugvél frá Iseargo flutti seiðin beint frá Aðaldals- flugvelli til Þrándheims. Kristján Oskarsson hjá Laxa- Mjólkurdreifingin enn f ólagi í gær mýri kvaðst vonast til að fram- hald yrði á viðskiptum þessum við Norðmennina á næsta ári, svo ánægðir með viðskiptin voru þeir er tekið var á móti seiðunum í flugvélinni. Klak- og eldisstöðin gat í fyrra ekki selt alla framleiðslu sína innanlands svo það varð upphafið á hinum stórfelldu viðskiptum við Noreg. -BH. —mjólkursamsalan hef ur enga útkeyrsluáætlun íneyðartilfellum Mjólkurdreifingarkerfið í Reykjavík var enn ekki komið í samt lag um hádegisbilið í gær. Nokkurra tíma stöðvun útkeyrslu mjólkur á föstudagsmorguninn hafði þessi víðtæku áhrif. Ymsir mjólkursöluaðilar voru Mjólkursamsölunni gramir bæði á föstudaginn og í gær vegna þeirr- ar handvammar sem á dreifingunni var. Bilar samsölunnar áka mjólkinni út eftir ákveðinni áætlun. Þegar stöðvun varð í út- keyrslunni á föstudagsmorguninn var þeirri áætlun í engu breytt en útkeyrsla hafin um klukkan eitt eftir sömu áætlun bílanna og þeir aka eftir þá er þeir hefja aksturinn um eða fyrir sólar- upprás. Þetta þýddi að bílarnir hófu akstur allt til Suðurnesja áður en mjólk var ekið í búðir í Reykja- vík. Kom ekki mjólk í ýmsar stórverzlanir í Reykjavík fyrr en undir lokun á föstudag og sumir mjólkursöluaðilar fengu enga mjólk á föstudaginn. Þeir sem svo grátt voru leiknir fengu því ekki mjólk til sölu allt frá miðvikudegi þar til rétt fyrir hádegi í gær. Heyrðust margar óánægjuraddir úr þeirra hópi og töldu þeir for- kastanlegt að ekki skyldi vera til einhver útkeyrsluáætlun í neyðartilfellum eins og upp kom á föstudaginn. -ASt. Á fjórða hundrað smáauglýsingar — enn eitt smáauglýsingamet DB nokkrar auglýsinganna með mismunandi órðalagi hvað eftir annað undir mismunandi hausum en símanúmerin voru þau sömu. Þannig birtist ein t.d. fjórum sinnum. Síðasta met DB í birtingu smáauglýsinga var fyrr í þess- um mánuði þegar birtar voru 297 slíkar, þar af 189 nýjar. -G.S. Fjöldi smáauglýsinga í Dag- blaðinu í gær fór fram úr öllum fyrri metum og birtust þá 303 auglýsingar. Þar af voru 205 nýjar, en talsvert er um að auglýsendur láti auglýsingar sínar standa fleiri en einn dag. Sama dag birti keppi- nauturinn 128 smáauglýsingar alls. Auk þess birti hann all- 20-30 Hafnfirðingar kvaddir til yf irheyrslu Læknir í Reykjavík hefur verið kærður fyrir að inn- heimta greiðslur hjá sjúkra- samlagi fyrir aðgerðir sem aldrei munu hafa verið fram- kvæmdar. Það var Sakadómur Reykjavíkur sem fékk kæruna. til meðferðar þar sem læknirinn, sem í hlut á, er búfastur í Reykjavík. Hins veg- ar var það Sjúkrasamlag Hafn- arfjarðar sem komst að raun um meintar falsanir í inn- heimtu fyrir læknisaðgerðir og kærði málið. Af þessum sökum var málið sent til lögregluyfirvalda í Hafnarfirði og er unnið að undirbúningi að rannsókn málsins, þar með yfirheyrslum yfir þeim sem læknirinn krefst greiðslna fyrir úr hendi Sjúkra- samlagsins. Gæti svo farið að yfirheyra þyrfti 20-30 manns vegna þessa máls en þó lá það ekki ljóst fyrir er DB leitaði upplýsinga um málið í gær. Dagblaðið hefur það einnig eftir heimildum, sem það telur ekki ástæðu til að rengja, að mál þetta hafi einnig komið til kasta Læknaráðs. -ASt. „Lofið þreyttum að sofa” söng sýsluskrifari á Eskif irði við mikinn fögnuð „Georg Halldórsson var annar einsöngvara á tónleikum Eskjukórsins nú á uppstigning- ardag og hlaut hann mikið lof fyrir flutning slnn á laginu Lofið þreyttum að sofa eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Davíðs Stefánssonar" sagði Regina Th. i viðtali við DB í gær. Annar einsöngvari á hljómleikunum var skip- stjórinn Aðalsteinn Valdimars- son sem söng Bergljót við mikinn fögnuð. Annars. urðu hljóm- leikarnir mun lengri en til stóð þar sem fjöldi aukalaga var klappaður fram. Kórnum stjórnaði Violetta Smidová við undirleik manns síns, Pavels Smiths. Hann lék einnig einleik á flygil og hafði Regína eftirfar- andi um það að segja: „Maðurinn minn er járnsmiður og mér fannst engu líkara en Smijth væri að hamra járn, og það of kalt svo fastara varð að; hamra. Svo var mér nú sagt að eitthvað væri að hljóð- færinu og ein eða tvær nótur bilaðar. Þegar ég hafði orð á þessu var mér sagt að ég hefði ekkert vit á þessu, og það er rétt, og fólkið hafði ósköp' gaman af.“ Regína/G.S.! BARNASK0R Teg. 319 Litur: Natur leður. Stærðir: y Nr. 27—35 kr. 2.595,- Teg. 78 Litur: Brúnt, rauðbrúnt leður. Stærðir: Nr. 23—28 kr. 1.685.- j4^9fiÉgj|Éflln Teg. 328 Litnr: Teg. 1001 ,BrAúnt 'fur eðu 9 blátt leður eða rautt leður. L Nr- 24—30 kr. 2.035.- Nr. 31—35 kr. 2.100,- Teg 553 Litur: Rautt/Hvítt/Blátt 1 . ^ ^ Teg. 1002 Litur: Brúnt leður ,—. Stærðir: '' - Nr. 24—30 kr. 2.090.- ' Jm. Nr. 31—35 kr. 2.155.- Teg. 653 Lltur: Teg. 633 Litur: Hvitt/Blátt. Stærðir: Nr. 27—35 kr. 2.175. Póstsendum Skóverzlun ÞórðarPéturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll - Sími 1418t

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.