Dagblaðið - 07.06.1977, Síða 24

Dagblaðið - 07.06.1977, Síða 24
Ríkis-tíkin aftur komin ísittbúr Afturhvarfið var jafn dularfullt og hvarfið Tikin. sem hvarf frá ríkis- búinu að Þonnóðsdal sl. föstudaK <>K l.vst var eftir í Uatiblaðinu í gær, er komin frani. Hún birtist á jafn dularfullan hátt og hún hvarf úr búri sinu nokkrunt klukkustundum eftir að Dagblaðið kom út í sær. Bú- stjórinn vatt sér frá milli klukkan 4 os 5 í særdas <>f> þá er hann kom heim aftur. var tíkin komin i l>úr sitt jafn hress os hún var er hún hvarf. Knsinn kann skýrinsu á hvarfi hennar né afturhvarfi. Vesna ónósra upplýsinsa til DB i sær var meira sert úr hættu sem al' tíkinni stafaði en efni standa til. Tíkin er meinlaus öllu t'ólki os hefur aldrei uert nokkrum manni mein. Kn hún er veiðitik <>s sem slík. getur hún verið hættules köttum og hvolpum við viss skilyrði. - ASt. Mannabfturinn í Fossvoginum í „stofufangelsi” —er ekki látinn af hendi við lögregluna og ekki hleypt út Fátt er tíðinda af tíkinni, sem beit póstfreyju og lögregluþjón við hús eitt í Fossvogi fyrir fvrri helgi nema hvað eigand- inn neitar að láta hana af hendi við lögregluna. Að sögn rannsóknarlögreglu- mannsins, sem fer með málið, má telja ósennilegt að saka- dómur úrskurði að tíkin skuli sótt inn á heimili eigandans, ef' eigandinn vill það ekki, jafnvel þótt hún teljist hættuleg um- hverfi sínu, eins og komið er á daginn. Úrskurður í svipuðu máli frá árinu 1975 liggur fyrir þar sem segir að hundurinn skuli ekki sóttur inn á heimili eigandans án samþykkis hans. Ekki er vitað til að tíkin hafi bitið fólk síðan umræddan dag, enda mun henni haldið alger- lega innandyra. Eins og sagði í frétt af þessu máli í DB í fyrri viku, hafði tíkin áður bitið stúlku. -G.S. Ekki til setunnar boðið í þessum kulda Kalt og napurt var i gær og það verði einnig í dag og jafn- veðurfræðingar búast við að vel á morgun líka. Næturfrost eru um allt land og hiti komst hæst í 3 stig í morgun í Kvigindisdal við Patreksfjörð og á Kirkjubæjarklaustri. Þessi gamli maður er sá eini sem treystir sér til að sitja úti á bekk þrátt fyrir sólskinið og hann er vel dúðaður svo ekki ætti honum að verða kalt. DB-mynd Hörður. á Enn sækja öldungamir M.H. útskrifar 51 stúdent úr öldungadeild Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð var slitið27. n*aí síðastliðinn. Tæplega 600 manns höfðu skráð sig til náms á síðastliðnu hausti en 420 þeirra þreyttu próf. Ljóst er að fólki i yngri aldursflokkunum er að fjölga í deiidinni og er nú megnið af fólkinu á aldrinum 21-30 ára en aldurslágmark í deildina er 21 ár. Aðsóknin að deildinni er sízt í rénun því á sjötta hundrað manns hefur sótt um skólavist fyrir næsta vetur. í þetta sinn voru útskrifaðir 51 stúdent, 32 konur og 19 karlar. Þetta er stærsti hópurinn sem enn hefur verið skrifaður út úr deildinni. Menn skiptust þannig eftir sviðum: félagssvið 26, náttúrusvið 12, nýmálasvið 12, fornmálasvið 1 og eðlissvið 1. Einn nemandi lauk prófi á tveim sviðum. Bezta árangri á stúdents- prófi náði Ragnheiður Ragnars- dóttir sem var á félagssviði. -DS. frfálst, úhád daqblað _ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNL1977. Cargolux fær fjórðu þotuna —ánúsjöstórar vöruflutningavélar Vöruflutningafiugtelagið Cargolux, sem Loftleiðir eiga þriðjung í, er að fá sína fjórðu Super DC-8-63 þotu um næstu mánaðamót, sem mun auka