Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1977. Stóra stundin að renna upp: Meistarar, Evrópumeist- arar, já heimsmeistarar! — Stjörnulið Bobby Charlton á Laugardalsvelli í kvöld Það verdur knattspyrnuhátíð á Lauí;ardalsvelli í kvöld. Stjörnulið Bobb.v Charlton, sem á hefur að skipa þremur fyrrverandi heimsmeistur- um, sjö Évrópumeisturum, þar af þremur núverandi, ellefu enskum landsliðsmönnum, þremur skozkum og einum írskum, leikur þá við úr- valslið KSÍ. Leikurinn hefst ki. 20.30. Aldrei hefur fra'gari hópur knatt- spyrnumanna gist ísiand. Allt leik- menn í toppþjálfun — flestir með 1. deildarliðum enskum — eftir leik- tímabilið á Englandi, nema tveir þeir frægustu, Charlton-bræðurnir, Bobby og Jackie, sem fyrir nokkru hafa lagt skóna á hilluna, en þó báðir enn í fullu fjöri. Bobby Charlton ef til vill bezti knattspyrnumaður Englands gegnum árin en seint metinn heima f.vrir að fullum verðleikum, þar sem hann lék ekki „enska“ knattsp.vrnu með sínum hörðu tæklingum og návígum. Lét kniittinn vinna — sendingar hans svo nákvæmar, að samherjarnir þurftu ekkert fyrir knettinum að hafa. Skot hans fastari, én nokkurs annars ensks knatt- spyrnumanns. Enskir vissu raunveru- lega ekki hvern snilling þeir höfðu átt f.vrr en skipa þurfti autt sa'ti hans í landsliðinu. Það hefur enskum ekki enn tekizt. Bobb.v Charlton lék 106 landsleiki fyrir England og á þar markametið, 49 mörk. Knattsp.vrnu- maður, sem vann til allra hclztu verðlauna í knaltsp.vrnu. Heims- meistari — Evrópumeistari. Kjörinn knattspyrnumaður Evrópu og Englands. Enskur meistari. Bikar- ineistari. í gær bárust þær fréttir. að þrír af Evrópumeisturum Liverpool lékju í liði Charlton. Joey Jones, landsliðs- maður frá Wales, hefur bætzt i hópinn — og annar hakvörður frá Liverpool er einnig í hópnum. Alex Lindsey, fyrrum enskur landsliðs- maður. íslenzka liðið verður skipað sömu leikmönnum og valdir voru í lands- leikinn, sem vera átti gegn Færeyj- um, þó með þeirri breytingu, að Diðrik Ölafsson, markvörður Víkings, gegn úrvalsliði KSÍ Bobby Charlton — á Laugardalsvelli í kvöld ásamt félögum. kemur í stað Arna Stefánssonar, Fram, sem er meiddur. Aðrir leik- menn liðsins eru Sigurður Dagsson, Val, Olafur Sigurvinsson, ÍBV, Einar Þórhallsson, UBK, Jón Gunnlaugs- son, ÍA, Gísli Torfason, ÍBK, Viðar Halldórsson, FH, Hörður Hilmarsson, Val, Atli Eðvaldsson, Val, Árni Sveinsson, ÍA, Albert Guðmundsson, Val, Guðmundur Þorbjörnsson, Val, Ingi Björn Albertsson, Val, Kristinn Björnsson, ÍA, Karl Þórðarson, íA, og Ölafur Danivalsson, FH. Það þarf ekki að efa, að það verður skemmtileg knattspyrna, sem brezku snillingarnir sýna á Laugardalsvelli í kvöld. Leikmenn eins og Alan Ball, Tommy Smith, Ian Callaghan, Alex Stepney, Tony Dunne, Bobby Lennox, Brian Kidd, Ralph Coates, Peter Osgood kunna sitt fag — og þá verður ekki ónýtt að sjá „gíraffann" Jackie Charlton, einn sterkasta varn- armann, sem England hefur átt. Stuttar fréttir • A frjáLsíþróttamóti í Varsjáum helgina náði Malinowski, Pól- landi, frábærum tíma í 3000 m hlaupi 7:53.8 mín. og sigraði Mosyoki, Kenýa, 7:54.4 mín. og Gomes, Mexikó, 7:54.7 mín. Biel- czyk, Póilandi kastaði spjóti 86.12 m. Wszola, Póllandi, stökk 2.19 m í hástökki og Irena Szerwinska hljóp 200 m á 23.48 sek. A móti í Dortmund í V-Þýzkalandi hljóp Muster, Sviss, 200 m á 20.79 sek. Willi Wuelbeck, V- Þýzkalandi, hljóp 800 m á 1:47.95 mín. Gay Moreau, Belgíu, stökk 2.21 m i hástökki. • Sovétrikin áttu þrjá fyrstu menn samanlagt á Evrópumeist- aramótinu í fimleikum í Moskvu um helgina. Markelov sigraði með 57.8 stigum. Tkachov varð annar með 57.25 og Tikhonov þriðji með 56.85 stig. Stóraf rek Óskars og Hreinn aldrei betri —á EOP-mótinu á Melavelli í gærkvöld Öskar Jakobsson, ÍR-ingurinn tvitugi, vann eitt bezta afrek, sem svo ungur maður hefur unnið í kringlu- kasti, þegar