Dagblaðið - 07.06.1977, Page 6

Dagblaðið - 07.06.1977, Page 6
G DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977. Húseign óskast Óskum eftir kaupum á húseign allt aó 5000 fermetrum að stærð, á fokheldu byggingarstigi eða lengra kominni, til notkunar fyrir ríkisstofpanir. Tilboð með upplýsingum um stærð, söluverð og greiðsluskilmála óskast send skrifstofu vorri hið fyrsta. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Veiöileyfi Veiðileyfi til sölu í Flókadalsá í Skaga- firði. 3 stangir seldar saman, veiðileyfi og bátar. Sími 43474 og 85790 Reykjavík, og 22180 á Akureyri eftir kl. 18 næstu kvöld. Tónlistarkennari óskast Tónlistarskólinn á Dalvík óskar að ráða kennara fyrir komandi starfsár. Æskilegar kennslugreinar: blásturs- hljóðfæri, tónmennt og píanó. Nánari uppl. gefur Kári Gestsson í síma 96-61493. Kennarar Kennara vantar að Gagnfrœðaskólanum í Hveragerði. Aðalkennslugreinar: enska og raungreinar. Uppl. gefa formaður skólanefndar, Bjarni Eyvindsson, í síma 4200 eða 4153 og Valgarð Runólfsson skólastjóri í síma 4234 eða 4288. Skólanefnd Ölfusskólaiverfis Begin er bjartsýnn á að stjórnarmyndun takist hliðar/ Yadin formaður lýðræðislega umbðtaflokksins. Likudmenn krefjast skjótra svara frá honum um stjórnarmyndun. BEGIN FALIN STJÓRNARMYNDUN í DAG Ephraim Katzir, forseti ísraels, mun í dag boða Menachem Begin, leiðtoga Likudflokksins, á sinn fund og fela honum stjórnarmyndun. Begin og hjálparkokkar hans sögðust í gær vera þess fullvissir að þeim tækist á endanum að mynda meirihlutastjórn á ísraelska þinginu (Knesset). Þeir vonast samt ennþá til þess að ná samstarfi við Yigael Yadin, for- mann Lýðræðislega breytinga- flokksins, sem er nýr flokkur og fékk 15 þingsæti í kosningunum fyrir skömmu. Talsmenn Likudflokksins sögðu í gær að Begin vonaðist til þess að hafa lokið stjórnar- myndun í næstu viku og biðja þingið um traustsyfirlýsingu þeg- ar á eftir. Leiðtogar flokksins Cyrus Vance. Hugðist fyrst i stað heimsækja Kína fyrir árs- lok i ár. Nú hefur herlegheitun- um verið flýtt. Cyrus Vance heim- sækir Kína seinni hlutann Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandarikjanna býst við að heimsækja Kína i síðari hluta ágústinánaðar. Talsmaður utan- ríkisráðuneytisins, sem skýrði frá þessu i gærkvöld, sagði að endan- legur brottfarardagur hefði enn ekki verið ákveðinn. Hann vildi ekkert um það segja hvaða lönd önnur en Kína Vance myndi heimsækja. Utanríkisráðherrann hafði áður sagzt mundu fara til Kína seint á þessu ári. Engar skýringar voru í gær gefnar á því hvers vegna áætluninni hefði verið flýtt. Talsmaðurinn sagði aðeins að eins og samskiptum við Kina væri nú háttað, benti allt til þess að förin yrði farin síðari hlutann i ágúst. Síðasti bandaríski þjóðhöfðing- inn sem heimsótti Kína var Gerald Eord, þáverandi forseti. Hann var þar í desember 1975. í ágúst Nýja Sjáland: hafa lýst því yfir að þeir séu orðnir langeygir eftir svari frá Yadin um hvort hann vilji vera með í samsteypustjórninni og krefjast svars frá honum sem fyrst. — Nokkur skoðana- ágreiningur er milli flokkanna um landsvæði þau sem hertekin voru í sex daga stríðinu fyrir réttum tíu árum. Erlendar fréttir Bangladesh: 200 manns saknad — eftiraðferju hvolfdi Öttazt er að um 200 manns hafi drukknað er ferju hvolfdi i ánni Jamuna, skammt frá Dacca. höfuðborg Bangladesh. Blaðafregnir i morgun hermdu að meir en hundrað manns hefði verið bjargað strax eftir að slysið varð. Slys þetta átti sér stað um fimmtiu kílómetrum norð- vestan við Daeca í gær. Síðustu fréttir hermdu að aðeins hefði tekizt aó fiona lík fimm manns. Hátt á fjórða hundrað farþega var með ferjunni er henni hvolfdi. MYNDUM AÐ MILUÓNAVERDMÆTI ST0UÐ FRÁ LISTAVERKASALA Lögreglan á Nýja Sjálandi skýrði frá því í morgun, að málverkum að verðmæti 100.000 Nýja Sjálandsdollara (rúmlega 19.5 milljónir isl. króna) hefði verið stolið frá listaverkasala í borginni Auckland. Þar á meðal voru verk eftir Picasso. Monet. Degas og fleiri. Alls voru myndirnar sent hurfu fimmtán talsins. Þeim var stolið einhvern tíma um síðustu helgi. Lögreglan óttast að alþjóðlegur glæpahringur standi að þessunt stuldi. Það var góðkunningi lista- verkasalans. sent uppgötvaði þjófnaðinn. Sjálfur var hann i sumarfríi um helgina eti kunninginn hugðist banka upp á og heilsa gömlum vini. er hann sá verksummerki.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.