Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977. 13 Fram-markið eftir að Þorbergur Atlason, lengst til hægri, hafði misst DB-myjid Bjarnleifur. manna í leik rkt ækif æra! velli og hef ur tveggja stiga forustu Sigur Blika í Krikanum — Breiðablik sigraði FH 2-0 í Kaplakrika f 1. deild íslandsmótsins Höfuð leikmanna FH sigu enn á marklínu í horn. Eftir horn- spyrnuna átti Kristinn skalla í þverslá. Það hlaut að koma mark og í næsta upphlaupi skoraði Fram. Það var á 30 mín. Pétur sendi knöttinn mjög vel fyrir mark ÍA og Sumarliði Guðbjarts- son skallaði í mark án þess Jón Þorbjörnsson kæmi við vörnum. Var seinn niður í hornið, 2-1. En leikmönnum Fram tókst ekki að fylgja þessum góða kafla eftir og lokakaflann náðu Akur- nesingar aftur yfirhöndinni. Á 38. mín. bjargaði Rafn Rafnsson, bak- vörður, á marklínu Fram eftir spyrnu Péturs. Víti. Árni Sveins-' son tók það og spyrnti næstum beint á Þorberg, sem varði vel i horn. Eftir hornspyrnuna átti Árni hörkuskot neðst í markhorn- ið, en Þorbergur varði glæsilega — og á 42. mín. átti Árni stangar- skot. Það var eins og honum væri fyrirmunað að skora — eins og Pétri. Það var síðasta tækifærið í leiknum. Aðall Skagamanna er hve leik- menn liðsins eru jafnir og velleik- andi nær allir. Beztir meðal jafn- ingja fannst mér Jón Alfreðsson og Kristinn Björnsson. Hjá Fram bar Pétur af, en Ásgeir og Jón Pétursson eiga enn nokkuð í land eftir meiðslin, sem hafa þjakað þá. Rafn er efnilegur bakvörður, en vinstri bakvarðarstaðan leik- in á furðulegan hátt af fleiri en einum og- þar lak flest í gegn. Dómarinn Hreiðar Jónsson komst allvel frá leiknum. Aðalgalli hans að flauta of fljótt þannig, að liðið, sem braut af sér hagnaðist oft. Ekki beðið sekúndubrot til að sjá hvernig brotin þróast. Góð tæki- færi fóru forgörðum af þessum sökum hjá báðum liðum. hsím. FH tapaði sínum þriðja leik í. Kaplakrika í gærkvöld. Þá mætti FH liði Breiðabliks er tapað hafði tveimur siðustu leikjum sínum í 1. deild. Blikarnir sigruðu 2-0 — sanngjarn sigur er upp var staðið. En hve öðruvísi hefði ekki farið ef ieikmönnum FH hefði tekizt að nýta marktækifæri sín. Bæði voru leikmenn FH lánlausir — en þó sér í lagi klaufskir upp við mark andstæðinganna. Með þessum ósigri er staðan FH alvarleg — er nú í niunda sæti 1. deildar með aðeins þrjú stig — Blikarnir 5 stig. Já, sigur Blikanna var sann- gjarn er upp var staðið. En leik- menn FH voru sannarlega klaufskir — og alltof reiðubúnir að sætta sig við ósigur. Leikmenn F’H byrjuðu leikinn af krafti — og tókst að skapa sér ágæt marktæki- færi. En skot þeirra voru máttlítil og eins hittu leikmenn illa i ágætum tækifærum. Vörn Blikanna var þétt — og Ölafur Hákonarson traustur í marki. Smám saman náðu Blik- arnir betri tökum á leiknum án þess þó nokkurn tíma að skapa sér verulega góð marktækifæri. Leikmenn FH voru hins vegar aðgangsharðir við mark Blikanna — en ekki nógu — endahnútinn vantaði. Raunar virtist aðeins tíma- spursmál hvenær FH skoraði. — Það kom því eins og þruma' úr heiðskíru lofti er Breiðablik náði forustu — og markið verður ein- göngu að skrifast á Þorvald Þórðarson hinn unga markvörð FH. Valdimar Valdimarsson skaut að því er virtist meinlausu skoti af 20 metra færi — Þor- valdur gómaði knöttinn en missti hann mjög klaufalega undir sig og í gegn um klofið, 0-1. Eins og í fyrri leikjum FH dró þetta alveg úr eldmóði leikmanna — rétt eins og þeir virtust sætta sig við ósigur. Neistann