Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977. Prazlstvrkir stá lof na r Framleiðum samkvæmt íslenskri hönnun, nýja tegund stálofna sem eru sérstaklega ætlaðir til að þola og nýta hitaveituvatn sem best. Ofnar þessir henta einnig mjög vel við örinur kerfi. Pelreru: ★ Framleiddir úr þykkara oq sterkara efni en aörir ofnar hérlendis. ★ Fyrirferöalitlir, falla vel í umhverfiö. Þykkt frá 15 mm. Einfaldir, tvöfaldir, þrefaldir eöa fjórfaldir, eftir aöstæöum, til bestu hitanýtni fyrir hvern og einn. ★ Lágt verö, leitiö tilboöa. Stuttur afgreiöslufrestur. STfiLOFNfiRHF. MÝRARGÖTU 28, SÍMI 28140 Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafmagnsverkfræðing eða rafmagns- tæknifræðing til starfa við Fram- kvæmdadeild. Laun eru skv. kjarasamningum ríkis- starfsmanna. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116, Reykjavík. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða línumann eða rafvirkja í rafveitu- rekstur á Blönduósi og nágr. Nánari upplýsingar gefur starfs- mannastjóri. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116, Reykjavík. Takið eftir! Rýmingarsala á hannyrðavörum. Höfum ýmsar tegundir afódýru gami. Ingölfsstræti 1 (á möti Gamla bíöi) SUNDNAMSKEIÐ fyrir börn 1. júní—28. júní. 1. júní hefjast sundnámskeið fyrir börn fædd 1970 og eldri. Innritað er 31. maí. Innritun fer fram á sundstöðunum í: Sundhöll Reykjavíkur, sími 14059, Sundlaugunum í Laugardal, sími 34039, Sundlaug Vesturbæjar, sími 15004 og f skólasundlaugun- um 31. maí kl. 10—12 og 16—18, Sundiaug Árbæjarskóla, Sundlaug Breiðagerðisskóla, Sundlaug Breiðholtsskóla, Sundlaug Fjölbrautaskólans. Þátttökugjald er 1.800 og greiðist við innritun. Kennt er alla virka daga nema laugardaga. Hvert námskeið er 18—20 kennslustundir. Athugið breyttan innritunartíma. íþróttaráð — Frœðsluráð. H0F - Alda slysa- og umferðaróhappa á Akranesi: Yfirvinnubannið stuðlar að ringulreið í umferðinni Margir Irta grjötflutningana um íbúðargötur öhýru auga - * Mikil slysa- og umferðar- óhappaalda hefur að undanförnu gengið yfir á Akranesi. Að dómi lögreglumanna er orsakanna að leita í mjög ört vaxandi umferð bíla og alls kyns vélknúinna hjóla. Telja sumir að umferð um aðalgötur Akraness hafi tvöfald- azt á tveimur sl. árum. Þá er það skoðun lögreglumanna að yfir- vinnubannið í maimánuði hafi valdið óvenjulegum umferðar- truflunum, þannig að óvenjuleg umferð skapist síðla dags, er dag- vinnu er lokið. Sé þarna í 80-90% tilfellum aðeins um einkaakstur að ræða milli búða eða til að spóka sig í farartækjum sínum á götum úti. Ýmsir hafa litið hornauga grjótflutningana sem nú fara fram vegna Akranesshafnar. Stórir grjótflutningabílar verða Við þörfnumst þín, þú okkar Slysavarnafélag Islands stendur nú fyrir happdrætti til fjáröflunar fyrir starf félagsins. Happdrættisvinningar eru Mazda 818 bifreið og þrjú iitsjónvarps- tæki af Nordmende gerð. Vinn- ingar eru að verðmæti rúmlega 2.4 milljónir og eru skattfrjálsir. Dregið verður úr seldum miðum 1. júní nk. Slysavarnafélagið sinnir sem kunnugt er alhliða leitar- og björgunarstörfum, hjálp og aðstoð. Auk þess sinnir félagið útbreiðslu og fræðslustarfsemi um slysavarnir almennt. JH að aka um aðalgötur bæjarins til hafnarinnar, þar sem Ægisbraut er nú lokuð vegna undirbúnings steinsteypuframkvæmda. Sem- entsverksmiðjan tók að sér að steypa götuna en dregizt hefur í þrjú ár að efna það loforð. Nú hittist svo illa á að brautin er lokuð þegar 7-10 stórir grjót- flutningabilar þurfa að aka grjóti daglangt til hafnarinnar. Grjótflutningabilarnir eru með 12 tonna hlöss. Þeir aka tæpa 12 km i hverri ferð, fara um Skaga- braut, Suðurgötu, sem er íbúðar- gata, niður á Hafnarbraut. Þetta eru 10 hjóla bílar, með sérstökum grjótpalli. Bílarnir fara 15 til 18 ferðir á hverjum degi og verða því oft ,,að slá duglega í“. Innan- bæjar aka þeir á 40-45 km hraða og verður vart hraðar farið. Eitt banaslys í maí varð í sambandi við grjótflutningabíl, þó i því til- felli verði engum um kennt. önnur óhöpp hafa ekki orðið af völdum grjótflutningabilanna, þó ýmsum standi stuggur af þeim i umferðinni. Verst þykir Akurnes- ingum ef satt er, að i grjót- flutningunum sé háð kapp um flutningamagn’til að ná einhverju meti i einingaverði. Guðjón Guðmundsson yfir- læknir á sjúkrahúsi Akraness sagði i viðtali við DB að óvenju- mikið hefði verið um umferðar- slys á Akranesi að undanförnu og nokkru meira en á undanförnum árum. Á vorin væru slys algengari en á öðrum árstímum, en slysin væru óvenjumörg nú. Guðjón kvað aukningu í skellinöðru- og vélhjólaslysum hækka töluna mjög. ASt. Skuldi fyrirtæki þitt símareikning máttu búast við því að lokað verði heima h já þér Upp hefur komið I Vest- mannaeyjum dæmi þess að sima heima hjá ágætis hjón- um þar í bæ hefur verið lokað vegna þess að karlmaðurinn er hluthafi i fyrirtæki sem skuldar sinn símareikning. Þetta þótti þeim hjónum að vonum næsta undarleg fram- koma og sneru sér þvi til DB og báðu það að kanna málið. í Vestmannaeyjum ræddum við við Magnús Magnússon sím- stöðvarstjóra. Hann sagði að yfirleitt væri svona lagað ekki gert en þó kæmi það einstaka sinnum fyrir. Ef um smærri fyrirtæki í einkaeign væri að ræða væri yfirleitt lokað hjá eiganda vegna skulda þess, en þegar hlutafélög væru annars vegar væri framkvæmdin ekki svona nema þau væru mjög lítil. Það væri þá yfirleitt gjald- kerinn sem látinn væri bera ábyrgðina. DS. Sending væntanleg íágúst. — Nokkurhjól ennþá óseld. — Hagstætt verð. Upplýsingargefur DA VÍD ÓLAFSS0N BREIÐA GERÐI1 — Sími36674 frá kl. 19’21. — Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-19

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.