Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.06.1977, Qupperneq 4

Dagblaðið - 07.06.1977, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1977 Fyrst virkjað—síðan rannsakað: Umfangsmiklar rannsóknir vegna hönnunargalla í Lagarfossvirkjun _ . _____ enn Byssur — skotf æri — Veiöistangir o.m.f I. jJPóstsendum — Viðgerðaþjónusta SPORTmagasínið GOÐABORG Grensásvegi 22 — Símar 81617-82125 Um miðjan mánuðinn hefjast tilraunir með iíkan af Lagarfoss- virkjun, sem verið hefur í smíð- um í Straumfræðistöðinni í Keldnaholti. Líkanið var smíðað svo rannsaka mætti hugsanleg áhrif hönnunargalla í virkjuninni á rennsli Lagarfljóts og lifríki þess. Þessi hönnunargalli, sem menn eru ekki sammála um hversu alvarlegur sé — er talinn vera yfirfallið á stíflunni, sem stendur hærra en náttúrlegur farvegur fijótsins gerði áður. Eftir að Lagarfossvirkjun var tekin í notkun fyrir liðlega tveimur árum varð mönnum ljós hættan á ýmsum umhverfisvanda- málum, sem virkjunin gæti haft í för með sér. Er nú í gangi umfangsmikil umhverfis- rannsókn á virkjunarsvæðinu og nágrenni fljótsins. Erumniður- stöður úr þeim rannsóknum eiga að liggja fyrir í sumar. Tilraunir Straumfræðistöðvarinnar verða gerðar jafnhliða. í yfirfallinu er ráðandi þversnið (þröskuldur) að minnsta kosti metra hærra en það var áður í fljótsbotninum. Hefur það haft í för með sér að vatns- borð Lagarfljóts fyrir ofan stíflu hefur hækkað nokkuð — nóg til að heimamenn tóku að óttast um lífríki vatnsins: laxinn og dún- og eggjatekjuna. Þá hefur aukið á vandann, að eftir að virkjunin var tekin í notkun var byggð brú yfir stífluna, og eru stólpar hennar taldir hamla eðlilegu vatns- rennsli. Upphaflega var gert ráð ■í.-ir.ifcHrri'.^ YFiRLITSMYND AF LAGARFOSSVIRKJUN LA6ARFLJÓT U«S<Kt»íí£W« það liggur þvert á meginstraum- stefnuna," sagði Guttormur þegar fréttamaðurDB ræddi við hann. „Það sama er að segja um brúar- stólpana, þeir eru ekki byggðir með tilliti til straumstefnu. Vatnið beygir í næstum níutiu gráður á yfirfallinu og síðan aftur nær níutíu gráður. Þarna hamla stólparnir gegnumrennslinu, og raunar virkar byggingarlagið í heild hamlandi. Það getur haft sín áhrif á lífríki vatnsins, þótt ég vilji ekkert um það fullyrða. Björn Erlendsson tækni- fræðingur, sem haft hefur um- sjón með smíði líkansins af Lagarfossvirkjun, sagði í samtali við fréttamann blaðsins, að markmið líkanstilraunanna, sem hefjast ættu um miðjan júní, væri að kanna hvort yfirfallið kæmi til með að valda tregðu á rennsli, þannig að vatnshæð yrði of mikil inn eftir dalnum í miklum flóðum. Yfirvallið væri byggt nær þvert á farveginn og ráðandi þversnið í hinum nýja farvegi væri hærra en náttúrlegur far- vegur hefði verið áður. „Tilraunirnar verða gerðar þannig, að athugað verður hvernig farvegurinn var áður, hvernig hann er nú, og í hverju breytingin er fólgin. Þannig komumst við að kjarna þess vanda, sem talað er um,“ sagði Björn Erlendsson. Það var Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, sem annaðist hönnun mannvirkja og verkfræðiþjónustu virkjunar- innar. DB leitaði þar upplýsinga hjá Sigurjóni Helgasyni verk- fræðingi sem sagði að líkans- tilraunirnar væru liður í umhverfisrannsókn við fljótið, er staðið hefði í 1-2 ár. ,,Það hefur komið upp viss röðugleiki á að ákvarða vatnshæð og rennsli,“ sagði Sigurjón, „enda er nær útilokað í þessu tilfelli að ákvarða það með reikningslegum aðferðum." Sagði hann að krafizt væri óvenju nákvæmra vatns- mælinga og ylti þar á sentimetrum, sem gætu haft mik- ið að segja fyrir lífríki vatnsins. „Ég spái engu um útkomu þessara athugana," sagði Sigurjón Helga- son, „niðurstöður þessara rannsókna ættu að liggja fyrir í sumar.“ Sú spurning vaknar, hvort ekki sé óeðlilegt að gera líkan nýrrar virkjunar eftir að hún er byggð. Straumfræðistöðin var ekki til þegar hafizt var handa um virkjun Lagarfoss, en líkan Búr- fellsvirkjunar hafði verið smíðað í Noregi. Hönnun Lagarfoss- virkjunar var því ekki byggð á tilraunum, heldur með „reikningslegum aðferðum.'1 Sigurjón Helgason segir það ekki vera skoðun Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, að þau hönnunaratriði sem vikið hefur verið að séu gailar á virkjuninni. Sagði hann að enginn hefði hreyft mótmælum áður en virkjunin var byggð, og hefði þó verið gerð full grein fyrir vatnsborðhækkuninni. „Það lá alltaf ljóst fyrir að þarna þurfti að byggja vatnsmiðlun," sagði hann. „Það var ekki fyrr en eftir að þessum framkvæmdum var lokið að nefnd heimamanna mótmælti umfangi bygginganna og krafðist rannsóknar á hugsan- anlegum áhrifum virkjunarinnar á lífríki Lagarfljóts." -ÖV. fyrir svokölluðu „frjálsu yfir- falli", þ.e. engri brú við stífluna. Brúarstólparnir eru allt að helmingi lengri en venja er, og byggðir með það fyrir augum að hægt yrði að setja 1 þá stífluloka (sem gert var), en ekki með tilliti til straumstefnu, að sögn Guttorms Sigurbjarnasonar jarðfræðings, sem náið hefur fylgzt með rennsli fljótsins. „Yfirfallið er þannig byggt, að Bflamálarar Viljum ráða bilamálara eða menn vana bílamálun strax. Uppl. ísímum 35051 og85040 Vantar umboðsmann á Vopnafirði Upplýsingar í sfma 97-3188 Vopnafirði og 92-22078 Reykjavík mmiAÐw

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.