Dagblaðið - 07.06.1977, Page 8

Dagblaðið - 07.06.1977, Page 8
s DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JCNl 1977- Kvenkjólar stórar stærðir, verð frá kr. 5000.- ELÍZUBÚÐIN, Skipholti 5 Heildartilboð óskast í að reisa, gera tilbúna undir tréverk og fullgera að utan heilsugæslustöð o. fl. á Seyðisfirði. Verkinu skal að fullu lokið 1. des. 1979. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri og skrifstofu bæjarstjórans á Seyðisfirði gegn 20.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupa- stofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, þriðjudaginn 28. júní 1977, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Ckurfet cj fliefeík Hinar þekktu og vönduðu frönsku snyrtivörur frá CHARLES OF THE RITZ eru nú kynntar hérlendis. Snyrtisérfræðingur okkar verður til leiðbeiningar um rétt val snyrtivaranna í eftirtöldum verzlun- um: Verzl. Bylgja, Hamraborg 1, Kópavogi mánudag 6. júní, frá kl. 14-17.30 Laugavegs Apótek, snyrtivörudeild þriðjud. 7. júní, frá kl. 14-17.30 Ócúlus, Austurstræti 7 miðvikud. 8. júní, frá kl. 14-17.30 Snyrtivörubúðin Laugavegi 76 fimmtud. 9. júni, frá kl. 14-17.30 Glæsibæ, snyrtivörudeild föstud. 10. júní, frá kl. 14-17.30 „ÞETTA ER MJÖG SKIKKAN- LEGUR VINNUTÍMIEF VIÐ FENGJUM SÆMILEGT KAUP FYR8R HANN” — segjamennumyfirvinnubannið Langtfmaáhrif yfirvinnubannsins, hver eru þau? Það lék okkur DB-mönnum nokkur forvitni á að vita svo við heimsóttum nokkra vinnustaði og spurðum starfsfólk um skoðanir þess á þvíog stöðu samninganna ídag. „Menn skrimta einii/ern veginn“ í Kópavoginum hittum við þá Egil Arnason trcsmið og Slefán Magnússon nema í trésmi'o feir voru sammála um að vinnutíminn eftir bannið væri mjög ágætur en kaupið væri ekki að sama skapi gott. Vikulaunin hjá þeim hafa minnkað um þetta 8-9 þúsund krónur. — Og hvernig lifa menn af því? ,,0, ntenn skrimta einhvern veginn," sögðu þeir félagar „En það er ekkert að marka það eftir svona stuttan tíma.“ — Hvernig leggjast samning- arnir í ykkur? „Iila. Að öllum líkindum verður langt verkfall í sumar en þó má vera að skyndiaðgerðir og verkföll á einstaka stöðum ýti undir santningana. Tilboðin sem lögð hafa verið fram ennþá eru þó það slök að ekkert virðist miða i áttina." Stefán Magnússon og Egill Árnason í byggingavinnu. DB-myndir Bjarnleifur. „Kemur sér illa fyrir námsfólk“ Hjá Kirkjusandi H/F hittum við Sonju Óskarsdóttur náms- mann á vetrum en fiskvinnslu- kraft nú í sumar. Hún sagði að yfirvinnubannið kæmi sér ákaf- lega illa fyrir nátnsfólk þvi það yrði að lifa allan veturinn á Sonja Oskarsdóttir sumarvinnunni. Hún kvaðst fá 17 þúsund krónur á viku í kaup núna en henni var ekki kunnugt um hvað eftirvinnan hefði verið mikill hluti á meðan hún var. Ekki kvaðst hún hafa vit á samingsstöðunni. „Posslegur vinnutími og mó standa lengur“ A móti Sonju við borðið sat Oddný llólm Oddný Hóim. Álit hennar á yfir- vinnubanninu? „Það er fínt og ég vona að það standi lengur því þetta er pass- legur vinnutími, 8 tímar" Launin eru að vísu lægri munar um það bil 5 þúsundum á viku en það skiptir mig persónulega engu' máli.“ — Og samningarnir? „Mikil' ósköp hvað þeir ganga hægt. Aðgerðirnar sem gripið hefur verið til eru ekki nógu áhrifamiklar og ég er hrædd um að það verði langt verkfall í sumar. Aðgerðirnar sem núna eru í gangi eru búnar að standa svo lengi án sýnilegra áhrifa." „Forysta verkalýðsins er óiœf“ I Landssmiðjunni hittum við’ Sumarliða ísleifsson iðnnema. Hann kvaðst hafa verið í skóla í. vetur þannig að hann gerði sér ekki glögga grein fyrir þeim áhrifum, sem yfirvinnubannið hefði á pyngjuna. Þó sagðist hann sjá það í hendi sér að fólk hefði mun minni laun því yfirvinna væri aðeins unnin vegna þess að þörf væri fyrir peningana. Sumarliði isleifsson „Vfirvinnubannið er alveg fáránlegt," sagði Sumarliði. „Það getur hvort eð er ekki verið i gildi fyrir alla þjóðina Það er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum um það hvcM'su verkalýðsforustan er slöpp. Annað dæmi eru skæruað- gerðirnar sem gripið var til. Um leið og mótbárur komu frá at- vinnurekendum var þeim hætt. Aðgerðir i kjaramálum á ekki að auglýsa langt fyrirfram. Kkki var auglýst árið 1973 þegar visi- lölubæturnar voru afnumdar. Af hverju skyldum við auglýsa að- gerðir með löngum fyrirvara þeg- ar aðrir gera það ekki? Það sem gera þarf er að skipta um forustu í ASÍ. Þeir sem nú eru í henni gæta ekki hagsmuna verkalýðsins. Þeir eru að þessu fyrir sjálfa sig en ekki okkur þvi starfi þeirra fylgja margvísleg hlunnindi. Þeir koma örugglega ekki til með að standa við 110 þúsund króna kröfuna því þeir' hafa aldrei staðið við þær kröfur sem þeir hafa sett fram heldur samið eins og þeim sýnist. Löng verkföll breyta þar engu um.“ Róbert Einarsson. Róbert Einarsson plötusmiður starfar einnig hjá Landsmiðjunni. Hann kvaðst hafa unnið þá eftir- vinnu sem stóð til boða fyrir bannið og hefði kaupið hjá sér minnkað um ca 10 þúsund krónur á viku síðan. — Og til hvaða ráða er gripið til að láta enda ná saman? „Eg re.vni að láta þetta duga og það er hægt þvi konan mín vinnur úti líka. Launin min eru það lág að ekki væri hægt að lifa á þéím einum. Þegar búið er að taka af mér skatta og fæðiskostnað i vinnunni fæ ég þetta 7-10 þúsund krónur á viku. Það lifir víst enginn af því. Þetta væri hins vegar æski- legur vinnutimi ef maður fengi sæmilega borgað. Maður er þó ekki búinn að aðlaga sig því enn- þá að vinna svona stutt. Mér lizt ekkert á samningastöð- una. Þeir hljóta að semja ein- hvern timann en hvena-r það verður veit vist enginn. Aðgerðir þær sem gripið hefur verið til og nntn verða gripið til a'ttu þó ef til vill að ýta undir." |)S.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.