Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 1
3. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1977 — 122. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11T AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI 27021 rí Utanríkisráðherra um komu EBE-manna ídag: ) i „Judd vill ræða fleira en físk- veidi en ég ekki" Reynir EBE við- skiptaþvinganir? „Það verða ekki neinir samningar um, að Bretar komi aftur inh fyrir," sagði Einar Agústsson utanríkisráðherra í morgun um væntanlega fundi með Gundelach, sendimanni Efnahagsbandalagsins. Ætlar EBE nú að beita viðskiptaþvingunum? spurðum við utanríkisráðherra. Hann sagði, að viðskipti íslendinga og bandalagsins yrðu rædd í sameiginlegri nefnd, sem Þórhallur Asgeirsson ráðuneytisstjóri hefði for- mennsku í. „Brezki aðstoðar- utanríkisráðherrann Judd vill ræða um fleira en fiskveiðimál, en það vil ég ekki," sagði Einar Agústsson. „Við hittumst eitthvað í kvöld, en aðalfundirnir verða á morgun. Þetta verða engir samningafundir. Þeir eru haldnir að ósk Efnahagsbanda- lagsmanna, sem vilja skýra sinn málstað. Judd verður ekki hér sem fulltrúi Bretastjórnar heldur Efnahagsbandalagsins. Við getum ekki bannað þeim að tala. Fyrir löngu var rætt um, að við værum tilbúnir að tala við þá. Ég skýrði utanríkis- nefnd frá fundunum í gær, og þar virtust menn ekkert haf a á móti þessum fundum. Ég lagði áherzlu' á, að ekkert yrði gert án þess að það yrði lagt fyrir Alþingi og utanríkisnefnd." Utanríkisráðherra sagði ac fiskvernd yrði aðalmálið. í forystu í sendinefnd EBE verða Gundelach, sem kemur með einkaþotu síðdegis í dag, og Judd, sem kemur um svipað leyti. -HH. Ekki verðúr sagt um þessi börn að þeim sé þræiað út. Krakkarnir voru á iabbi um miðbæinn i Keykjavík í gær ásamt fóstrum sínum. Svo Grein ídanska blaðinu Jyllandsposten: þegar þreytan tók að segja til sin var bara setzt niður undir húsvegg við Lækjargötuna — DB-mynd Hörður. ISLENZK BORN NOTUÐIÞRÆLAVINNU Hinn 24. maí sl. birtist grein i danska blaðinu Jyllandsposten, sem ber yfirskrif.tina: Börn á ís- landi notuð í þrælavinnu. í grein- inni segir síðan: „15 ára börn, sem vinna í frystihúsum frá kl. 8 á morgnana til kl. 7 á kvöldin eru rekin ef þau mæta ekki aftur til vinnu kl. 8 um kvöldið. Þetta er eins og tekið upp úr skáldsögu Charles Dickens, en ekki íslenzku nútímasamfélagi. Island er hið eina Norðurland- anna, sem ekki hefur bannað barnavinnu með lögum. Það er ekki óalgengt að börn á Íslandi vinni allt að 12—14 tíma á dag. Að því er formaður íslenzka Alþýðusambandsins, Björn Jóns- son, hefur sagt hefur það gerzt að atvinnurekendur hafa gengið svo nærri börnum með vinnu, að það hefur þurft að leggja þau inn á sjúkrahús. íslenzk lög frá 1966 settu það í verkahring barnaverndarnefndar að fylgjast með því ef börn væru misnotuð eða látin inna af hendi erfiða vinnu. En börnin eru eftir sem áður látin vinna vinnu sem er þrælavinna að mati verkalýðs- samtakanna." JH rr B0rn pálsland sat' til slavearbejde 'o Reykjavik, mandag Bem pá 15 ar, der arbejder i kelehuie fra kl. 8 om morgenen til kl. 10 om aftenen og aískedi- get, hvit de ikke mtder pa ar- be}de ljen kl. 20. Det lyder iom noget fra en Charlea Dickent roman, men det er virkelighed 1 dtt moder- ne Ulandike iumf und- laland er det eneata nordlike land, dar Ikke har et egentUgt lo vmaeatigt íorbud mod btrne- arbejdt. De t ar ikkt uaJjnÍndt- . llgt pá laland, at btm arbejder i op til 12-14 timer om dagen. Iftlge forrnanden for det li- landtke LO, Bjem Jonston, er det tket, at arbejdagivere er (aret ta hirdt írem mod btr- nearbejdeme, at de bar mattet indlseggei pi hoipital. En ialandak lov ira Ifltið pa- lsgger btTnevatmet at holde aje med, om btrn bliver mii- brugt eller akal udltre hardt arbejdt. Men btrnene bliver ailigevel aat tU, hvad íagbevae- gelsen kaldtr alavearbeide. (RB) Fariðaðtalaágrund- velli sátíanef ndar: Ríkisstjórnin ætlaraðhæta tryggingar Tryggingar verkafólks ættu að batna, samkvæmt yfirlýsingu ráð- herra í gær. Ætlunin er að losa 20 milljónir til þess, Samninga- fundir í gærkvöldi fóru fram á' grundvelli tillögu sáttanefndar, og voru menn nokkuð bjartsýnni. Það er talinn nokkur árangur, að aðilar skuli hafa sezt niður til að tala saman út frá umræðu- grundvelli sáttanefndar. Þetta' þýðir þó ekki, að grundvöllurinn verði endanleg niðurstaða. Hvor- ugur aðili hefur látið að því liggja, að hann samþykki grund- völlinn. ASl-menn vilja þó túlka þetta svo, að atvinnurekendur standi ekki lengur á síðasta til- boði sínu, sem var verulega fyrir neðan umræðugrundvöllinn. Út úr viðræðum við ríkisstjórn- na í gær kom, að söluskattur yrði felldur niður af samningsbundn- um tryggingum, sem atvinnurek- endur taka hjá tryggingafélögum fyrir launþega. En samsvarandi upphæð fari i að bæta trygging- ar^nar. Ekkert annað ákveðið kom út úr fundinum með ráðherrun- um í gær. ASÍ-menn segja, að á þeim fundi hafi komið í ljós, að atvinnurekendur hafi ekki haft neitt fyrir sér, þegar þeir töluðu um meiri aðgerðir ríkisstjórnar en áður höfðu komið fram. Samningamenn eru ósammála um, í hvaða röð málin skuli rædd næst. Nefndir hafa verið skipaðar til að finna út úr því. Vísitölu- málið var nokkuð rætt á fundum í gærkvöldi. - HH Sótti um styrk, —ogveittisér hann sjálfur! — baksíða Hlýtt ísólinni og .ognii.ii — en lofthitinn ekki nema 2 stigkl. 6 ímorgun „Það eru stillurnar sem villtu fyrir mönnum í morgun, þannig að það virtist miklu hlýrra en undanfarið. Það var ekki nema 2 stiga hiti i morgun kl. 6 í höfuðborginni," sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur í samtali við DB í morgun. Það er svo sem alveg sama af hverju manni finnst hlýtt, — aðalatriðið er að svo sé. Ekki var ský á himni í morgun og óvenju stillt og fagurt veður sunnanlands. Guðmundur vildi ekki lofa þessu góða veðri áfram nema næsta sólarhringinn. Öðru máli gegnir um veðrið á norðausturhorninu. Þar verður skýjað í dag og smáél. Á Akur- eyri var hiti um frostmark kl. 6 í morgun. - A.Bj. Jön G. Sólnes svarar Vilmundi — sja' kjallaragrein á bls. 10 —og VSImundur gerir athugasemd — sjábls.4

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.