vantaði — og sjálfstraustið. Breiðablik gekk á lagið — og þær fáu mínútur er voru til leikhlés voru Blikarnir meir með knöttinn. Þegar á 3. mínútu síðari hálfleiks jók Breiðablik forustu sina — Jón Orri Guðmundsson lék upp að endamörkum vinstra megin — gaf fyrir og þar var Ólafur Friðriksson sem sendi knöttinn i netið, 0-2. meir — þrátt fyrir að þeir væru meir með knöttinn sköpuðu Blik- arnir sér betri færi með skyndisókum og hefðu í raun átt að bæta við forustu sína. Þó voru FHingar þrívegis nærri að skora — einu sinni björguðu leikmenn Breiðabliks á línu. Annað skipti hitti Ólafur Danivalsson ekki knöttinn í góðu færi. Helgi Ragnarsson fór einnig illa með gott tækifæri. Allt bar að sama brunni. FH missti sannfæringu í leik sínum — vörn Blikanna var traust og Ólafur Hákonarson einnig. Blikarnir stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar. Fyrir FH — enn ósigur, enn glötuð tækifæri, enn misstu leikmenn of auðveldlega móðinn. Leikinn dæmdi Þorvarður Björnsson — vel. h.halls. Staðan íl.deild Urslit leikja i gærkvöld: Fram-Akranes 1-2 FH-Breióablik 0-2 Þór-Valur 0-2 ÍBV-KR frestað Staðan í 1. deild íslandsmótsins er nu: Akranes 6 5 0 1 9-4 10 Valur 6 4 0 2 10-8 8 Keflavík 5 3 1 1 10-7 7 Víkingur 4 1 3 0 3-2 5 Fram 6 2 1 3 9-8 5 Breiðablik 5 2 1 2 6-6 5 Þór 6 2 1 3 8-10 5 ÍBV 4 1 1 2 2-3 3 FH 6 1 1 4 4-9 3 KR 4 0 1 3 1-5 1 • Dynamo Dresden vann „tvöfalt" í austur-þýzku knatt-r spyrnunni. Sigraði Lokomotiv Leipzig í úrslitum bikarsins 3-1 á laugardag í Austur-Berlín. Leipzig-liðið leikur í Evrópu- keppni bikarhafa næsta leiktíma- bil. Dresden í Evrópubikarnum. • Manch. Utd. sigraði Celtic 2-1 í úrslitum strákamóts í knatt- spyrnu. sem lauk í Manchester á sunnudag. í keppninni um þriðja sætið vann Benfica Sparta, Rotterdam, 4-0. Meistarar Vals tóku tvö stig á Akureyri Þór tapaði sfnum fyrsta leik á Akureyri í 1. deild Islandsmótsins gegn Val, 0-2 íslandsmeistarar Vals sigruðu Þór 2-0 á Akureyri í 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu í gærkvöld. Þar með tapaði Þór sínum fyrsta leik fyrir norðan — hafði áður sigrað Akranes og gert jafntefli við Víking. Heldur var leikur liðanna tilþrifalítill. Vals- menn höfðu lengst af undirtökin í leiknum — en þeir þurftu þó tvö ódýr mörk til að tryggja sigur sinn. Valsmenn léku undan sterkum sunnankalda i fyrri hálfleik og sóttu stíft að marki Þórs. Sóknar- lotur Vals voru þó fremur til- viljanakenndar og bitlausar. Mikið var reynt að skjóta af löngu færi — en hitlni var slök. Þrátt fyrir það náðu Valsntenn forustu á 14. mínútu. Þá var Albert Guðmundsson að verki, honum sjálfum mest til undrunar, ákaflega ódýrt mark. Albert tók aukaspyrnu utan vítateigs vinstra megin. Hann sendi knöttinn að stönginni nær. Þar voru til varnar þeir Oddur Óskarsson og Sævar Jónatansson. Heldur var vörn þeirra frumleg — þeir stukku báðir frá knettinum Ragnari Þor- valdssyni markverði til mikillar furðu og í netinu hafnaði knöttur- inn, 1-0. Vafalítið hafa þeir félagar álitið knöttinn framhjá — annað væri með öllu óskiljanlegt. Ekki varð þessi óskabyrjun til að ýta við Valsmönnum. Þeir, sóttu — en heldur voru sóknarlot- ur þeirra máttlitlar. Þór náði hins vegar mjög góðri skyndisókn á 40. mínútu er endaði með þrumuskoti Jóns Lárussonar. En skot hans hafnaði í stöng. Valsmenn léku undan sunnan- strekkingskalda í fyrri hálfleik — og í leikhléi lægði svo ekki nutu leikmenn Þórs aðstoðar vindsins í síðari