Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 14
r V DACBLAUIÐ. MIÐVIKUDACUK 8. JUNl 1977. BLOÐRAUÐ AF GREMJU VIÐ SOLARLAG Uuöi sé lof aó þátturinn um Abba var sýndur á undan hryllin>>num á annan í hvita- 'unnu. Heföi hann komið á eftir er ég ekki viss um að ég hefði notið hans eins og ástæða var til, því þetta var alveg ein- staklega vel gerður og skemmti- legur þáttur. Eitthvað í þessa áttina hefðu þættirnir um Rokkveitu rikisins þurft að vera þá gæti maður kannski saknað þeirra svolítið, nú þegar þeir virðast hættir. Svo kom hryllingurinn. Ég nota það orö ekki vegna þess að mér hafi fundist þetta hrollvekja, heldur af því mér fannst það svo hrylli- lega leiðinlegt! