Dagblaðið - 02.06.1977, Side 11

Dagblaðið - 02.06.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JtJNÍ 1977. Maðurinn, sem „Kanaríeyjar eru síðasta nýlenda Spán- verja í Afríku. Við berjumst nú vopnaðri baráttu fyrir frelsuri þeirra.“ — Þetta segir Antonio Cubillo, 46 ára gamall fyrrverandi Kanaríeyjabúi og lögfræðingur. Hann er yfir- maður hreyfingarinnar, sem krefst þess að Kanaríeyjar fái sjálfstæði og eigin land- stjórn. Eyjaskeggjar þekkja Cubillo orðið allvel af klukkustundarlöngum útvarpsþáttum sem sendir eru frá Alsír. Þar á flokkur hans skjól og Alsírstjórn sér honum fyrir fjárhags- legum stuðningi. — Cubillo nýtur reyndar ekki almennrar hylli íbúa þessa litla eyja- klasa í Atlantshafi, sem er íslendingum að góðu kunnur sem hressingarhæli á löngum vetrum. Tenerifeflugslysið var óbeint Cabillo að kenna Frelsishreyfing Cubillos hóf „vopnaða baráttu" 1 nóvember síðastliðnum. Síðan þá hafa 24 sprengjur sprungið hér og þar á eyjunum, til að vekja athygli umheimsins á málstaðnum. 28. marz síðastliðinn vakti baráttan athygli, svo að um munaði. Þá komu stuðningsmenn Cubillos sprengju fyrir á Las Palmas- flugvelli. Sú sprengja varð óbeint til þess að tvær risaþotur rákustáá Tenerife-flugvellisem er mesta flugslys, sem orðið hcfur hingað til. — 575 manns létu lífið. Þeir væru nú á lífi hefðu þoturnar tvær ekki þurft að lenda á varaflugvellinum á Tenerife vegna sprengjuhót- unar manna Cubillos. Antonio Cubillo kvaðst vera sleginn vegna slyssins. Hann boðaði timabundið hlé á sprengingum „af virðingu við hina látnu“, eins og hann komst að orði. Jafnframt sendi hann Carter Bandaríkjaforseta og Júlíönu Hollandsdrottningu samúðarskeyti, þar sem hann harmaði að svo margir þegnarj þeirra hefðu látizt. En hann veittist einnig að spænsku ríkisstjórninni fyrir að halda áfram að hvetja ferðamenn til að dvelja á eyjunum. Auk þess boðaði hann að sprengjutil- ræðum skyldi haldið áfram. „Kanaríeyjar tilheyra Afríku menningar- og landfrœðilega“ „Guanche þjóðflokkurinn — hinir upprunalegu íbúar Kanaríeyja — er enn til sem slíkur, segir Cubillo. „Fólkið kom frá Norður-Afriku og þrátt fyrir að síðastliðnar fimm aldir hafi verið reynt að eyða menn- ingu þess, hefur það ekki tekizt. Menningarlega og land- fræðilega heyra Kanríeyjar Afriku til.“ Cubillo telur að þegar mark- inu sé náð munu eyjarnar kallast Guanche-lýðveldið. Þar verði vinstristjórn með for- seta og tveimur þingum þar sem fornir siðir verði lagðir til grundvallar. eyja hangir stór mynd af Che Guevara, sem svipar reyndar dálítið til Antonio Cubillo. Þá hangir uppi mynd af Karli Marx og önnur af Cubilio þar sem hann stendur við hliðina á Mao Tse-tung. Annars staðar má sjá fána hreyfingarinnar. Hann er þrílitur, hvítur, blár og gulur, með sjö stjörnum, sem mynda hring í miðjum fán- anum. Hver stjarna er tákn fyrir eina af eyjum Kanarieyja- klasans. Við hlið þessa fána er auður staður, sem ætlaður er fyrir fána Nelsons flota- Antonio CubiIIo: Leikur þjóðlög í útvarpsþætti sínum miiii þess sem hann kennir Kanaríeyjabúum að búa til bensínsprengjur og fieira þess háttar. Ágreiningur um fjölda stuðningsmanna MPAIAC Andstæðingar MPAIAC segja hreyfinguna eiga innan við 200 stuðningsmenn á Kanaríeyjunum sjálfum. Þeir eru einna helzt róttækir stúdentar, óánægðir fátækling- ar og fólk, sem orðið hefur fyrir skaða vegna hækkandi verðlags á lóðum og jörðum á eyjunum. Slíkar verðhækkanir verða óhjákvæmilega með ört vax- andi straumi ferðafólks. Cubillo mótmæltir þvi harð- lega að eiga ekki fleiri stuðningsmenn en tvö hundruð. Hann segir foringja í hreyfingu sinni vera svo marga. Eyjunum er skipt i svæði og á hverju þeirra starfa tveir hópar. Annar er eingöngu byggður upp sem stjórnmálasamtök — hinn sér um sprengjutilræðin. Jafnvel kommúnistar enn ASGEIR TÓMASSON ó móti sjólfstœðishreyf- mqunni '9' A Óbeint var hreyfing Cubilios, MPAIAC, völd að mesta flugslysi rákust saman á Tenerife-flugvelli. sem orðið hefur er tvær risaþotur Spilar þjóðlega tónlist og kennir