Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977. Stórauka þarf tækjabúnað almanna- vamanefnda og lögreglustjóma — Slysaæfingin á Norðurlandi leiddi í Ijös stóra galla á f jarskiptakerf inu Að lokinni stórslysaæfingu Almannavarna og Flugmála- stjórnar á Norðurlandi 21. maí sl. hefur komið i ljós að stór- auka þarf sambandsmöguleika almannavarnanefnda og lög- reglustjórna nteð bættum tækjabúnaði. Sjá þari lil þess aö radíóstöðvar Pósts og síma i héraði konti að fullum notum á hættutímum eða að afla sjálf- stæðra tækja. DB hafði samband við Guð- jón Petersen hjá Almannavörn- um ríkisins og sagði hann að vandamálið væri að ekki væri hægt að nýta þá möguleika sem fyrir hendi væru. T.d. væri ekki hægt að ná sambandi með talstöð í gegnuin Akureyri frá slysstað, eins og er hægt í gegn- um Gufunes. Guðjón sagði að bættur tækjabúnaður þyrfti ekki að verða mjög dýr. Ef fengnar væru góðar talstöðvar í hvert lögsagnarumdæmi yrðu það rúmlega tuttugu stöðvar og hver stöð kostar u.þ.b. 'A milljón, þannig að kostnaður vegna þeirra yrði á milli 10 og 11 milljónir. Að visu er fjárveit- ing ekki fyrir hendi í dag en ætti þó að vera viðráðanlegt verkefni á 2—3 árum. Vandamálið er að Almanna- varnir hafa orðið að leggja út fé vegna náttúruhamfara, t.d. á Kópaskeri og við Mývatn, en ekki fengið það frá ríkinu aftur. k’ramkvæmdir vegna tækjakaupa eru þvi skemmra komnar en ætlað var. Fjárveit- ingavaldið virðist aðeins greiða normalkostnað við almanna- varnir, en ekki vegna neyðar- varna. Það þyrfti því að vera til sjóður sem tæki toppa sem færu fram úr áður ákveðinni fjárveitingu. - JH Vitavarðarskiptí íGaltarvita: tíR HARKINU í KÓPAVOGI í ALGERA EINVERUNA — leigubflstjóri tekur við af Óskari Aðalsteini Fylgzt með þyrlunni á flugi. Frá vinstri er Kósa Jónsdóttir, kona nýja vitavarðarins með dóttur sína Grímu Sóley. Þá Hanna Jóhannsdóttir, kona Óskars Aðalsteins, Jón Þór Grímsson, Jóhann Þ. vilavörður frá Horni, sem kom við á Gelti á leið sinni með Óðni í frí. Loks nýi vitavörðurinn, Grimur Marinó Steindórsson. DB-myndir: Skúli Hjaltason, skipverji á Öðni. Þyrlan leggur af stað með eina trossu af búslóð Óskars Aðalsteins áleiðis til Óðins, sem er skipið hægra megin á myndinni. Hitt skipið er Ægir. Kyrrð, fámenni og náttúru- hljóðin ein eru hið daglega brauð í Galtarvita austan Súganda- fjarðar og skipakomur þangað teljast einnig til undantekninga. Breyting varð þó heldur betur þar á fyrir röskri viku þegar þangað komu tvö varðskip og fjöldi fölks auk þess sent þyrla var í stöðugu flugi milli vitans og skipanna í fleiri klukkustundir. Tilefnið var að þar voru að verða vitavarðarskipti. Óskar Aðalsteinn, vitavörður og rithöf- undur, hefur að undanförnu verið fjarr.i vitanum til lækninga og hefur kona hans, Hanna Jóhanns- dóttir séð um vitann á meðan. Nú er hins vegar seztur þar aö' leigubílstjóri úr Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni. Heitir hann Grímur Marinó Steindórsson og hefur áður leyst af við vitavörzlu. Óráðið er hversu lengi hann verður þarna en að sögn hans er þetta óviðjafnanleg hvíld frá amstri leiguakstursins. Skip geta ekki lagzt að landi við vitann, en varðskipið Oðinn hafði fengið það hlutverk aó skipta um vitaverðina. Ekki er þyrla um borð i Öðni svo varðskipið Ægir, sem var skammt frá með þvrlu um borð, var fengið til aðstoðar. Var hún í fjórar klukkustundir að ferja fólk og búslóðir milli Oðins og lands og gengu flutningarnir eins og i sögu. - G.S. Forsíðuviðtal við Berglindi og Bjöm Vigni, „úr einu íannað” Nýt þess að horfa á sjálfan mig leika, segir Jahn Ohlsson sem lék Emil í Kattholti. Viðtal við Elsu Magnúsdóttur, Ungfrú Útsýn 1977. Eyða, eyða, eyða. Lokakafli frásagnarinnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.