Dagblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNl 1977. 5 Svartolíunefnd lýkur velheppnuðum störfum: Fjórtán skip spara 15,5 milljónir á mánuði með notkun svartolíu Aðrir útgerðarmenn vilja ekki spara þó allt sé til reiðu í skipum þeirra til svartolíubrennslu í 15 skipum, fjórtán togurum auk Akraborgar, þar sem við- bætur hafa verið settar við skips- vélar svo að brenna megi svart- oliu í stað gasolíu, nemur verð- munur brennsluolíu samtals 15,5 milljónum króna á mánuði hverjum. Þessi sparnaður á elds- neytisnotkun kemur viðkomandi útgerðarmönnum eða útgerðar- félögum allur til góða. Hefur þessi sparnaður í sumum tilfell- um haft þau áhrif að útgerð hefur borið sig nokkurn veginn í stað þess að vera rekin með bullandi tapi. Svartolíunefnd sem stofnuð var 2.7. 1972 lauk störfum um sl. mánaðamót. Við starfi hennar tekur tæknideild Fiskifélags Is- lands. Hefur Ólafur Eiríksson tæknifræðingur verið ráðinn til deildarinnar vegna þessara breyt- inga. Hann hefur átt sæti í Svart- olíunefnd frá upphafi en for- maður SON frá upphafi hefur verið Gunnar Bjarnason fyrrum skólastjóri. I yfirliti sem SON hefur sent frá sér segir að eftirtalin skip hafi breytt frá gasolíubrennslu í svart- olíu fyrir tilstilli og undir eftirliti SON: Narfi Reykjavík, Rauði- núpur Raufarhöfn, Hvalbakur Stöðvarfirði, Vestmannaey Vest- mannaeyjum, Bjartur Neskaup- stað, Páll Pálsson Hnifsdal, Drangey Sauðárkróki, Arnar Skagaströnd, Ölafur Bekkur Ólafsfirði, Brettingur Vopnafirði, Ljósafell Fáskrúðsfirði, Akraborg Akranesi, Ver Akranesi, Karls- efni Reykjavík og Enge.v Reykja- vík. Þá var og breytt um eldsneyti á ljósavél Hvalbaks og reyndist það vel. Sparnaður af breytingunni fyrir minni togarana (t.d. þá japönsku, vélarstærð 2000 hö.) reyndist miðað við 1976 um 1 milljón króna á mánuði, eða 12 milljónir yfir árið. Innkaupsverð er um % hlutar af þessu, svo þjóðarbúið sparar um 8 millj. kr. á ári í erlendum gjaldeyri fyrir hvern minni togaranna sem brenna svartolíu. í greinargerð SON segir að sú svartolía sem hér er notuð sé blanda úr gasolíu og afgangsolíu sem rennur frá eimunarturni eftir að búið er að eima úr jarðolí- unni aðrar olíuvörur, s.s. dísilolíu, gasolíu, steinolíu, bensín o.fl. I svartolíunni hér er þáttur gasolíu um 38% og þáttur úrgangsolíu um 62%. Af þessu sé ljóst að óhugsandi sé annað en að svart- olía verði alltaf ódýrari en gas- olía. Um árabil hefur svartolíu- verð verið um 60% af verði gas- olíu með árstímabundnum sveifl- um.sem gert hafa að verkum að svartolíuverðið hefur verið allt frá 50% af verði gasolíu upp í 65% af verði gasolíu. Reynslan af brennslu svartolíu, sem nú spannar yfir nokkur ár, hefur leitt í ljós að slit í vélum hefur ekki aukizt við svartolíu- brennslu, þvert ofan i það sem haldið hefur verið fram af ýmsum andstæðingum svartoliu. Út- gerðarmenn eru sammála um að viðhaldskostnaður hafi ekki hækkað vegna svartolíubrennslu. SON er ekki kunnugt um neinar rekstrartruflanír af völd- um svartolíu í þeim skipum sem hafa verið á hennar vegum og telur ólíklegt að slíkt hafi getað hent án hennar vitundar. Ýmis svartolíukerfi eru til í togurum, sem ekki hafa verið á neinn hátt á vegum SON. Sum hafa aldrei verið notuð hver svo sem ástæðan er. Hefur SON boðið þjónustu sína til notkunar sumra þessara kerfa en boðinu ekki verið tekið, segir í greinargerðinni. - ASt. Brettingur frá Vopnafirði er einn togaranna, sem sparar sér milljón á mánuði með svartolíubrennslu. „Það er einstaklingurinn sem máli skiptir ekki f jöldinn” — Samtök manna með blóðsjúkdóma stof nuð Kr. 5980.