Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 1
fiýálst, úháð dagblað \ \ 4 4 \ 4 4 4 4 4 4 4 3. ARG. — FÖSTUDAGUR 27. MAI 1977 — 116. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11; AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍM1 27022 Skínandi veður um allt land I morgun þegar landsmenn vöknuðu skein sólin i augu þeirra, heitari en nokkru sinni fyrr. Veðrid um allt land var hlýtt og vindar fóru sér hægt, eins og Jón Múli er vanur að segja. Búizt er við að svipað veður verði í dag nema hvað líklega þykknar upp austan- lands. Dagblaðið óskar lands- mönnum gleðilegrar hvíta- sunnu og vonar að veðrið haidist svona gott áfram. Samningamálin standa nú illa. Ekki er samkomulag meðal landssambanda verkalýðsfélag- anna um, hvort afgreiða skuli sérkröfur með ákveðnu prósenti eða ekki. Ekkert gengur um önnur mál. Tilboði atvinnurekenda og hugmynd- um sáttanefndar um 2,5 prósent upp í sérkröfur hefur verið hafnað, eins og fram kom í blaðinu í gær. Raunar var enginn samningafundur í gær, þótt menn væru mættir. Fulltrúar Verkamannasambandsins voru á fundi í sínum hópi, svo að ekkert gekk i almennum samningaviðræðum á meðan. Til stóð að fulltrúar Verka- mannasámbandsins ræddu við fulltrúa atvinnurekenda fyrir hádegið í dag. Verkamannasambandið telur sig þurfa hærri prósentu upp i sérkröfur en aðrir hópar fengju flestir, því að talsvert bil sé að brúa og félagar í Verkamanna- sambandinu séu á lágum launum. Forystumenn verkalýðsfélag- anna segjast búast við „hundrað prósent“ þátttöku í allsherjarverkfallinu, sem verður á höfuðborgarsvæðinu eftir.viku. Almennur samningafundur verður klukkan hálffimm í dag. HH Korkurinn dæmdur eftir helgi Eftir helgina verður kveðinn upp dómur í máli bandaríska sjó- liðans Christophers Barbars Smiths — Korksins. Munnlegur málflutningur í máli hans var i sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum í Reykjavík í gær. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, krafðist þess að Smith yrði dæmdur samkvæmt hegningarlögum, en það þýðir að hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm hérlendis. Fyrir nokkrum vikum var Smith dæmdur í fjögurra ára betrunar- vinnu af bandárískum herdóm- stóliá Keflavíkurflugvelli. Smith ei lalinn sannur að sök af innflutningi og dreifingu á um tuttugu kilóum af kannabis- efnum, auk nokkurs af LSD- töflum og afmetamín-dufti. Það verður dómsmálaráðuneyt- isins að ákveða hvernig afplánum yfirvofandi refsingar Smiths verður háttað hér. Dóminn Kveður upp Ásgeir Friðjónsson sakadómari. ÓV Þegar ísf irzku strákarnir lögðu land undir fdt... Tveir ísfirzkir strákar, sem vanir eru að fara sínu fram, lögðu land undir fót eftir hádegið í gær og héldu af stað til Reykjavíkur — fótgangandi. Leiddist þeim orðið aðgerða- leysið á tsafirði eftir að skóla lauk og vildu suður í fjör, sem þeir töldu vera þar. Eftir skamma göngu stöðv- uðu þeir bifreið á suðurleið og fengu með henni far. Segir svo ekki af ferðum þeirra fyrr en um hálfsjöleytið í gærkvöld, að Isafjarðarlögreglan hafði sam- band við Árbæjarlögregluna í Reykjavík og tilkynnti að grunur léki á að piltarnir væru á leið til Reykjavíkur með til- tekinni bifreið. Hafði sú bifreið sézt í Búðardal rúmum tveim timum áður. Lögreglumenn brugðu skjótt við og héldu út á Vesturlands- veg, þar sem fyrrgreindur bíll var stöðvaður skömmu síðar. Voru piltarnir, sem eru 15 og 16 ára, farþegar í bílnum. Var þeim komið til ættingja í Reykjavík og verða þeir nú sendir heim til Isafjarðar á ný. Segir ekki frekar af Reykja- víkurævintýrum hinna ísfirzku ferðafélaga. ÓV. Fallhlífastökk á Akureyri Þeir stökkva mikið úr háloft- unum yfir Akureyri og Akur- eyrarflugvelli þessa dagana, enda veðrið ákjósanlegt til iðk- unar slíkrar íþróttar. Það eru félagar í Fallhlífarklúbbi Akur- eyrar, sem hafa verið að stökk.va. 1 gær vildi það svo til, að litil eins hreyfils flugvél, sem var að flytja stökkvara upp í háloftin, varð að nauðlenda rétt við flugvöllinn. Sjá nánar frétt á baksíðu. DB-my nd: Ingólf ur Krislmundsson. HVAÐ VARD UM NORRÆNA STYRKINN? — baksíða Hvalvertíðin styttist vegna vinnudeilnanna — sjá bls. 7 Kraf la og vegurinn til valda — sjá kjallaragrein Vilmundar Gylfasonar ábls. 10-11 i i A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.