Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977. Stjómarmyndun í ísrael í sjálfheldu —eftirað Dayan þáði boð um utanríkisráðherraembættið <4 Moshe Dayan — utanrikisráð- herra. Þegar Menachem Begin til- kynnti flokki sínum að Moshe Dayan yrði utanríkisráðherra í stjórn hans varð mikið fjaðra- fok í flokknum. Einnig eru stuðningsflokkar Likud- flokksins ekki á eitt sáttir með Dayan í embættið. Dayan stað- festi í gær að hann hefði þegið boð Begins. Likud-flokkurinn hefur reynt stjórnarmyndun með öðrum flokkum undanfar- ið, þar sem hann er nú stærsti flokkurinn í landinu, eftir kosningar. Þá missti Verka- mannaflokkurinn mikið fylgi, en Dayan var flokksmaður í honum áður en kom til sam- starfs hans við Begin. Blöð í ísrael höfðu gert ráð fyrir því að formaður Frjáls- lynda flokksins mundi hreppa utanríkisráðherraembættið. Tilraunir Likud-flokksins til stjórnarmyndunar eru í sjálf- heldu, eftir þessa óvæntu ákvörðun formannsins, Begin, að velja Moshe Dayan í embætti utanríkisráðherra. Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga ki. 10-4 KJÖRBÍLLINN Sigtúni 3 — Sími 14411 Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 - Simi 15105 Framhaldsskólanám aö loknum grunnskóla Athygli er vakin á aö umsóknarfresti um inngöngu á ýmsar námsbrautir á framhaldsskólastigi lýkur 4. júní. Tilskilin umsóknareyAublöð fást í þeim grunn- skólum sem brautskrá nemendur úr 9. og 10. bekk og í viökomandi framhalds- skólum. Leiðbeiningar um hvert senda skuli umsóknir eru á umsóknareyðublöð- unum. Menntamálaráðuneytið 26. maí 1977. Iðnaðarhúsnæði til leigu i austurbæ Kópavogs er til leigu iðnaðarhúsnæði, 320 ferm, hæð með innkeyrsludyrum. Nánari upplýsingar í síma 43260 á kvöldin og um helgar. Erlendar fréttir Argentína: Rannsöknarósk- aðáhvarfi hundruða manna Talsmenn Kommúnistaflokks Argentínu sögðu í gær að þeir hefðu beðið stjórnvöld í landinu að grennslast fyrir um afdrif 28 meðlima flokksins. Þeir hafa allir horfið á siðustu tveimur vikum og er óttazt að þeim hafi verið rænt. — Starfsemi Kommúnistaflokks- ins er bönnuð. Meðal þeirra, sem beðið var um að grennslast fyrir um, er fyrrver- andi þingmaður kommúnista, Juan Carlos Dominguez, sem hefur verið saknað síðan á síðasta föstudag. Mannréttindahópur, sem starfar í Argentínu og hefur inn- an sinna vébanda jafnt kirkj- unnar menn sem stjórnmála- menn, hefur beðið innanríkisráð- herra landsins að rekja slóð 637 manna, sem hafa horfið sporlaust í Argentínu eftir að hafa verið numdir á brott af óeinkennis- klæddum, vopnuðum mönnum. Þeir eru taldir tilheyra öryggis- sveitum landsins. Svíar neita að sleppa sovézka flugræningjanum Sovézkur borgari, verkfræð- ingur að mennt, rændi flugvél i gær og skipaði flugstjóranum að fljúga með sig til Sviþjóðar. Flugvélin var í innanlandsflugi í Sovétríkjunum, milli Riga og Lativa, þegar maðurinn til- kynnti flugfreyju, að ef ekki yrði látið að kröfu hans myndi hann sprengja vélina í loft upp. Sænsk stjórnvöld mega í dag eiga von á háværum kröfum frá Sovétríkjunum um að fram- selja manninn sem ofbeldis- mann. Þau hafa nú þegar neitað framsalinu einu sinni á þeim forsendum aö engin lög mæli fyrir um, að flugvélaræn- ingjum skuli skilað. — Sovézki verkfræðingurinn hefur enn ekki viljað segja til nafns. Hann er 37 ára gamall og er frá Hvíta-Rússlandi. Eftir að sovézka flugvélin hafði lent á Arlandaflugvelli við Stokkhólm og farþegunum sautján og áhöfninni hafði verið komió út, hófst vopnaleit í vélinni. Þá kom i ljós, að maðurinn hafði verið óvopnaður og engar sprengjur í flugvélinn'i. Danmörk: MESSUVINIÐ EKKIKLÁRT Var blóð Krists vin eða eplasafi? Formaður danskra safnaðarsamtaka, séra Jörgen Glenthoj frá Borum við Arósa í Danmörku, telur að það hafi verið vin og því hefur hann snúizt harkalega gegn því að margir prestar nota óáfenga drykki við altarisgöngur. Séra Glenthoj telur það ófyrirgefanlega fölsun á fyrir- mælum Krists að nota óekta vín við útdeilingu heilags sakra- mentis. Hann hefur einnig vísað í reglugerð danska kirkjumála- ráðuneytisins frá 1899, þar sem fyrirlagt er að nota ekta vín við altarisgöngur. H. Hojrup biskup í Árósum, sem Borum-sókn heyrir undir, tekur annan pól í hæðina. Hans sjónarmið er að það sé í anda Krists að nota óáfengt vín. Hann bendir á, að rétt sé að taka tillit til áfengissjúklinga, sem ekki geti þolað áfengi en vilji samt sem áður meðtaka heilagt sakramenti. Hin opinbera stefna dönsku kirkjunnar er að prestarnir ákveði sjálfir hvort þeir noti áfengt eða óáfengt messuvín við altarisgöngur. ÖMMUSTOLLINN GOÐI FYRIRLIGGJANDl VINSÆLU SÆNSKU BARNAKERRURNAR KOMNAR AFTUR. EINNIG SÆNSK BURÐARRUM UR TAGUM. POSTSENDUM BANKASTR ETI 4 SÍMI 12505.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.