bensínsprengjugerð Antonio Cubillo er horaður maður með þunnt skegg og dökkt, liðað hár. Oftast geng- ur hann í bláum fötum, svipuðum þeim, sem Kínverjar nota. Utvarpsþátt sinn kallar hann „Rödd frjálsra Kanarí- eyja“. I honum leikur uann þjóðlega tónlist milli þess sem hann gefur stuðningsmönnum sínum ráðleggingar um hvernig farið sé að við að búa til bensín- sprengjur og fleira í þeim dúr. Þá sendir hann jafnframt út aðvaranir til ferðamanna um að halda sig frá eyjunúm. „Haldi ferðafólk áfram að koma til Kanaríeyja, getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir það,“ varar Cubillo fólk við. „Þjóð þarf ekki á ferðamönnum að halda. Lítum aftur til stríðsáranna. Þá komu engir ferðamenn en samt lifði fólkið." Aðalstöðvar Hreyfingarinnar fyrir sjálfstjórn óháðra Kanri- eyja (MPAIAC) eru í lítilli tveggja herbergja skrifstofu Hún er á annarri hæð í húsi, sem stendur við smágötu í hafnarhverfi Algeirsborgar. A einum vegg skrifstofunnar foringja. Hann hangir i kirkju á Tenerifeeyju — á staðnum þar sem Nelson er saeður hafa beðið sinn eina ósigur I lifinu. Fjórir MPAIAC-menn reyndu að stela fána Nelsons á sínum tima en voru stöðvaðir á Tenerife-flugvelli. Þeir voru allir dæmdir til fangelsisvistar. Cubillo yfirgaf Kanarí- eyjarnar fyrir tuttugu árum. Þá var litið á hann sem vinstri- sinnaðan sjóréttarlögfræðing, sem hafði samúð með verkfalls- mönnum. Eftir að hafa út- varpað áróðri frá Alsír um nokkurt skeið ákvað hann í nóvember siðastliðnum að auka baráttuna. Suður-Afríka nýtur góðs af yfirróðum Spónverja Sprengjutilræðunum hefur verið beint að spænskum ferða- skrifstofum, fyrirtækjum, sem tengjast Spáni eða Marokkó á einhvern hátt og eignum Jjátt-. settra Spánverja. Þá hefur MPAIAC einnig lýst yfir ábyrgð vegna tveggja sprenginga í skrifstofu Suður- afriska flugfélagsins South African Airlines í höfuðborg- inni Las Palmas. Fari svo að Kanarieyjar verði sjálfstæðar verða Suður-Afríkumenn fyrir miklum skaða, þar eð eyjarnar eru nú mikilvægur millilendingarstaður fyrir flug- vélar þaðan. Sprengjan, sem sprakk á Las Palmasflugvelli daginn sem flugslysið á Tenerife varð, átti að vera hefnd fyrir dauða stuðningsmanns MPAIAC. Hann fór inn 1 herstöð og hugðist stela vopnum, en náðist og var skotinn. — Cubillo segir snænsku lög- regluna hafa drepið 27 af stuðningsmönnum sínum. flokkar Kanaríeyja hafa lýst yfir vanþóknun sinni á of- beldisstefnu MPAIAC hreyfingarinnar. Tvisvar sinn um hefur verið efnt til mót mælaaðgerða gegn sprenging- um á eyjunum og þar mátti jafnvel sjá gallharúa kommúnista meðal mótmæl- endanna. Einn af leiðtogum sósialista á Kanarieyjum fór nýlega tví- vegis yfir til Alsír til að reyna að fá stjórnvöld þar til að láta af stuðningi sínum við Cubillo og menn hans, eða að minnsta kosti að stöðva útvarpssending- arnar. Þessar ferðir voru farnar vegna þess að sósialistar óttast að aðgerðir MPAIAC skemmi fyrir þeim í kosningun- um sem haldnar verða 15. þessa mánaðar. En Alsírstjórn er á- kveðin í stuðningi sínum. Spán- verjar eru nú farnir að trufla útvarpssendingar Cubillos og neyða hann til að senda með annarri tíðni en áður. Alsírmenn enn reiðir vegna Spönsku Sahara Stuðningur Alsír við Cubillo á sér sínar skýringar. I nóvember 1975 skiptu Spánverjar Spönsku Shara milli Marokkó og Mauritaníu, en neituðu að ræða við Alsír- stjórn um hlutdeild af kökunni. Við þetta urðu Alsírmenn af miklum fosfatnámum i Sahara, sem þeir voru búnir að hlakka .til að taka við, er Spánverjar létu af yfirráðum sfnum i eyðimerkurrikinu. MPAIAC-hreyfingin hefur einnig stuðning Sambands Afrikuríkja á bak við sig. Lítil von um breytingar En á meðan Kanarieyjabúar sjálfir vilja lítið gera til að losna undan yfirráðum Spánar er ekki hægt að búast við því að Cubillo og mönnum hans verði mikið ágengt. Ferðamenn eru mikilvæg tekjulind fyrir þjóðina og á meðan jafnvel þeir láta sig sprengjutilræðin litlu skipta er ennþá síður von á breytingum. krefst sjátf- stæðis Kanarí-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.