- „Ástæðan til stofnunar þessa félagsskapar er að miklu leyti áskorun Alþjóða samtaka blæðingarsjúklinga (WFH). Sá félagsskapur hefur verið starf- andi i nær því tvo áratugi og hefur verið sýndur mikill áhugi á því að íslendingar gengju í hann. Tilgangur samtakanna er fyrst og fremst að stuðla að því að blæðingarsjúklingar fái hvar- vetna sem bezta meðferð og geti lifað eins eðlilegu og virku lífi og frekast er unnt," sagði Sigmund- ur Magnússon sérfræðingur i blóðsjúkdómum á Land- spítalanum. Sigmundur ásamt þeim Guð- mundi 1. Eyjólfssyni og Jóhanni L. Jónassyni hélt í gær blaða- mannafund um stofnun Islands- deildar blóðsjúkdómafélagsins. Undirbúningsfundur að þessari stofnun verður haldinn á fimmtudaginn í Domus Medica og hefst hann klukkan 20.30. Blóðsjúkdómar eru sem betur fer frekar sjaldgæfir hér á landi og eru ekki nema um það bil 50 manns sem þjást af þeim en eins og Sigmundur sagði skiptir hvern og einn þeirra eins miklu máli að fá lækningu eins og hvern og einn þeirra fjölmörgu sem þjást af gigt. Það er hver einstaklingur sem skiptir máli en ekki hversu margir eru með hvern sjúkdóm. Islandsdeildin gæti gert það að verkum að þessir sjúkdómar fá aukna athygli og læknar og annað hjúkrunarfólk verður að kynna sér þá. Miðstöð sem fólkið gæti leitað til er einnig nauðsynleg því nokkrar mínútur til eða frá geta skipt sköpum um það hvort mað- urinn lifir eða deyr eða hvort hann verður örkumla það sem hann á eftir. Sjúklingar og Þetta er ekki kvenmaður í tveimur pörtum, né heldur sama stúlkan í svona myndar- legri sveigju. En þessa skemmtilegu mynd tók Hörður Vilhjálmsson Ijósmyndari I)B í laugunum í gær, en þangað sóttu margir, enda skjól fyrir norðannepjunni. Sund- sprettur- inn dýr- ara verði keyptur Töluverð hækkun hefur orðið á aðgangseyri sundlauga. Einstakir miðar hafa hækkað mest, eða úr 100 kr. I 150 kr. Hins vegar kostar aðeins 90 kr. ef' keypt er kort með 10 miðum í. Langmestur hluti miða er keyptur á þann hátt «‘ða um 80%, að sögn Stefáns Kristjáns- sonar íþróttáfulltrúa. Það hefur verið stefna borgar- stjórnar undanfarið að fá u.þ.b. 60% kostnaðar vegna sundlaug- anna með aðgangseyn, en u.þ.b. 40% sem framlag borgar- sjóðs. Þegar þetta hlutfall fer að raskast verulega verður að hækka gjaldið. Barnamiðar kosta nú kr. 50 ef keyptir eru einstakir miðar, en 30 kr. ef keypt eru kort. JH Splunku- nýtt aðstandendur þeirra ættu því að drífa sig og ganga í þetta félag. -DS. Kr. 4950.- Lausarstööur Tvær kennarastöður, önnur í eðlisfræði en hin í islensku, við Menntaskólann í Kópavogi eru lausar tii umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 30. júni nk. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 2. júní 1977. Lausstaða Staða deildarstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu er laus til umsóknar. Við- skiptafræði- eða hagfræðimenntun nauðsynleg. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 5. júlí nk. Sjávarútvegsráðuneytið 3. júní 1977.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.