flutn- ingagetu félagsins til muna. Leigu/kaupsamningur hefur verið gerður um vélina, sem var í eigu bandaríska vöruflutninga- flugfélagsins Flying Tiger. Vél þessi er byggð sem vöruflutninga- vél eingöngu. í sumar, eins og áður, leigir Cargolux Loftleiðum eina DC-8 fyrir sumarumferðina og verður henni skilað í september. Verður Cargolux þá með sjö stórar eigin vélar í flutningum, því auk DC-8 þotnanna á félagið þrjár CL-44-j, sem Loftleiðir notuðu á sínum tlma til N-Atlantshafsflugsins. -G.S. Festust ídrullu á Kaldadal Skýli Slysavarnafélagsins á Kaldadal kom enn að góðum notum um helgina. Gátu þá tveir Þjóðverjar látið vita af sér í gegn- um talstöð skýlisins, að bíll þeirra væri fastur og kæmist ekki lengra. Tilkynntu þeir Gufunes- radíói um þetta, sem setti sig í samband við Slysavarnafélagið í Reykjavík. Þaðan var haft sam- band við björgunarsveitina Ok í Reykholtsdal sem hélt til móts við Þjóðverjana. Höfðu þeir lagt upp frá Húsa- felli, en eins og fleiri ekki áttað sig á holklakanum í jörðinni og sokkið í drulluna. Fyllsta ástæða er til að benda fólki á að reyna ekki að ferðast um hálendið ennþá þar sem klaki er enn svo mikill í jörðu. . BH Bandaríski sjáandinn við Kröflu: Telureina holuna lofa góðu Ekki er enn orðið opinbert hverjar niðurstöður bandaríska sjáandans og raunvísinda- konunnar urðu eftir könnun á Kröflusvæðinu fyrir skömmu, en konan fór aftur utan í síðustu viku. Starfsmenn við Kröflu urðu nánast ekkert varir við ferðir konunnar og vissu fæstir af henni. Hins vegar hleraði einn þeirra þar að hún teldi einá holuna lofa góðu án þess að hún tilgreindi megawött eða neitt frekar um ástand svæðisins. -G.S. UM13 ÞÚSUND MANNS LEGGJA NIÐUR VINNUÁNORÐURLANDIí DAG — Þórshafnarbiíar vinna áfram til að bjarga togaranum undan hamrinum Á svæðinu frá Hvammstanga til Raufarhafnar ríkir alls- herjarverkfall i dag og mun það ná til 12 til 13 þúsund manns, að þvi er Þorsteinn Jónatansson í miðstöð verkfallsvörzlunnar í Alþýðuhúsinu á Akure.vri tjáði hlaðinu í morgun. Obeðin veittu verkalýsðfélögin undanþágur til vinnu á spitölum. elliheimilum og við heimilishjálp aldraðra og fatiaðra, auk þess sem safna má mjólk i dag en ekki vinna hana. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar og stöðvast m.a. flug til Akureyrar, Húsavíkur og Sauðárkróks. Þótt aðeins sé um sólarhringsverkfall að ræða taldi Þorsteinn það þýðingarmikið, m.a. stöðvun SÍS verksmiðjanna á Akure.vri. Varðandi bráðabirgðasamninga á Þórshöfn, sem þýða að þar er unnið i dag, sagði Þorsteinn að verkalýðsfélögin litu á það með samúð. Þar væri spurningin upp á lif og dauða að bjarga togaranum Fonti undan hamrinum, en uppboð átti að fara fram á honunt innan tíðar. Verkalýðsleiðtogar væru hins vegar ekki hrifnir af þessu en hefðu ekki beitt Þórs- hafnarbúa neinum þrýstingi. 1 morgun virtist þátttaka i verk- fallinu á Akureyri alger. -G.S. Olöf Þráinsdóttir íslandsmeistari í kvennaflokki ískák Islandsmeistaramótinu i skák i kvennaflokki lauk síðastliðinn föstudag. Fjórar konur tefldu til úrslita og var tefld tvöföld umferð. í efsta sæti varð Ölöf Þráinsdóttir með 4>/4 vinning. Önnur varð tslandsmeistarinn frá i fyrra, Birna Norðdahl, með 4 vinninga. Þriðja varð Svana Samúelsdóttir með 2 vinninga og lestina rak Áslaug Kristinsdóttir með l'/. vinning. -DS

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.