Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 11
DACBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 8. JUNl 1977. Suður-Mólúkkar óttast að skæruhemaðurinn í Hollandi valdi hefndum heima fyrir Forseti úllagast jórnar S-Mólúkka i lloilandi, Johannes A. Manusama. Hans er slöðugt gætt af vopnuðum lífvörðum, og hollenzka stjórnin lætur það óálalið, enda er vitað að útsendarar indónesiskra stjórnvalda eru margir. Vaxandi ágreiningur þjóðarbrota veldur auknum vanda Með hverju árinu sein liður verður það alvarlegra vanda- mál i Indónesíu. hversu ágrein- Molúkkar sem búa na>rri skólanum, þar sem börnunum 105 var haldið, eru undir stöðugu eftirliti hollenzkrar lögreglu og hers. Hér hefur ungur Mólúkki verið tekinn vegna vopnaleitar. Borgaralega klæddir lögreglumenn ýta matarvagni á undan sér að lestlnni þar sem gíslunum er haldið nærri Groningen. Úr aðalstöðvum þjóðfrelsishreyfingar S-Mólúkka i Assen i Hollandi, nokkra kiiómetra frá staðnum þar sem lestin er nú á valdi nokkurra skæruliða. Hér eru nokkrir ungir og herskálr S-Mólúkkar við skjaldarmerki „lýðveldisins". Fæstir þeirra hafa litið heimaland sitt augum og sömu sögu er að segja af þeim sem haldið hafa gíslunum að undanförnu. hera, sem er um 17.500 ferkíló- metrar. Til Suður-Mólúkkaeyja, sem liggja í hálfhring, heyrir Ambon, eyjan og höfuðborgin með sama nafni. Sú eyja er lltil, aðeins 314 ferkílómetrar. Ambon er aðeins 88 km á lengd og 26 km a breidd. Umhverfis eyna hefur aldrei verið lagður vegur. Eyjaskeggj- ar hafa I tuttugu og fjögur ár beðið um slikan veg, því þús- undir þorpsbúa á norðurend- anum koma drjúgum hluta uppskeru: sinnarekki á markað. Framfærslukostnaður er hvergi hærri í Indónesíu og. óviða hærri í þróunarlöndun- um. Það kostar sem svarar 6.650 krónum vikulega að fæða venjulega sex manna fjöl- skyldu. Það er fjórum sinnum meira en í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Skyrta kostar sem svarar 1550 krónum. Það eru daglaun Loppies, sem er hátt- settur embættismaður, en nærri vikulaun venjulegs bónda. „Annars flokks þegnarí eigin landi“ „Það er engin spurning, að við erum annars flokks þegnar 1 okkar eigin landi," sagði ungur stúdent úr Pattimura- háskólanum á Ambon, sem hvarf úr landi í ergelsi fyrir tveimur árum og sneri nýlega heim aftur í stutta heimsókn. Loppies er sammála. ,,Það er allt annað réttlæti fyrir Ambónesa i réttarsölunum. Dómstólunum er stjórnað frá Djakarta," sagði hann. „Þeir tortryggja okkur alla. Við erum eins og bandarískir blökku- menn hafa verið álitnir í sínu heimalandi." Fylkisstjórar hafa í meira en tuttugu ár verið aðfluttir Indónesar. Ambónesi hefur aldrei verið yfirmaður her- deildarinnar, sem breiðir sig eftir aðalgötunni á eynni. ingur hinna fjölmörgu og ólíku kynþátta, þjóðarbrota og menn- ingarhópa vex. Þessir hópar eiga það eitt sameiginlegt að lúta stjórninni í Jövu, þar sem búa 80 milljón af 135 milljón íbúum alls ríkisins. Jövumenn komu til Mólúkka- eyja skömmu eftir að Indónesia lýsti yfir sjálfstæði sínu og eftir að Sukarno forseti ákvað 1950 að gjörvallur eyjaklasinn ætti að lúta stjórninni í Djakarta. Ambon ber enn merki þeirra daga. „Ég minnist þess vel og það sama gera flestir vina