Dagblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977. 13 S2\ 1 3j Italir komnir til Helsinki — Þetta er þýðingarmesti leikur okkar það sem af er árinu, sagði Enzo Bearzot, þjálfari ít- alska landsliðsins, þegar hann kom ásamt 16 leikmönnum til Helsinki i gærkvöld. í dag mæta ítalir Finnum i Helsinki og sigri ítalir hafa möguleikar þeirra á að komast í lokakeppnina á Argen- tínu aukizt verulega. Finnar og ítalir eru í riðli ásamt Englend- ingum og Luxemburgarmönnum. Ítalir hafa þegar sigrað Englendinga — 2-0 í Róm. Síðast þegar Finnar mættu itölum skildu þjóðirnar jafnar, 0-0 á italíu. Það var í Evrópu- keppni landsliða og italir unnu mikinn heppnissigur í Helsinki þá. Að stofni verður ítalska liðið skipað léikmönnum úr liðum Torino og Juventus en þau höfðu gifurlega yfirburði yfir önnur lið á italíu þetta keppnistímabil. Englendingar hafa þegar lagt upp í ferðaiag til Suður-Ameríku þar sem þeir meðal annars munu mæta Argentínumönnum og Brasilíumönnum. Don Revie fór ekki með landsliðsmönnum sínum heldur hélt hann til Helsinki og fylgdist með leik itala og Finna. Víkingurmætir Knötturinn í neti Vals — Dlafur Danivalsson sem ber í stöng hefurskailað knöttinn í netið en markið var dæmt af. Aðeins mínútu síðar skoruou vaismenn sigurmark sitt. DB-mynd Bjarnleifur. Keflavík f kvöld Gæfan Val sannarlega fylgispök gegn FH! — íslandsmeistarar Vals sigruðu FH1-0 í 1. deild Islandsmótsins íslandsmeistarar Vals komust upp í annað sæti 1. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu er þeir sigruðu FH — neðsta liðið í 1. deild í gærkvöld, 1-0. Sigur meistara Vals var mikill heppnis- sigur — ef annað liðið var nær sigri þá var það lið FH. FH sýndi mun betri knattspyrnu en meist- arar Vals og voru leikmenn FH nokkrum sinnum nærri að skora. En inn vildi knötturinn ekki og Valur skoraði úr eina verulega marktækifæri sínu, 1-0. Gengi meistara Vals hefur verið mikið í síðustu leikjum. Eftir tvo ósigra í upphafi móts hafa fimm sigrar fylgt í kjölfarið. En í þessum sigrum hafa hamingjudísirnar sannarlega verið hliðhollar Val. Og lukkan er oft með hinum sterka, stendur einhvers staðar. Vörn Vals er þétt fyrir, markvarzla Sigurðar Dags- CS Brugge vill Guðmund — Það hefur borizt til min fyrir- spurn frá CS Brugge í Belgíu sem leikur í 1. deild. Mér er boðið út til æfinga og viðræðna við félagið, en ég er lítið spenntur fyrir þessu og hef að öllu óbreyttu ekki hug á að fara, sagði Guðmundur Þor- björnsson, hinn ungi miðherji Vals og landsliðsins. CS Brugge er frá samnefndri borg í Belgíu en þaðan eru einnig belgísku meistararnir, FC Brugge. Hefur CS Brugge staðið mjög í skugga meistaranna. Auk þess hefur enn eitt félag spurzt fyrir um Guðmund og Daninn Jack Johnson hefur reynt að setja sig í samband við Guðmund. Litlar líkur eru til að Guðmundur fari utan — að minnsta kosti þetta keppnistímabil nema þeim mun girnilegri tilboð berist þess- um unga og efnilega miðherja islenzka landsliðsins. -h. halls. sonar stórgóð — en ígærkvöld var sóknin ákaflega máttlítil og FH hafði öll völd á miðjunni. Valur hefur alls ekki náð að sýna þá glæsiknattspyrnu er þeir sýndu á síðastliðnu sumri. Knötturinn gengur ekki eins vel — leikmenn vilja hafa hann of lengi. Kantarnir eru ekki notaðir að sama skapi — og síðast en ekki sízt er knettinum ekki skilað eins vel úr vörn og þá. Tengiliðir Vals hafa alls ekki náð að byggja upp sþfl. Valur var með daufara móti í gærkvöld. í sóknina vantaði Guð- mund Þorbjörnsson er var í leik- banni. Ingi Björn lék því framar en oft áður og naut sín greinilega ekki sem skyldi. Sá eini sem lék af eðlilegri getu af framlínu- mönnum Vals var Atli Eðvalds- son. Þeir fáu samleikskaflar er sáust til Valsmanna í gærkvöld spunnust í kringum Atla — og hann var raunar upphafsmaður að marki Vals skömmu fyrir leiks- lok. Atli átti skot í stöng á 40. min. síðari hálfléiks. Knötturinn féll fyrir fætur Inga Björns sem ekki hitti knöttinn. En ungur nýliði Vals, unglingalandsliðsmaðurinn Jón Einarsson, kom þar að og skoraði sigurmark Vals með góðu skoti af stuttu færi, 1-0. Þetta tækifæri var raunar eina verulega hættulega marktækifæri Vals. FH hafði hins vegar undir- tökin lengst af í leiknum og hefði verðskuldað sigur. FH spilaði mjög vel úti á vellinum og nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum. Ólafur