hálfleik. Rétt eins og í fyrri hálfleik fengu Valsmenn óskabyrjun í þeim síðari. — Aftur ódýrt mark. Ingi Björn Albertsson komst eínn inn fyrir staða vörn Þórs og skoraði 2-0. Aðeins þremur mínútum síðar voru leikmenn Þórs nálægt að minnka muninn en Sigurður Dagsson varði mjög vel skalla frá Jóni Lárussyni. Valsmenn sóttu heldur meir í síðari hálfleik en sókn þeirra var fremur bitlaus. Bezta tækifæri síðari hálfleiks fengu Þórsarar — Jón Lárusson komst í dauðafæri en skaut yfir. Leikmenn Þórs voru óheppnir að skora ekki í leiknum sem var ákaflega harður. Þeir fengu oftar tækifæri cn Valsmenn reyhdu mikið langskot er þeir voru víðs fjarri markinu. I lokin var tveimur leikmönnum vísað af leikvelli — þeim Guðmundi Þor- björnssyni og Gunnari Austfjörð en þeim lenti illa saman og létu hnefana tala sínu máli. Þrir leik- menn Þórs fengu gula spjaldið — og Hörður Hilmarsson hjá Val. Leikinn dætndi Kjartan Olafs- son — og fórst honum það vel út' hendi. St.A. Wales þaggaði niður í enska Ijóninu! Litla Wales þaggaði niður í enska ljóninu á Wembley í gær- kvöld. Já, Wales dró tennurnar úr enska ljóninu og sigraði 1-0 á Wembley í gærkvöld. Fyrsti sigur Wales á Wembley í sögunni. Tólf sinnum höfðu þjóðirnar reynt með sér á Wcmbley — aldrei welskur sigur fyrr en í gærkvöld. Loks í þrettándu tilraun, 1-0. Sigur Wales á Wembley að viðstöddum tæplega 50 þúsund áhorfendum var síður en svo til- viljun. Það fór alls ekki á milli mála hvort liðið var sterkara sem heild. Kevin Keegan og félagar — stóru nöfnin hjá Englandi — voru yfirspilaðir af Wales í fyrri hálfleik. Eina mark leiksins kom á 45. mínútu — þá skoraði Leighton James úr vítaspyrnu. England sótti stíft í síðari hálfleik en vörn Wales var þétt fyrir og Dai Davies góður í marki Wales. Þó virtist sem England hefði átt að fá vítaspyrnu á 56. mínútu er Dai Davies brá Stuart Pearson innan vítateigs — en dómarinn veifaði áfram. W'alesbúum jókst sjálfstraust eftir því sem á leikinn leið. Þessi óvænti sigur þeirra á Wcmbley sannar enn að Wales hefur mjög frambærilegu liði á að skipa. Minnugir þess að nýlega sigruðu Walesbúar Evrópumeistara Tékka 3-0 í Wrexham. Já, Wales er greinilega að skipa sér á bekk meðal beztu knattspyrnuþjóða Evrópu. Staðan í brezku meistara- keppninni: Wales England Skotland N-Irland Víðir sigraði í Njarðvík Víðir sigraði Njarðvík 3-1 í Bikarkeppni KSÍ en leikurinn fór fram í Njarðvík. Víðir notfærði sér vel sín tækifæri í fyrri hálf- leik gegn roki og rigningu. Pálmi Einarsson skoraði þá tvívegis í lok fyrri hálfleiks. Tvívegis góð skot af 20 metra færi á einni og sömu mínútunni. Gísli Eyjólfsson bætti þriðja markinu við snemma í síðari hálf- leik fyrir Víði — en Stefán Jóns- son svaraði fyrir Njarðvík um iniðjan siðari hálfleik. -emm. Blazersjöfn- uðu metin Portland Trail Blazers sigruðu i fjórða leik sínum í keppninni um bandaríska meistaratitilinn í körfuknattleik. Portland Trail Blazers eigast við i úrslitum Philadelphia 76ers — og i gær- kvöld sigruðu Blazers í New York 130-98. Eftir leikina fjóra er staðan nú jöfn — hvort lið hefur sigrað tvivegis. Golfkynning og kennsla hjáGR Nú stendur yfir golfkynning hjá GR í Grafarholti. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér golf og la*ra undirstöðuatriði. Kvnningin fer fram eftir kl. 18 daglega na'stu 3 vikur og er án endurgjalds. 2 110 1-03 2 10 12-22 10 10 0-01 10 0 11-20

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.