hann kastaði 58,98 metra á EÓP-mótinu á Melavelli í gær. Bætli sinn bezta árangur úr 57.52 m. við erfiðar aðstæður, þegar allir aðrir keppendur i kringlukastinu voru tals- vert frá sínu bezta. Ekki þarf að efa, að þessi ungi piltur verður afreks- maður á heimsnuclikvarða kringlukastinu innan nokkurra ára. Þá varpaði Ilreinn Halldórsson, KR, kúlunni 20.52 metra á mótinu, þrátt fyrir, að mjög sleipt var í hringnum vegna rigningar. Það er fráhært afrek 1976 — og Hreinn hefur aldrei varpað betur ta'knilega séð, sagði Ólafur Unnsteinsson, þjálfari, eftir mótið. Hreinn átti mörg góð köst i keppn- inni, og er greinilega að ná sér mjög vel á strik á ný. Elías Sveinsson varð nar með 14.57 m. og hann varð einnig annar í kringlukastinu með 48.16 m. og Ólafur Unnsteinsson. 3ji með 37.02 m. 1 100 m. hlaupinu sigraði Björn Blöndal, KR, á 11.2 sek. og vann m.a. Sigurð Sigurðsson, Á, sem hljóp á 11,3 sek, i 110 m. grindahlaupi sigraði Sævar Þórðarson, IR, á 15,3 sek,. en Bjiirn fékk sama tíma. Friðrik Þór öskarsson, ÍR, sigraði i langstökki 6,94 in. og Lára Sveinsdóttir, Á. i langslökki kvenna 5.16. Ingunn Einarsdóttir, Hí, sigraði í 100 m. hlaupi á 12.4 sek. og bætti árungur sinn i kúluvarpi í 10,18 m. Þar sigraði Gunnþórunn Geirsdóttir, UBK, með 11,02 m. Þórdís Gísladóttir, IR, stökk 1.65 m. í „druliunni" á Melavelli .eins og áhorfandi komst að orði, og Guðm. Guðmundsson, FH, í hástökki jarl 1,90 m. Ragnhildur Pálsdóttir. KR, sigraði i 800 m. hlaupi á 2:27.8 min. og Agúst Ásgeirsson, ÍR, í 1500 m. hlaupi á 4:01.7 min. Þar setti Alberl lmsland Fylki, nýtt strákamet 4 :56.0 min. Kristinn Björnsson skorar fyrsta mark leiksins. Sendir knöttinn í autt 1 knöttinn mjög klaufalega fyrir fætur Kristins. Sigur Skaga glataðra mai — ÍA sigraði Fram 2-1 á Laugardals Akurnesingar yfirspiluðu Fram lengstum á Laugardalsvell- inum í 1. deild í gærkvöld, en tókst þó ekki að sigra nema 2-1. Meira að segja um tíma voru þeir í hættu að missa annað stigið í þessum leik marktækifæranna, þar sem Akurnesingar fóru oft mjög illa með tækifærin. Mis- notuðu meira að segja víta- spyrnu. Leikurinn var spennandi og opinn á rennblautum Laugar- dalsvellinum — og oft skemmti- leg knattspyrna, einkum af hálfu Akurnesinga. Þeir léku knatt- spyrnu — góða knattspyrnu. Það var ungi pilturinn Pétur Pétursson, sem hvað eftir ánnað sendi knöttinn yfir mark Fram í opnum færum framan af leikn- um. Meira að segja einn inni á markteig tókst honum ekki að skora — og svo gaf Þorbergur Atlason Skagamönnum mark. Missti knöttinn á 23. mín. beint fyrir fætur Kristins Björnssonar, sem gat ýtt knettinum í galtómt markið innan markteigs. Rétt á eftir missti Þorbergur knöttinn aftur. Nú fyrir fætur Jón Gunn- laugssonar, sem spyrnti framhjá opnu marki í þröngri stöðu. Eina færi Fram í hálfleiknum var í lokin, þegar Eggert Steingríms- son átti hörkuskot á mark eftir aukaspyrnu við vítateig, en Jón Þorbjörnsson varði glæsilega. Akurnesingar léku undan vindi í fyrri hálfleik — og þeir byrjuðu vel í þeim síðari. Á 58,mín. tapaði Jón Pétursson, miðvörður Fram, knettinum í návígi við Kristin, sem með harðfylgi brauzt í gegn og sendi knöttinn framhjá Þor- bergi, sem hljóp úr marki sínu. 2-0, og það virtist stefna í góðan sigur ÍA. En um miðjan hálfleik- inn hljóp allt í baklás hjá Skaga- mönnum. Leikmenn Fram hresst- ust mest vegna stórgóðs leiks Péturs Ormslev, langbezta manns Fram í leiknum, en panik varð í vörn Skagamanna. Kristinn Jörundsson, sem hafði komið inn sem varamaður, fékk knöttinn frír við mark lA, en spyrnti laust til Jóns Þorbjörnssonar. Rétt á eftir fékk Fram aukaspyrnu, sem. Ásgeir Elíasson tók vel. Sigur- bergur Sigsteinsson skallaði á mark, en Árni Sveinsson bjnrgaði Pétur Pétursson hinn sókndjarfi Skagamaður sækir aó marki Fram. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.