Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977. Utvarp Sjónvarp íkvöld kl. 20,30: Prúðu leikararnir Drottning amerísku söngleikjanna gestur þáttarins Gestur Prúðu leikaranna i kvöld er söngkonan Ethel Merman. Hún er einhver frægasta söng- og dans- stjarnan frá fjórða áratugnum, en Ethel er fædd árið 1908 og því komin fast að sjötugu. Sagt er að tónskáldið George Gershwin hafi ráðlagt henni að fara aldrei í söngtima en hún gat sér einmitt einna mestrar frægðar við að syngja lög Gershwins, Cole Port- ers og Irving Berlin. Hún kom fyrst fram söngleikjum á Broadway og í fyrstu myndinni lék hún árið 1930, Follow the Leader. I kvikmyndahandbókinni okkar segir að Ethel Merman hafi aldrei notið sín til fulls í kvik- myndunum. Hún náði sér jafnan bezt á strik á sviðinu og eitt af hennar frægustu hlutverkum var í söngleiknum Call me Madam (1953) eftir Irving Berlin. Prúðu leikararnir eru á dag- skránni kl. 20.30. Þýðandi er Þrándur Thoroddsen. Þátturinn er sendur út í lit. -A.Bj. Sjónvarp íkvöld kl. 21,25 ogannað kvöld kl. 21,50: Böm leik- hússins M Sjónvarp Ethel Merman stendur enn fyrir sinu þótt hún verði sjötug á naesta ári ■ Geri aðrir betur. M jög f ræg f rönsk kvikmynd Nathalia er leikin af Maria Casarés. Leikhúslífið í París á árunum 1930-1940, ástir leikaranna og af- leiðingar þeirra er aðalþema kvik- myndarinnar sem sjónvarpið sýnir í kvöld og annað kvöld. Við upphaf myndarinnar er greint frá leikkonunni Garance sem er mjög fögur og á sér marga aðdáendur þó ófræg sé. Meðal þeirra karlmanna sem snúast í kring um Garance eru leikarinn Lemaitré, þjófurinn Lacenaire og Iátbragðsleikarinn Babtista. Hún er hrifnust af Babtista en hann er of feiminn til að færa sér það í nyt.Lemaitre nýtur góðs af því Garance hallar sér að honum í staðinn. Babtista sem verður mjög frægur beitir, sér fyrir því að Garance fær hlutverk í einni af' þeim sýningum, sem hann tekur þátt í. Greifinn af Montrey kemur að máli við hana á bak við tjöldin, en Garance vill ekkert með hann hafa. Seinna neyðist hún þó til þess að notfæra sér sambandið við hann. Nathalia, dóttir leikstjórans, verður ástfanginn af Babtista og reynir að fá hann til að gleyma Garance. Leikstjóri myndarinnar er Garance ásamt tveimur aðdáendum sinum. Leikhúsgestir. Marcel Carné, höfundur handrits Jaques Prévert og aðalhlutverk leika þau Arletty sem leikur Garance, Jean-Lous Barrault Ieikur Babtista, Pierre Brasseur leikur Lemaitre og Marcel Herrand sem leikur Lanceon- aire. Nathalia er leikin af Maria Casarés. í kvikmyndahandbókinni okkar er sagt að þessi mynd sé mjög fræg, bæði í heimalandi sínu og erlendis. Leikararnir eru sagðir frábærir og myndin í heild, þannig að menn ættu ekki að sitja hana af sér. Þýðandi er Dóra Hafsteins- dóttir. Sýningartími þess hlutans sem sýndur er í kvöld er ein klukkustund og þrjátíu og fimm mínútur, en þess hlutans, sem sýndur er annað kvöld, ein klukkustund og tuttugu og fimm mínútur. -D.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.