Danivalsson fekk mjög gott tækifæri i fyrri hálfleik er hann skaut yfir af aðeins átta metra færi. Janus Guðlaugsson átti hörkuskot úr vítateig sem Sigurður Dagsson varði mjög vel í horn. Þegar FH lék gegn kaldanum í síðari hálfleik héldu þeir einnig undirtökunum í leiknum. Vörnin var þétt — og miðjumennirnir höfðu ávallt undirtökin. Þannig á'tti Ólafur Danivalsson skot í þverslá á 20. mínútu. Raunar komu leikmenn FH knettinum i netið — aðeins mínútu áður en Valur skoraði. Knötturinn var gefinn fyrir mark Vals frá vinstri. Sigurður Dagsson og Janus Guðlaugsson stukku saman — knötturinn barst til Ölafs Danivalssonar,' sem skallaði í netið. En Eysteinn Guðmundsson dæmdi hindrun á Sigurð markvörð — og Valur slapp með skrekkinn. Aðeins mínútu síðar kom sigurmark Vals — já, slík er knattspyrnan. Alveg er það makalaust hvað FH hefur verið óheppið í leikjum sínum það sem af er. Liðið hefur aðeins hlotið þrjú stig úr leikjum sínum — 7. Gegn Víking og síðan sigur gegn ÍBV. FH lék áreiðan- lega sinn bezta leik það sem af er sumrinu ef undan er skilið leikurinn við Víking. Barátta var mjög góð — vörnin var mjög þétt. Þéttari en áður og í markinu stóð Þorvaldur Þórðarson, ungur nýliði og mikið efni. Hann stóð sig með mikilli prýði í gærkvöld. Miðjumenn FH höfðu ávallt undirtökin með Þóri Jónsson sem bezta mann. Þeir Janus Guðlaugs- son, Olafur Danivalsson og Pálmi Jónsson hættulegir framherjar; Pálmi, bróðir Þóris er aðeins 17 ára og geysilegt efni. Fljótur og harðskeyttur leikmaður. En Júgóslavía sigraði í fimm-iiða keppni er fram fór í Bjelovar í Júgósiavíu. Keppnin hefur staðið i sex daga með þátttöku nokkurra sterkustu þjóða heims i hand- knattleik. Sigurvegararnir úr B- keppninni í Austurríki, Svíþjóð, hafnaði i neðsta sæti, hlaut aðeins eitt stig úr fimm leikjum sínum. 1 síðustu umferð skildu Júgó- slavar og Olympíumeistarar Sovét jöfn — 17-17. Sovétmenn höfðu yfir í leikhléi 10-9. Ung-verjaland vann stórsigur á Póllandi 27-20 gæfan var ekki fylgispök FH í gærkvöld frekar en í fyrri leikjum í sumar, það hlýtur að breytast. Leikinn dæmdi Eysteinn Guð- mundsson. h. halls. Staðan í l.deild Staðan i t. deild islandsmótsins eftir sigur Vals gegn FH er nú: Akranes 7 5 11 10-5 11 Valur 7 5 0 2 11-8 10 Keflavík 6 4 11 11-7 9 Breiðablik 6 3 12 10-7 7 Víkingur 5 1 4 0 4-3 6 Fram 7 2 14 10-12 5 Þór 7 2 1 4 8-16 5 KR 5 113 7-53 ÍBV 5 113 2-4 3 FH 7 115 4-10 3 Markhæstu leikmenn íslands- mótsins cru: Ingi Björn Albertsson Val 5 Sumarliði Guðbjartsson Fram 5 Kristinn Björnsson ÍA 4 Pétur Pétursson ÍA 4 Heiðar Breiðf jörð Breiðabl. 3 Ólafur Danivalsson FH 3 eftir að hafa haft yfirburði í leik- hléi, 16-8. Þá léku Svíar við b-lið Júgóslavíu og skildu liðin jöfn, 16-16. Sviar höfðu vfir í leikhléi, 9-7. Júgóslavia — a-lið — var eina liðið er ekki bcið ósigur í mótinu en lokastaðan frá Bjelovar varð: Júgóslavia ö 3 2 0 118-98 8 Sovétríkin 5 3 1 1 108-95 7 Ungverjaland 5 3 1 1 114-105 . 7 Júgóslavía b 5 1 2 2 98-112 4 Pólland 5 1 1 3 95-108 3 Svíþjóð 5 0 1 4 96-108 1 Einn leikur fer fram i t. deild Íslandsmótsins i knattspyrnu i kvöld. Þá mætast Víkingur og Keflavík á Laugardalsvelli. Vík- ingar eru nú eina liðið sem ekki hefur beðið lægri hlut í 1. deild. En aðeins einn sigur svo vafalítið leggja Vikingar mikla áherzlu á sigur í kvöld. Keflvíkingar hafa komið mjög á óvart í 1. deild í sumar. Við litlu var búizt af liðinu í byrjun móts en hinir ungu leikmenn liðsins hafa afsannað allar hrakspár og ÍBK er nú ásamt ÍA búið að tapa fæstum stigum í 1. deild — aðeins þremur. Kristján í Víkíng Víking hefur borizt goour liðs- auki í handknattleiknum. Það er hinn ungi landsliðsmarkvörður Kristján ' Sigmundsson hefur gengið yfir í raðir Víkings. Kristján hefur Ieikið með Þrótti en eins og kunnugt er féll Þróttur í 2. deild nú í vor. Kristján er einn okkar efnilegasti markvörður og undir stjórn Janusz Czerwinski tók Kristján miklum framförum. Ekki er að efa að Kristján verður Viking mikill styrkur en markvarzla hefur einmitt háð Víking mjög síðastliðið keppnis- timabil. Víkingar hafa þá lagt fyrir tillögu til ársþings Hand- knattleikssambands íslands þar sem erlendum leikmönnum verði heimilað að leika með islenzkum félagsliðum. Kristján Sigmundsson — í Víking. Júgóslavar sigruðu í Bjelovar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.