Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 4
r v DA(JBLAíMÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JUNt 1977. Futttníar Sakadóms Reykjavíkur sækja ekki um nýju stöðumar Enginn hinna löglærðu fulltrúa við Sakadóm Reykja- víkur sótti um stöðu við rannsóknarlögreglu ríkisins. Umsóknarfrestur um störf við hið nýja embætti er nú runninn út. Velflestir rannsóknarlög- reglumenn í Reykjavík sóttu unt störf, enda beinlínis gert ráð fyrir flutningi þeirra milli embætta við þá nýskipun mála, sem fylgja hinu nýstofnaða embætti. Hallvarður Einvarðs- son, fyrrverandi vararíkissak- sóknari, hefur verið skipaður æðsti yfirmaður hinnar nýju rannsóknarlögreglu sem kunnugt er. Búizt var við þvi, að a.m.k. þrír fulltrúar við embætti Saka- dómarans í Reykjavík myndu sækia um stöður hjá rannsókn- arlögreglunni. Voru nefnd í því sambandi Þórir Oddson, Erla Jónsdóttir og örn Höskuldsson. Ekkert þeirra sótti sem fyrr segir. Sennilegt þykir að vegna stofnunar hins nýja embættis, verði fulltrúum Sakadóms Reykjavíkur fækkað um a.m.k. tvo til þrjá. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur ríkis- starfsmanna má flytja mann úr embætti ef honum er boðið annað sambærilegt eða betra, varðandi launakjör og stöðu. Með þvi að enginn fulltrúanna við Sakadóm sótti um stöðu við rannsóknarlögregluna er veitingavaldinu nokkur vandi á höndum. Dagblaðinu er kunnugt um að dómsmálaráðuneytið lcggur fast að áðurnefndum fulltrúum að gefa kost á sér við hið nýja embætti. Vmis atriði valda því að þeir eru tregir að gefa kost staðsetningu embættisins, á sér. Meðal þeirra má nefna' launakjör og íleira. ‘BS. Þórir Oddsson Erla Jónsdóttir örn Höskuldsson Unnið að endurnýjun gamalla mannvirkja ,,Hann lá nú á hliðinni allur meira eða minna ónýtur þegar við tókum við honum,“ sagði Magnús Björnsson yfirsmiður hjá Reykja- víkurborg i viðtali við DB er for- vitnazt var um söluturninn sem fyrirhugað er að setja upp á Lækjartorgi. Söluturninn er sá sem síðast stóð í fæti Arnarhóls- túnsins og allar „sjoppur" bæjar- ins heita eftir, þ.e. „söluturnar“. Magnús og menn hans hafa að undanförnu unnið að endurbygg- ingu turnsins en eru nú stopp þar sem þá skortir teikningar og upp- lýsingar um hvernig turninn var i smáatriðum. Helztu máttarstoð- irnar í turninum eru þær sem upprunalega voru þar en klæðn- ingin er að langmestu leyti ný svo og allar innréttingar. Næst liggur fyrir að klæða þak turnsins með blikki og setja efst á hann kúlu úr kopar. Um starf- semi i turninum á Lækjartorgi mun enn ekki að fullu afráðið, en rætt er um aðstöðu fyrir Ferða- málaráð til að veita upplýsingar til ferðamanna. Turnþak á aðveitustöðvar Flestir muna enn hinar stíl- fögru aðveitustöðvar Rafmagns- veitunnar i miðbæ Reykjavíkur, búið er að brjóta eina til grunna, þá er var við Kalkofnsveg, en stöðin við Lækjargötu og Vestur- götu munu standa áfram. Voru þessar þrjár stöðvar byggðar árið 1921. Inni í Ármúla á vinnusvæði Rafmagnsveitunnar er verið að smíða nýtt þak á eina aðveitustöð- ina, ,,Duus“-stöðina svonefndu neðst á Vesturgötunni. Forráðamenn borgarinnar munu hafa óskað eftir því að stöðvarnar