Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27, MAl 1977, 31 D 8 Utvarp Sjónvarp Útvarp kl. 13,15 á annan í hvrtasunnu: ORÐIÐ EFTIR KAJ MUNK ENDUR- FLUTT MEÐ GÖMLUM MEISTURUM Á annan í hvítasunnu kl. 13.15 er endurtekið leikrit á dagskrá útvarpsins. Er það nítján ára gömul upptaka á meistaraverki danska prestsins og skáldsins Kaj Munk í þýðingu Sigurjóns Guðjóns- ijíonar. Leikstjóri er Lárus Pálsson. „Orðið var sýnt hjá Leik- félagi Reykjavíkur árið 1942 og í þessari upptöku eru aðeins smávægilegar breytingar á hlutverkaskránni frá sýningu Leikfélagsins," sagði Klemenz Jónsson leiklistarstjóri út- varpsins í viðtali við DB. „Þetta er mjög merkileg upptaka fyrir margra hluta sakir. Margir af leikurunum, sem leika eru nú látnir eins og t.d. leikstjórinn, Lárus Pálsson.sem einnig fer með hlutverk í leiknum, Brynjólfur Jóhannesson sem fer með hlut- verk prestsins, Haraldur Björnsson sem leikur lækninn og Arndís Björnsdóttir sem fer að vísu aðeins með lítið hlut- verk. Valur Gíslason fer með eitt aðalhlutverkið, Mikkel Borgen, og var það fyrsta stórhlutverk hans á leiksviðinu. Helgi Skúlason leikur þarna eitt af sínum fyrstu hlutverk- um, kornungur. Herdís Þor- valdsdóttir fer með hlutverk Ingu sem Arndís Björnsdóttir lék í Iðnó. Leikritið Orðið fjallar um upprisuna og er eitt af fræg- ustu leikritum Kaj Munks. Flutningstími er tæpar tvær klukkustundir. Sýning Leikfélagsins á Orðinu þótti afskaplega vönduð og góð sýning. Fór Leikfélagið i eina af sínum fyrstu leikförum með Orðið til Akureyrar þar sem voru þrjár sýningar," sagði Klemenz. í sýningu Leikfélagsins fór Klemenz með sitt fyrsta hlut- verk en hann er einnig með í útvarpsleikritinu og leikur þar sitt gamla hlutverk. -A.Bj. Valur Gíslason í hlutverki Mikkels Borgen eldri og Jón Aðils í hlutverki Péturs skradd- ara í sýningu Leikfélagsins á Orðinu árið 1943. Þeir eru í sömu hlutverkunum í útvarps- upptökunni. Sjónvarp á annan í hvrtasunnu kl. 20,30: Loksins skemmtiþáttur með ABBA Unnendur popphljómlistar og þó sérstaklega hljómsveitarinnar ABBA hafa lengi beðið eftir að fá að sjá þessa vinsælu hljómsveit í sjónvarpinu. . Nú verður óskin uppfyllt á mánudagskvöld, en þá er fimmtíu mínútna skemmtiþáttur með hljóm- sveitinni á dagskrá sjónvarpsins. Þátturinn hefst að loknum fréttum kl. 20.30. Þátturinn er frá sænska sjónvarpinu og er sendur út í lit. -A.Bj. Útvarp á annan í hvítasunnu kl. 15,00: Fleiri fágætar plötur Svavar Gests leikur gamlar og fágætar plötur Á annan í hvítasunnu kl. 15.00 er Svavar Gests með þátt í útvarpinu sem hann kallar Fleiri fágætar plötur. Er það eins konar framhald af þætti sem Svavar var með á annan í páskum. Sá þáttur var tekinn saman í tilefni af aldarafmæli hljóðritunar og var m.a. rætt við Hauk Morthens sem verið hefur vinsæll söngvari í meira en aldarfjórðung. „Ég ætla að draga fram iplötur bæði erlendar og ís- lenzkar sem að mínu áliti eiga það skilið að falla undir þessa fyrirsögn," sagði Svavar í viðtali við DB. „Meðal annars mun ég leika fyrstu erlendu plötuna sem gefin var út með lagi úr söngleik, Indian Love Call, með Jeanette McDonald og Nelson Eddy. Einnig