Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 24
Chevrolet Nova ætlar aö veröa vinsælasti USA bíllinn hér íár: KAUPENDUR MUNU ÞÉNA UM 67 MILUÓNIR Á AÐ FLYTJA BÍLANA UM EVRÓPU Það sparar hverjum Chevrolet Nova kaupanda hér 120 til 180 þúsund krónur að bílarnir skuli vera fluttir frá Bandaríkjununt til Evrópu fyrst, og þaðan hingað, í stað þess að flytja þá beint hingað með Eimskip, sem er nær helmingi styttri vegalengd. Þessi tiltekni bíll er tekinn sem dæmi þar sem horfur eru á að hann verði vinsælasti, eða söluhæsti bandaríski bíllinn hér í ár. Er reiknað með að um 450 slíkir muni verða fluttir inn. Samanlagður sparnaður miðað við meðallag verður þá um 67 milljónir. Er blaðið forvitnaðist um hverju það sætti að bílarnir væru fluttir í gegnum Evrópu en ekki beint, sagði Bjarni Ólafsson, yfirmaður bíladeildar SÍS, að þannig gengi afgreiðsla fljótar og lægri flutnings- kostnaður miðað við Eimskip kæmi kaupendum til góða. Vegalengdin frá höfninni í Baltimore, sem er skammt frá bílaverksmiðjunum, og til Rott- erdam í Hollandi. þar sem umskipun fer fram, er um 3700 milur, þaðan til Reykjavíkur eru um 1200 milur, eða saman- lagt 4900 sjómílur. Vegálengdin frá Portsmouth beint til Reykjavíkur er hins- vegar 2667 mílur, eða nær helmingi styttri. Miðað við út- skipun þaðan er á það að líta að flytja þarf bílana talsverða vegalengd á stórum flutninga- vögnum frá verksmiðjunni að sjó, en í hinu dæminu vegur umskipunarkostnaður í Rotter- dam á móti að verulegu eða öllu Hluti af Chevrolet Nova sendingu sem var að koma tii landsins. Sl. föstudag voru 30 slíkir afgreiddir á einum degi en það er afgreiðsla upp á eitthvað um 90 milljónir. le.vti. Það var bílaárið ntikla, 1974, að talsvert öngþveiti skapaðist við að koma bílum hingað beint frá Bandaríkjunum vegna ónógrar flutningsgetu Eimskips á leiðinni, en það félag siglir eitt íslenzkra skipafélaga þar á milli. Að sögn Bjarna voru þeir bilar sem voru nýkomnir gjarnan teknir og aðrir látnir bíða í óheyrilega langan tima. Upp úr þessu var farið að kanna nýjar og greiðari leiðir og fékk bíladeild SlS aðild að flutningasamningum General Motors til Rotterdam fyrir tæpu ári. Þar á milli eru mjög tíðar ferðir og jafnframt milli íslands og Rotterdam. Er kostnaðarhliðin var reiknuð, kom hún einnig betur út. Frá Portsmouth til Reykja- víkur kostar nú 114 þús. að flytja Chevrolet Nova með DB-mynd: Ragnar Th. Eimskip. Frá Rotterdam til Reykjavíkur má áætla að verðið sé um 40 þúsund svo verðið frá Baltimore til Rotterdam er ein- hvers staðar innan við 74 þúsund. Nákvæmar tölur þá leið fengust ekki i gær. Þar sem tollar eru reiknaðir á kaupverð og flutningskostnað þýðir lægri flutningskostnaður meiri lækkun á bílaverðinu í heild en sem nemur mismuni á flutningsgjöldum. -GS. SUÐRISELDUR A UPPB0ÐI f ROTTERDAM í DAG íslenska flutningaskipið Suðri verður selt á nauðungaruppboði í Rotterdam í Hollandi í dag vegna gjaldfallinnar 950 þúsund dala (rúmlega 183 milljón króna) skuldar í brezkum banka. Samkvæmt upplýsingum sem DB aflaði sér i morgun hafa allar tilraunir lil að bjarga Suðra undan hamrinum reynzt árangurslausar, enda hefur út- gerðarmaður skipsins, Jón Franklín, ekki handbærar þær 183 milljónir sem skuldin nemur. Auk þeirrar upphæðar hefur bætzt við skuldina talsverður við- gerðarkostnaður og ýmiss annar