Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNl 1977. 9' Ný stórverzlun opnar íStykkishólmi: HITINN VIÐ KULDAFRAM- LEIÐSLUNA NOTAÐUR TIL UPPHITUNAR HÚSSINS — sparnaður líklega um 100 þiís.á mánuði miðað við olíukyndingu Nýr vörumarkaður, er nefnist Hólmkjör, var opnaður í Stykkis- hólmi fyrir skömmu í nýju húsi sem samanlagt er um 1100 fer- metrar að gólffleti. Þar er m.a. verzlað með matvöru í miklum kæliborðum og einnig er frysti- geymsla í húsinu. Til að framleiða kuldann í borðin og geymsluna eru notaðir öflugir rafmótorar sem knýja sér- stakar pressur. Pressurnar gefa frá sér mikinn hita sem safnað er saman og notaður er til upphit- Drengirnir sem fengu Djargbeitin Gísli Jónsson og Berg- steinn Hjörleifsson en þeir eru dóttursynir Magnúsar Magnús- sonar skipstjóra. DB-mynd Ragnar Th. Gefur 110 þúsund ítilefni sjómannadagsins Markús Þorgeirsson fv. opinberlega á sjómannadaginn skipstjóri hefur ákveðið að gefa framangreint málefni. .jh. til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Hafnarfirði, sem nú er í byggingu, kr. 75 þús. Það er gert í minningu foreldra Markúsar Katrínar Markúsdóttur og Þor- geirs Sigurðssonar. Faðir Markús- ar var sjómaður um 40 ára skeið. Einnig afhenti Markús hinn 27. maí sl. Stýrimannaskóla íslands kr. 25 þús. til minningar um Þor- stein Þórðarson stýrimanna- skólakennara. Hann kenndi veðurfræði og skal gjöfinni varið til þess að efla fræðslu í veður- vísindum við Stýrimannaskólann. Markús gaf og á sjómannadaginn fyrstu tvö bjargbeltin, sem notuð verða á drengi sem stunda grásleppuveiðar frá Hafnarfirði. Það er gert með þeim huga sem fylgir vinsemd Markúsar til allra þeirra skipstjórnarmanna sem hann stundaði sjó með. Þess má geta að Markúsi var neitað um af dagskrárstjóra Sjómannadagsráðs og Sjömanna- dagsráði Hafnarfjarðar, að flytja Markús Þorgeirsson. unar um 870 fermetra af húsinu. Að sögn Benedikts Lárussonar, eins eigandans, hefur þessi hiti nægt til upphitunar að undan- förnu og vel það en til öryggis eru þó rafmagnsofnar í verzluninni til að grípa til gerist þess þörf í miklum hörkum. Gizkaði hann lauslega á að olíukyndikostnaður á mánuði að undanförnu hefði numið eitthvað um 100 þúsund krónum. Stofnkostnaður við lagningu þessa kerfis var heldur meiri en fyrir olíukyndingu en ekki taldi hann ólíklegt að sparnaðurinn greiddi hann niður á árinu. Hinir tveir eigendurnir eru bræðurnir Bjarni Lárusson og Svanlaugur Lárusson. Þeir félagar keyptu verzlun Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi um áramótin ’66 til ’67 og ráku hana í leiguhúsnæði þar til fyrir skömmu að þeir fluttu inn í nýja húsið sem þeir hafa verið að byggja síðan 1974. Auk þess eiga þeir sláturhús. Verzla þeir með alls konar verzlanir í húsinu, byggingavöru-.. vörur en auk þess eru tvær sér- verzlun og tízkuverzlun. -G.S. Svanlaugur við rafmótorana, sem bæði eru nýttir til kælingar og hitunar. DB-mynd: Arni Páll. Enn berjast börnin gegn tóbakinu Barátta barnanna við tóbakið heldur enn áfram. Fyrir skömmu héldu börn úr sjötta og sjöunda bekk grunnskóla fundi þar sem samþykktar voru ályktanir gegn reykingum. Aðalatriðin í þeim ályktunum voru að óskað var eftir áframhaldandi fræðslustarfi, full- orðna fólkið hvatt til að gera ekk- ert sem orðið gæti til þess að börn færu að reykja, tóbak verði e)Gu selt í matvörubúðum, verð á tóbaki verði mun hærra og reyk- ingar á stöðum þar sem fram fer starfsemi fyrir unglinga og börn verði bannaðar. Mikill áhugi ríkti á fundunum og voru börnin ein- huga um samþykkt þessara álykt- ana. - DS Börn úr 6. bekk rétta upp hendur Ii 1 samþykkis ályktunum er beinast gegn tóbaksreykingum. Margur heljarkallinn hóf feril sinn sem blaðasali! Sölukeppni hófst 1. júní. Mörg söluverðlaun í boði. MMBIABIB Afgreiðsla Þverholti 2 sími 2 70 22

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.