Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.06.1977, Qupperneq 1

Dagblaðið - 01.06.1977, Qupperneq 1
3. ÁRG. — MIÐVIKUDAGIIR X. júní 1977. — U8.TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 ~ AÐALSlMI 27022 Frelsið ríkir á Upptökuheimilinu í Kópavogi: Hópférð á útiskemmt- un á kostnað skatt- borgaranna Einn fluttur íböndum íbæinn en mættur aftur eystra daginn eftir UPPTÖKUHEIMILIÐ — umdeild stofnun — DB-mynd BB Meðal gesta á Hvítasunnu- mótinu á bökkum Þjórsár var heill flokkur unglinga sem allir teljast nú til heimilis á Upptökuheimili ríkisins í Kópa- vogi. Virðist för þess flokks til mótsins hafa verið skipulögð af yfirvöldum heimilisins og þannig hafa verið „á dagskrá heimilisfólks". Er það m.a. ráðið af því að heimilíð kostaði aðgangseyri flokksins sem til mótsins kom og var aðgangs- eyririnn, 2500 kr. á mann, greiddur með ávísun frá vist- heimilinu. Samkvæmt upplýsingum lög- gæzlumanna brá unglinga- hópurinn frá Upptökuheimil- inu ekki vana sínum, þá er austur á bakka Þjórsár var komið. Voru þeir í hópi þeirra er höfðu hvað mest vín um hönd og voru ýmsir úr hópnum teknir úr umferð og fluttir til Reykjavíkur. í þeim hópi var 14 ára stúlka frá heimilinu og lét hún svo ófriðlega að hafa varð á henni bönd á leiðinni suður. Að vanda. var stúlkan flutt af lögreglu til Upptökuheimilisins eftir skráningu á lögreglustöðinni. En hissa urðu löggæzlumenn er þeir sáu þessa sömu 14 ára gömlu stúlku aftur komna austur á bakka Þjórsár daginn eftir. Löggæzlumenn telja að fyrir löngu sé sýnt og sannað að opna heimilið í Kópavogi eigi ekki '.ilverurétt. Benda þeir á, auk dæmisins með stúlkuna sem áður getur, að þrír drengir frá heimilinu hafi frá því í haust til aprílloka orðið uppvísir að stuldi fimmtíu til sextíu bila og það sé eins og að bera vatn í tóma tunnu að taka þá við slíka iðju og skila þeim til heimilisins. ASt. Þeir hafa sólina fyrir austan núna —en rigningin á Reykjavíkursvæðinu hefur reyndar bjartar hliðar líka Allsherjar hreinsunarvikur eru haldnar um allt land, allir vilja hafa hreinlegast hjá sér og bæjar- og sveitarfélögin keppast um að snyrta og fegra umhverfið. Ekki dugir þá að hafa óhreina glugga. Stúlkan á myndinni leggur greinilega sinn skerf til að verzlunargluggar við Lauga- veginn séu sem hreinastir. Samkvæmt upplýsingum Páls Bergþórssonar veðurfræðings eru veðurfarsbreytingar ekki í nánd. Það verður áfram bjart og hlýtt á Norðurlandi, en skúrir sunnan- lands. „Það er gott að fá gróðrar- skúrir á þessum árstíma," sagði Páll. „Jörðin er þurr eftir veturinn og þetta veður kemur í veg fyrir að vatnið í Gvendar- brunnum haldi áfram að minnka." Það er þó altént eitthvað til að hugga sig við. 1 morgun var hiti vestanlands um 8 stig, en 12-14 stig á Norðaustur- landi, en þokusúld og 9-10 stiga hiti á Suðausturlandi. Þessi unga kona var að vinna við hreinsun á gluggum við Laugaveginn þegar ljósmyndarinn smellti af henni mynd. — DB-mynd Hörður. Björn Jónsson í morgun: Harðari aðgerðir ekki ólíklegar að loknum dagsverkföllunum—ekki búizt við að semjist um sérkröf ur iðnaðarmanna ídag „Mér þætti það ekki ólíklegt, ef ekkert breytist við samningaborðið. Þolinmæði okkar er mjög á þrotum," sagði Björn Jónsson forseti ASÍ í morgun, þegar hann var spurður hvort stefndi í harðari aðgerðir að loknum dagsverk- föllunum. „Þetta gengur hreint ekki vel,“ sagði Björn um samningana. „Það er að koma á daginn, sem við höfðum haldið fram frá upphafi, að sér- kröfurnar ættu að bíða, þar til búið væri að ganga frá aðal- málunum. Nú hefur allt farið í þrætur um sérkröfur, sem að okkar dómi eru minni háttar atriði. Þetta hefur tekið óhæfilegan tíma og miklu meiri en ef þær hefðu verið teknar fyrir í lokin. Við í aðal- samninganefndinni höfum verið boðaðir á fundi dag eftir dag án þess að við okkur væri rætt um það sem við viljum tala um. Eg er þó að vona að eftir daginn í dag verði yfir- gnæfandi meirihluti félaga í ASÍ búinn að ganga frá sér- kröfunum," sagði Björn, „meðal annars verzlunarmenn og iðjufélögin. Ég tel hins veg- . ar með ólíkindum, að búið verði að ganga frá sérkröfum iðnaðarmanna. Þeim ætti þá að ýta til hliðar en íaka þær fyrir í lokin, þegar aðalmálin eru búin Þá væri von til, að hægt yrði að ganga frá þeim á tiltölulega stuttum tíma.“ Björn sagði að nú væri rætt um hvað við tæki, þegar dagsverkföllunum lýkur. Sókn bættist í gær i raðir þeirra sem hafa samið um sér- kröfur innan 2,5% rammans. Tvö prósent fóru í starfsaldurs- hækkanir og 14% í minni háttar lagfæringar. -HH. A

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.