kostnaður sem til hefur fallið síðan skipið var kyrrsett í Rotter- dam f.vrir fjórum mánuðum. Suðri fór frá Reykjavik til Hol- lands i byrjun janúar. Tólfta þess mánaðar gjaldféll um 26 milljón króna afborgun af skuld útgerðar- félags Suðra við bankann Williams & Glyn's Ltd. í Eng- landi, og var öll skuldin þar með gjaldfallin. Var skipið kyrrsett í Rotterdam-höfn í byrjun febrúar og krafizt greiðslu allrar skuldar- innar, 950 þúsund Bandaríkja- dala. Bankinn gerði m.a. þá kröfu að skipið yrði tekið í slipp og gert við það og það skoðað. Var það gert og komizt að samkomulagi um greiðslu skuldarinnar, að sögn umboðsmanna skipsins hér á sín- um tíma, en það samkomulag virðist hafa runnið út í sandinn með því að Suðri verður settur undir hamarinn í Rotterdam í dag. Suðri er metinn á 220-280 milljón íslenzkar krónur, skv. upplýsingum sem DB aflaði sér í morgun. OV. frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNl 1977. Upplagstölur dagblaðanna: DBogTíminn eru hnífjöfn Á Siglufirði er dreifing dag- blaðanna þessi: Morgunblaðið: 175 Dagblaðið: 130 Tíminn: 130 Þjóðviljinn: 85 Vísir: 75 Alþýðublaðið: 50 r Avísanirnar streyma inn — en grunaður þjdfur kominn til Svíþjdðar Ávísanaþjófs er nú leitað í Keflavík. Eru fram komnar fimm ávísanir úr stolnu hefti frá Utvegsbankanum í Keflavík. Ávísanirnar sem fram eru komnar eru sam- tals að upphæð nokkuð á ánnað hundrað þúsund krónur. Grunur leikur á að þjófurinnn sé sænskur maður sem verið hefur í Keflavík í vetur en er nú kominn til Svíþjóðar. Er nafn hans aftan á hinum stolnu ávísunum. Maður- inn sem átti heftið er stolið var hafði ekki saknað þess fyrr en lögreglan spurðist. fyrir um heftið hjá honum. Kom þá í ljós að hann hafði setið að sumbli með Svían- um á miðvikudag i síðustu viku. ASt. Lík f undið íSand- gerðishöfn Lík fannst í Sandgerðis- höfn í gærmorgun um klukkan fimm. Voru bátar þá að leggja á sjó og sáu sjómenn af báti líkið á milli' bátanna í höfninni. Líkið var illa farið og er nú til rannsóknar. Gétgátur eru uppi um að það kunni að vera af sjómanni frá Akur- eyri sem hvarf af báti í Sandgerðishöfn 19. marz s.l. Hefur nokkuð verið um það mál rætt í Dagblaðinu. ASt. Bíllinn féll á höf uð mannsins Nitján ára maður rneidd- ist illa á mótinu við Þjórs- árbrú seint á laugardags- kvöld. Var hann að gera við bil sinn. hafði lyft honum á „tjakk" og lá undir bílnum er liann féll niður. Hlaut maðurinn slæni meiðsli á höfði. var talinn höfuðkúpu- brotinn. Var hann fyrst fluttur í sjúkrahúsið á Sel- fossi en síðan i Borgarspital- ann í Revkjavik. ASt. Blaðsölukeppni hefst hjá Dagblaðinu ídag: Bankainnistæður og Tinnabaukar eru í verðlaun — líka möguleikar á happdrættisvinningum Það hljóp heldur betur á snærið i gær hjá sölubörnum sem selja Dagblaðið í gær, því þá var ákveðið á efna til sölukeppni sem hefst í dag. Mörg þúsund krónur á bankabókum eru í vinninga auk Tinnabauka sem fylgja munu hverri bók svo hægt sé að safna áfram i hana. Auk þessa verður happdrætti í sambandi við keppnina og eiga allir gildir keppendur því von á enn frekari verðlaunum eða vinningum. Keppnisreglur eru einfaldar og rækilega úrsk\ rðar á afgreiðslu DB að Þverholti 2. Þeir sem ekki geta byrjað i dag, geta komið seinna þvi keppnin mun standa nokkurn tíma. m

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.