væru látnar halda sér í sem mest óbreyttri mynd svo að þær mættu gleðja augu borgar- búa. -BH Magnús Björnsson yfirsmiður við þakskeggið á söluturninum. Þama fyrir innan er unnið að endurbyggingu lurnsins áður en hann kcmur niður á Lækjarlorg. (DB-myndir Ragnar) 254tölfræðilegir möguleikar línunnar nýttir á myndrænan máta Þakið á aðveitustödina „Duus“ bíður eftir að verða koparklætt. FRAKKAR ÆSTIRI LAXALÓNSHROGNIN Þrátt fyrir allt „japl, jaml og fuður“ um laxeldisstöð Skúla Pálssonar að Laxa- lóni, virðast hrogn laxeldis- stöðvarinnar góð söluvara. 14. maí sl. fékk Skúli Páls- son pöntun frá Frakklandi á 700 þúsund hrognseiðum. Kaupandinn var Cooper- ative Nationale Agricole De la Pisciculture. Söluverðið var 20 danskar krónur fyrir hver 1000 hrognseiði (cif). Heildarverðmæti pöntunar- innar var fsl. kr. 584.292.- Sendingin fór utan með Loftleiðavél 17. maí sl. Það var danskur umboðs- aðili sem var milligöngu- maður um þessa sölu. t pöntuninni sem barst Skúla Pálssyni í telexskeyti segir m.a. „Sendu regnboga- hrognseiðin til Cooperative í næstu viku ásamt heil- brigðisvottorðinu sem ég fékk afrit af í dag...“ í pöntuninni segir enn- fremur að nauðsynlegt sé að frönsku kaupendurnir fái þegar i stað að vita hversu mikið hrognseiðamagn þeir geti mögulega fengið. Þetta sýnir að Frakkar eru æstir i Laxalóns- hrognseiðin þrátt fyrir allt. DB hefur ljósrit af pöntun- inni, farmskrárskírteini og reikningi til kaupenda. ASt. Athugasemd frá Vilmundi Gylfasyni Undarlegur maður Jón G. Sólnes. 1 fréttaviðtali í DB á mánudag fjallar hann um viðskipti Kröflunefndar, Orkustofnunar og Bílaleigu Akur- eyrar, þau sem ég hafði fjallað um í föstudagskjallara rúmri viku áður. Sólnes gerir tvennt: Hann staðfestir upplýsingar mínar nákvæmlega, og eys síðan úr sér fúkyrðum. Þessar aðferðir dugðu efalitið lengi vel, en tímarnir skulu vera að breytast. Skattborg- arar landsins geta ekki þolað endalaust að slikum aðferðum sé beitt: viðskiptin við bílaleiguna eru aðeins enn ein rósin í mesta skandalafyrirtæki aldarinnar. arðlausri fjárfestingu sem þegar hefur kostað tíu ntilljarða. Það yrði samt sent áður þjóðinni hollt og til verulegs sparnaðar ef tvennt gerðist: .lón G. Sólnes lærði að skammast sin og að Alþingi stöðvaði hin villimannlegu fjárútlát við Kröflu og færi um leið ofan i saumana á bruðlinu þar i bráð og lengd. Vilmundur Gvlfason. Níels Hafstein sýnir í Gallert Suðurgötu 7 til 12. júní. Sýnir Níels skúlptúra og innrömmuð verk, sem mörg hver skiptast í einingar, þ.á m. er átta mynda sería sem fjallar um kerfis- bundna hreyfingu línunnar. Eru í seríunni nýttir tölfræðilegir möguleikar línunnar á mynd- rænan máta en þeir eru alls 254. önnur verk á sýningunni eru tengd andlitsformum í ýmsum tilbrigðum. Þetta er þriðja einkasýning Níelsar Hafstein. Sú fyrsta var I Gallerie Output I nóvember 1975, önnur í Galerie LOA i Haarlem f Hollandi í ársbyrjun. Þá hefur Níels tekið þátt í samsýningum með SUM og Myndhöggvara- félaginu. Sýningin í Galleri Suðurgötu 7 er opin virka daga kl. 16-22, en um helgar frá 14-22. -ÓV.,'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.