minna. Þrjú hundruð sjötíu og fimm flugvélar, svo margar töldum við. Þær jöfnuðu bæinn gjörsamlega við jörðu, þar til hann leit út eins og flugbraut,“ sagði aldurhniginn Ambónesi í samtali við bandaríska frétta- manninn. Drepnir fyrir samstarf við lýðveldishreyfinguna Skæruliðahreyfingunni óx fiskur um hrygg á Mólúkkaeyj- um fljótlega eftir þessa atburði. Mörg þúsund meintir aðskiln- aðar- og sjálfstæðissinnar voru fangelsaðir eða eltir inn í frum- skóga nærliggjandi eyja. Mörg hundruð voru líflátnir fyrir samstarf við RMS — Lýðveldi Suður-Mólúkkaeyja. Það er sá hópur sem ungu skæruliðarnir I Hollandi taka sér til fyrir- myndar í dag. Það var um sama leyti sem mörg þúsund Mólúkkar, eink- um frá Ambon, flúðu til Hol- lands, enda réðu Hollendingar eyjunum á sama hátt og Indóneslu áður. Sá hópur myndar nú kjarna þeirra fjörutíu þúsund Mólúkka sem búsettir eru I Hollandi. Fjöl- skyldur og vinir skildust að. Heimamenn 1 Ambon segja að lifið þar hafi lítið breytzt síðan bærinn var endurbyggður eftir sprengjuregn Indónes- anna. Iðnaður er sáralitill. Kryddið er sent óunnið mörg þúsund mílur í austur, til Jövu, þar sem það er unnið og selt. Innfæddir kaupmenn segja að einhvern veginn fari það yfirleitt svo að megnið af ágóðanum renni í vasa javaískra og kínverskra milligöngumanna. „Þessir skæruliðar í Hollandi eru fífl,“ sagði námsmaður einn í Ambon, einni Mólúkka- eyjanna, i samtali við banda- rískan fréttamann sem heim- sótti eyjarnar nýverið. Þeir „skaða okkur aðeins,“ bætti hann við. Þessi ungi námsmaður — eins og svo margir aðrir landar hans — ótt- ast að skæruhernaður þjóð- ernissinnaðra Mólúkka í Hol- landi, sem berjast fyrir sjálf- stæði föðurlands síns frá Indónesíu, verði til þess eins að indónesísk yfirvöld hefji nýja handtökuherferð. Fyrir hálfu þriðja ári handtóku indónesísk yfirvöld tugi manna á Mólúkka- eyjum þegar skæruliðar í Hol- landi stóðu fyrir svipuðum að- gerðum og nú. Öttinn við hefndaraðgerðir Indónesa er almennur í Ambon, höfuðborg Mólúkka- eyja. Borgin var jöfnuð við jörðu af Indónesum fyrir tuttugu og fimm árum, þegar Suður-Mólúkkar gerðu upp- reisn undir forystu Ambonesa. „Allt fer í vasa annarra“ Þúsundir Ambónesa, eins og íbúar borgarinnar eru kallaðir, hafa verið handteknir undan- farna tvo áratugi. Þeir eru bitrir í garð stjórnarinnar á Jövu. Fjandskapur er á milli Mólúkkanna og embættismann- anna frá Jövu, stærstu eyju Indónesíu, sem gegna beztu störfunum og stjórna hernum. lögreglunni, dómstólunum og efnahag landsins. Mólúkkaeyjar hafa lengi verið þekktar sem „krydd- eyjar“ vegna fjölmargra krydd- tegunda, sem þar vaxa. I umræðu um þetta segir C.A. Loppies, Ambónesi sem er að- stoðarmaður javaíska fylkis- stjórans: „Hér eru auðæfin mikil en samt fer allt í vasa annarra." I Ambon er sárlega kvartað yfir því að á síðasta ári hafi aðeins um sjö milljörðum (ísl. kr.) verið varið til uppbygg- ingar á Mólúkkaeyjum, sem þó eru rúmlega þúsund talsins og mynda austasta hluta indón- esíska eyjaklasans. íbúar eru liðlega milljón. Veginn vantar — og uppskeran kemst ekki á markað Eyjarnar eru í tveimur klös- um. Til Norður-Mölúkkaeyja heyrir stærsta eyjan, Halma-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.