Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 7
Spænskir fangar íhungurverkfalli DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JUNl 1977. Tengdafaðir Sanjays Gandhi Forsíðuviðtal við Sigga Karls um hugdettur oghann sjálfan Viðtal við Reading-systkinin Hrollvekjunni haldið áfram á 20. síðu Dauðir tala ekki, nýspennandi njósnasaga eftirLeCarré Fórnardýr ræningjans, sakamálasaga Almenntr fangar i spænsKU fangeisi réðust á verði sína og flýðu upp á þak fangelsis síns fyrir tæpu ár — er þessi mynd var tekin. — Þar höfðust þeir við góða stund og hrópuðu ókvæðisorð að fanga- vörðum sinum. Þetta.gerðu fangarnir til að leggja áherzlu á kröfu sína um jafnrétti á við pólilíska fanga. t Samveldis- ráðstefnan hefstídag Málefni Ródesiu og annarra , ríkja í suðurhluta Afriku verða aðalmálin á samveldis- ráðstefnunni, sem hefst í London í dag. Hún er sú fjöi- mennasta, sem haldin hefur verið, — alls sitja hana fulltrú- ar frá þrjátíu ríkjum. Ráðstefn- an stendur yfir í átta daga. James Callaghan forsætisráð- herra Breta verður í forsæti. Tvö mál, sem nýlega komu upp eru þó talin eiga eftir að setja mestan svip á ráðstefnuna. Það er hótun Idi Antins forseta Uganda að koma þúsund almennu fangar sem dveljast nú í spænskum fang- elsum séu afleiðing kúgunar og stöðugrar auðmýkingar síðast- liðin fjöriítíu ár. Það hefur aukið til muna á óánægju almennra fanga, að ríkisstjórnin hefur að undan- förnu náðað pólitíska fanga. Þar á meðal eru nokkrir sem auk þess höfðu verið dæmdir fyrir morð. Málefni Ródesíu verða ofarlega á baugi —þá veröur einnig rætt um Seychelleyjar og komu Amins til Englands framdi sjálfsmorð Yfir tvö hundruð fangar í fjórum spænskum fangelsum eru nú í hungurverkfalli. Að sögn þeirra sem túlka málstað fanganna vilja þeir með því leggja áherzlu á kröfu sína um sakaruppgjöf fyrir allar teg- undir afbrota. Fangarnir hafa myndað þrýstihóp og gefið út tilkynn- ingu, þar sem segir að þeir tiu til Brellands og heilsa upp á ráðstefnugesti og byltingin á Seychelleyjum. Amin er sagður ætla að koma til Bretlands í dag eða á morgun. Bretar hafa ítrekaó að hann sé ekki velkominn þangað vegna rökstudds gruns um að hann hafi stundað fjöldamorð í Uganda á undanförnum árum. Ekki hefur verið upplýst til hvaða ráða skuli gripið, fari svo að Antin birtist á brezkri grund. Fulltrúar samveldisráðstefn- unnar eru velflestir komnir til London. I gær sóttu þeir guðs- þjónustu í St. Pauls kirkjunni. Meðal annarra kirkjugesta var Elisabet drottning. Guðsþjónusta þessi var liður í hátíðahöldunum i tilefni af þvi, að 25 ár eru liðin síðan hún tók við drottningarembættinu. Lögreglumenn í Dehli á Ind- landi sögðu í gærkvöld að allt benti til þess að tengdafaðir San- jays Gandhis, sem fannst skotinn á laugardag, hefði framið sjálfs- morð. Maðurinn, sem heitir T.S. Anand, fannst á akri nálægt hveitibúgarði sínunt í um 25 kíló- metra fjarlægð frá Dehli. Hann hafði fengið byssukúlu í höfuðið. Lögreglan taldi i fyrstu að hann hefði verð myrtur. Á blaðamannafundi í gærkvöld sagði talsmaður lögreglunnar hins vegar að þeir hefðu komizt yfir sönnunargögn sem bentu til þess að Anand hefði framið sjálfs- morð. 1 vasa hans fannst meðal annars miði sem á stóð að áhyggj- ur hans út af tengdasyni sínum væru orðnar honum óbærilegar. James Callaghan verður i forsæti á ráðstefnunni. AMIN FYRIR- FINNST EKKI Sagt er, að Idi Amin muni koma til Bretlands í dag eða á morgun, — sjóleiðina. Uganda- útvarpið sagði í gærkvöld frá því að forsetinn væri nú á fyrsta áfanga ferðarinnar í vin- veittu Arabaríki, sem ekki var nefnt frekar. Hann myndi síðan koma til Byetlands, annaðhvort frá Frakklandi, Vestur- Þýzkalandi eða Norður-lrlandi. Um allan heim velta menn því ákaft fyrir sér, hvað muni gerast næst í innreið Amins til fyrirheitna landsins. Sumir telja hann staddan í Lýbíu um þessar mundir. Aðrir eru þeirrar skoðunar að hann hafi aldrei farið af stað og geri nú grín að öllum látunum í kringum hótanir hans. Þeirri skoðun til stuðnings er bent á,; að ratsjár í Kenýa — nágranna- landi Uganda — náðu ekki merkjum frá neinni flugvél í landinu á þeim tíma, sem Ugandaútvarpið sagði að Amin hefði lagt af stað. Útvarpið í Uganda sagði í gærkvöld, að bátur biði tilbú- inn í vinveittu landi til að sigla með Amin yfir til Bretlands. Síðan myndi forsetinn ferðast landleiðina til London og sitja þar samveldisráðstefnuna og heilsa Elisabetu drottningu í tilefni þess að hún hefur setið í aldarfjörðung við völd.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.