mun ég leika ein- hverja af fyrstu djassplötunum sem gefnar voru út í heiminum. The Original Dixieland Jazz- band nefnist hljómsveitin og fyrsta platan er frá árinu 1917. Jú, það eru alltaf gefnar út af og til nýjar útgáfur af þessum gömlu plötum," sagði Svavar Gests. Svavar hefur verið með létta og skemmtilega þætti á sunnudögum í vetur, a.m.k. af og til. Nú hefur hann tekið að sér umsjón þáttar sem verður eftir hádegið á laugardögum í sumar. t þættinum verður efni af léttu tagi og er ekki að efa að Svavari ferst það vel úr hendi. -A.Bj. sveitin í Lundúnum leikur með: Nello Santi stj. 20.40 Tveir til Grímseyjar og Bangsi með Höskuldur Skagfjörð segir frá ferð sinni í fyrrasumar. ✓ 21.10 Einleikur á orgel: Hans Gebhard prófessor frá Þýzkalandi leikur i Kirkju Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík 20. febL í vetur a. „Sjá, morgunstjarnan blikar blíð“, kóralfantasía eftir Bach. b. „Heilagur Franz prédikar fyrir fuglunum” eftir Liszt. c. Fantasía í f-moll (K618) eftir Mozart. 21.40 „Kvöld". smásaga eftir Ray Bradbury. Ásmundur Jónsson þýddi. Halla Guðmundsdóttir leikkona les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. (23.55 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. ^ Sjónvarp Sunnudagur 29. maí Hvítasunnudagur 17.00 Hvítasunnumessa í Bústaðakirkju. Prestur séra Ólafur Skúlason, dóm- prófastur. Kór safnaðarins syngur. Söngstjóri og organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 18.00 Stundin okkar. I síðustu Stundinni á þessu vori er mynd um Ragga, fjög- urra ára, sem fer í Sædýrasafnið, siðasta myndin um litlu svölurnar og saga Þóris S. Guðbergssonar um Tótu tikarspena með teikningum Baltasars og Kristjönu Sampers. Siðan er mynd um Davíð og Golíat, og að lokum er heimsókn í Dynheima, félagsheimili unglinga á Akureyri. Umsjónarmenn Hermann Ragnar Stefánsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristín Pálsdóttir. 19.05 Enske knattepymen. Kynnir Bjarni Felixson. Hló. 20.00 Fráttir, veður og dagskrárkynning. 20.20 Magnificat eftir J.S. Bach. Pólýfón- kórinn, kammerhljómsveit og ein- söngvarar flytja. Stjórnandi Ingólfur Guðbrandsson. Einsöngvarar Ann- Marie Connors, Elisabet Erlingsdóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Keith Lewis og Hjálmar Kjartansson. Konsertmeistari Rut Ingólfsdóttir. Frá hljómleikum í Háskólabíói á föstudaginn langa. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Talið er, að Bach hafi samið Magnifi- cat til flutnings i Leipzig á jólum 1723. Níu árum síðar umsamdi hann verkið og gerði á því ýmsar breytingar, og í þeirri mynd er það nú flutt. Magnifi- cat var þáttur i guðsþjónustunni á stórhátiðum kirkjuársins, jólum, páskum og hvitasunnu. 20.55 Hútbmndur Qfl JÚú.tL). Breskur myndaflokkur. Heimboð. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.45 Auðnir og óbvoaðir. Bresk fræðslu- mynd. Himaleja. Náttúrufræðingurinn Anthony Smith ferðast fótangandi um Himalajafjöll og kynnir sér náttúru- far og mannlif. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.15 Jane Eyre. Bandarísk biómynd frá árinu 194.4j. byggð á sögu eftir Char- lotte Bronté. Aðalhlutverk Joan Fon- taine og Orson Welles. Jane Eyre er munaðarlaus. Barn að aldri dvelst hún á heimili móðurbróður síns en þaðan fer hún á munaðarleysingjaskóla og er þar í 10 ár. Siðan gerist hún barn- fóstra á heimili hins dularfulla Rochester. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 23.45 Dagskrárlok. Mánudagur 30. maí Annar í hvítasunnu 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsinger og degskrá. 20.30 Abba (L). Stundarkorn með sænsku hljómsveitinni Abba, sem öðlaðist heimsfrægð árið 1974, er hún sigraði í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Þýðandi Óskar Ingimars- son. (Nordvision — Sænska sjónvarp- ið). 21.25 Blóðrautt sólarlag. Kvikmynd tekin á vegum Sjónvarpsins sumarið 1976. Frumsýning. Tvo góðkunningja hefur lengi dreymt um að fara saman í sumarfrí og komast burt frá hávaða og streitu borgarinnar. Þeir láta loks verða af þessu og halda til afskekkts veiðiþorps, sem var eitt sinn mikil sfldarverstöð. Þorpið er algerlega ein- angrað nema frá sjó, og því er lltil hætta á, að þeir verði ónáðaðir f frf- inu, en skömmu eftir lendingu taka óvænt atvik að gerast, og áður en varir standa þeir frammi fyrir atburðum, sem þá gat ekki órað fyrir. Handrit og leikstjórn Hrafn Gunn- laugsson. Aðalhlutverk: Róbert Arn- finnsson, Helgi Skúlason og Rúrik Haraldsson. Kvikmyndun Sigurliði Guðmundsson og Baldur Hrafnkell Jónsson. Hljóðupptaka Oddur Gúst- afsson og Marinó Ólafsson. Klipping Ragnheiður Valdimarsdóttir. Förðun Ragna Fossberg. Búningar Árný Guð mundsdóttir. Leikmunir Gunnlaugur Jónasson. Smfði Sigvaldi Eggertsson. Leikmynd Bjöm Björnsson. Tónlist Gunnar Þórðarson. Upptaka á tónlist Jónas R. Jónsson og Tony Cook. Aðstoð við upptöku Elsa F. Eðvarðs- dóttir. Stjörn upptöku Egill Eðvarðs- son. 22.35 fþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 23.05 Dagskrárfok. Útvarp á annan íhvrtasunnu kl. 16,55: Hin gömlu kynni BÓNDISEM TRl) IR A JÖRÐINA Þættir Valborgar Bents- dóttur Hin gömlu kynni hafa veriö á dagskrá útvarpsins í vetur og notið vinsælda, sér- staklega þó meðal eldra fólks. Hinn síðasti á þessum vetri verður á annan hvítasunnudag klukkan 16.55 og er ástæða til að vekja athygli á að flutnings- tími er annar en venjulega vegna helgarinnar. Við spurðum Valborgu að því hvað hún hygðist flytja I þættinum. Hún sagði að lesin yrði smásaga eftir Jón Dan sem héti Jörð í festum. Það væri anzi skemmtileg saga frá gamla tímanum um bónda nokkurii sem trúir á jörðina. Valborg kvaðst fegin því í aðra röndina að geta tekið sér f-rí í sumar, því að það væri ágætt að vera búin með þetta starf. Hins vegar sagði hún að ákaflega gaman væri að vinna við þetta því gamla fólkið sem helzt hlustar á þáttinn er mjög þakklátt og virðist smekkur þess vera nokkuð likur smekk hennar sjálfrar. Ekki sagðist Valborg vita hvort þátturinn yrði áfram á dagskrá í haust, það færi allt eftir heilsu sinni og smekk útvarpsráðs. -DS Kynning á sjónvarpsmyndinni Blóðrauöu sólarlagi eftirHrafnGunnlaugssonerábls. 15 Umsjón dagskrárkynninga: Anna Bjarnason og DóraStefánsdóttir í i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.