Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977. VOPNAHIÍ í PAKISTAN? - STJÓRNARANDSTÆÐINGAR VILJA RÆÐA VIÐ BHUTTO Þessi bekkur var allur í haldi Mólúkkanna ásamt kennaranum. Nú hafa foreldrar barnanna fengið þau tii sín á ný eftir tæpa fjóra sólarhringa í óvissu. Enskir telpnaskór úr ieðri, stærðir 29—37, verðið aðeins kr. 1.995.- Mólúkkonsku skæruliðarnir í Hollandi tilkynntu laust fyrir klukkan eitt í nótt að börnunurn 105, sem þeir höfðu í haldi í barnaskólanum í Bovensmilde, væri frjálst að yfirgefa húsið. Þessi tilkynning kom gjörsamlega á óvart. Hún kom i kjölfar veik- inda, sem stungið höfðu sér niður í nokkrum börnum. Síðar kom í ljós að smitandi magakveisu hafði skotið upp. Hálfri klukkustund eftir að til- kynning skæruliðanna barst, hófst flutningur barnanna. Þau voru borin út á sjúkrabörum og flutt í sjúkrabifreiðum til spítala skammt frá Assen. Læknar og hjúkrunarkonur voru þegar í stað kölluð út á aukavakt til að annast um börnin. Alls höfðu mólúkkönsku skæruliðarnir sleppt átta börnum frá þvi skömmu fyrir hádegi í gær. Þau höfðu öll veikzt skyndi- lega. En þrátt fyrir að börnin hafi nú öll verið flutt á brott, situr skóiastjórinn og fjórir kennarar hans enn i haldi hjá skæruliðun- um fimm. Auk þess eru 56 manns áfram í haldi i járnbrautarlest- inni, sem stendur á teinum sínunt í um 20 kílómetra fjarlægð frá skólanum. Hollenzk stjórnvöld höfðu fyrir nokkru gert Mólúkkunum það ljóst, að kröfur þeirra yrðu ekki ræddar fyrr en þeir liefðu látið börnin laus._ Qtrúlega ódýr skófatnaður Mikill mannfjöldi safnaðist saman i hæfilegri fjarlægð frá barnaskólanum um leið og frétt- ist, að þeim væri frjálst að fara sinna ferða. Reutersfréttastofan lýsir atburðum þannig, að það hafi tekið mjög á taugarnar að fylgjast með þeim, þar eð flutn- ingur barnanna gekk ákaflega rólega fyrir sig. Aðeins einum sjúkrabíl var leyft að koma í einu upp að- skólanum og hann flutti síðan tvö börn í burtu. Þá var næsta sjúkrabíl loks leyft að bakka upp að skólanum. Þau börn sem reyndust vera vel á sig komin að skoðun lokinni, fengu að fara heim með foreldr- um sínum. Hin voru lögð inn á sjúkrahús. Engin merki sáust um að foreldrarnir fái að sjá þau. Er þau hafa náð andlegu jafnvægi að nýju eftir aðskilnaðinn fá þau fyrst heimsóknir. að foreldrar barnanna færu inn í sjúkrahúsið. Að ráði sálfræðinga verður börnunum haldið saman á sjúkrahúsinu fyrst i stað án þess Stjórnarandstæðingar í Pakist- an hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að hefja viðræður við forsætisráðherrann Bhutto, með nýjar kosningar i huga. Áður höfðu andstæðingar ekkert viljað tala við Bhutto, en óeirðir hafa verið miklar, einkum í borginni Karachi. Að minnsta kosti 340 manns hafa fallið í þessum óeirðum í landinu, þar sem verið var að mótmæla kosningu Bhutto. Sögðu stjórnarandstæðingar, að hann hafi falsað kosningaúrslitin. Bhutto vísaði þeirri fullyrðingu algjöriegá á bug, en nú hefur hann ákveðið að ræða við and- stæðinga sína. Ekki hefur neinn tími verið ákveðinn, en hann ákveður Bhutto. Foringi stjórnarandstöðunnar, Qayyum Khan, segir að Saudi Arabía hafi lagt sitt af mörkum til að þessi ákvörðun yrði tekin. Leiðtogar þess lands hafi gengið á milli aðila með sáttatilboð. 0mí ■*- ■-■■-— Ali Bhutto forsætisráðherra Pakistan var sakaður um að hafa falsað kosningaúrslitin í síðustu kosningu. Síðan hafa verið stöð- ugar óeirðir i landinu, en nú hafa stjórnarandstæðingar fallizt á að ræða málin. Æfingaskór, einnig enskir. Efnið er leður, stærðir 32—45 og verðið aðeins kr. 1.790-1.850. Það getur borgað sig svo um munar að verzla í D0MUS D0MUS Laugavegi 91 D0MUDEILD: Kjólar — mittisjakkar ledurkápur HERRADEILD: Mittisjakkar — skór — ledurjakkar TISKUMERSLUN FÓLKS ^ Á ÖLLUM >= >1LDRI S Bankaslrœfi 9 sími 11811 Opi&til kl. 7 íkvöld og hádegis á morgun Mólúkkamir slepptu öllum skólabömunum í nótt — skólastjórínn og fimm kennarar eru enn í haldi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.