Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAt 1977. 5 Einkabflar munu þekja vegina um hvítasunnuna: Eina útiskemmtunin „þar sem olíumölin endar í austur" —ogtals- verður „Merkur”- áhugi ífólki Yfirleitt virðist fólk ekki enn vera búið að ákveða hvert það muni halda í útilegur eða annað um komandi helgi, hvítasunnuna. A.m.k. voru pantanir þær er innanlandsflugi Flugleiða höfðu borizt litlu fleiri en vænta má um venjulegar helgar. Eftirspurn eftir flugferðum er heldur meiri en vanalega á laugardeginum, en þó hvergi nærri svo að bæta þurfi inn í aukaflugferðum. Hjá hinni nýopnuðu Hóp- ferðamiðstöð að Suðurlandsbraut 6 fengum við þær upplýsingar að talsvert hefði verið spurt um hugsanlega hópferðamöguleika út á land hvítasunnuhelgina og virðist allnokkur „Merkurtúra" hugur í fólki. Fæstir höfðu þó pantað ákveðnar rútur ennþá. slíkt er geymt allt til síðustu stundar. Utanbœjarhótelin Á Hótel KEA á Akureyri feng- um við þær upplýsingar að hvíta- sunnuhelgin yrði þar ofur venju- leg helgi, þar er hvort eð er alltaf allt fullt um helgar. Edduhótelið f heimavist Menntaskólans er ekki enn búið að opna, það verður að líkindum ekki fyrr en ein- hvern tíma eftir 17. júní. Hótel Húsavík verður næstum fullt hvítasunnuhelgina þvf þangað hafa komið að undan- förnu og munu koma í allt sumar hópar frá American Express ferðaskrifstofunni á vegum Flug- leiða. Um hvítasunnuhelgina mun bridgekeppni Norðurlands fara fram í Hótel HúsaviK. Annað bridgemót verður haldið að Höfn í Hornafirði sömu daga, er það svæðismót Austurlands. Ferðaféiögin Ferðafélag íslands og Utivist munu að vanda efna til ferðalaga um hvítasunnuhelgina er standa munu frá 27. til 30. maf. Ferða- félagið efnir til ferða f Þórsmörk og á Snæfellsnes, þar sem fyrir- hugað er að gista f sæluhúsum, og einnig verður farið f Mýrdalinn. Utivist gengst fyrir ferð að Húsa- felli þar sem bæði verður gist f Lfkast til mun mest verða farið með einkabílum út á land um heigina. (DB-mynd R.Th.Sig.). Árbæjarlögreglan stendur í skepnurekstri Nú er kominn sá tími þegar Árbæjarlögreglan stendur í stappi við fjár- og hestaeigendur. Fé hefur verið rekið á fjall en þar sem þar er lítill hagi enn sem komið er leitar það aftur til byggða, samkvæmt upplýsingum Finnboga Sigurðssonar varðstjóra f Árbæ. Girðingar þær sem hross eru geymd f eru lélegar þannig að hestarnir eiga greiða leið út úr þeim og er talsverður ágangur af hestum í bæjarlandinu. Á miðvikudag þurfti lögreglan að hafa afskipti af fimmtán hestum sem voru lausir fyrir ofan Grafar- voginn. Ef hrossin komast „undir mannahendur" þarf eigandinn að greiða 1000 krónur, auk þess sem greiða verður sérstakt gjald ef geyma þarf hrossið. „Þetta er feikna fyrirhöfn,“ sagði Finnbogi varðstjóri. AiBj. Akranesdeild AA samtakanna stofnuð íkvöld Stofnfundur AA deildar á Akranesi verður haldinn í kvöld f Sjálfstæðishúsinu við Heiðar- braut kl. 21. Á fundinum kynna gestir AA samtakanna f Reykja- vík starfsemi og hlutverk samtak- anna. Þátttaka er öllum heimil og fundurinn öllum opinn. Hann verður, sem fyrr segir, haldinn kl. 21 í kvöld, föstudaginn 27. maf. BS 10,8% hækk- un á gjaldskrá leigubfla Gjaldskrá leigubflstjóra hækk- aði um 10.8% frá og með finunludegi. Umsókn um hækkun á þessari gjaldskrá hefur legið fyrir verðlagsnefnd. Mælti nefndin með þvi að hækkun yrði heimiluð og féllst ríkisstjórnin á hana á miðvikudag. BS Óskum eftir að ráða mann til starfa í verksmiðju vorri. ETNA HF. Grensásvegi 7 — Simi 83519 tjöldum og húsum. Einnig verða ferðir á vegum Utivistar á Snæ- fellsnes og til Vestmannaeyja. Hvítasunnugleði við Þjórsórbrú Héraðssambandið Skarphéð- inn efnir til „Þjórsárhátíðar“ um hvítasunnuhelgina „þar sem olíu- mölin endar f austur“ eins og stendur í plakati sem aðstand- endur hátíðarinnar hafa gefið út. Til skemmtunar verða dansleikir öll kvöldin og hljómleikar á laugardeginum og sunnudegin- um, einnig munu ýmsir skemmti- kraftar koma fram. Til að komast á skemmtan þessa verður efnt til hópferða vfðs vegar að af Suður- og Vesturlandi. Miðað við fyrri hvítasunnu- helgar má búast við talsverðum fjölda á samkomuna og eru þeir hjá Héraðssambandinu Skarp- héðni viðbúnir öllu. BH GERIÐ GÓDKAUP Leyft Okkar verð verð Ritz kex 1 pakki............. 157 142 Nautahakk 1 kg...............1087 740 Bananar 1 kg................. 208 187 Gunnarsmayonnaise 600 gr. dós. 331 297 Strásykur 1 kg............... 108 97 Lindu — Síríus suðusúkkulaði 100 gr. pk... 200 180 Agúrkur 1 kg................. 555 500 Emmess appelsínu eða marsípan ís 1 lítri.. 260 234 Ath ■ Þetta eru aðeins fáein verðsýnishorn. AlL m einnigverðsamanburðsemséstá tvöföldum nin ■ verðmerkimiðum er sýnir leyft verð og okkar verð. Vinsamlegast athugið! Lokað kl. 5,30 vegna yfirvinnubanns. V m: Vörumarkaðurinn hf. Sími 86111

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.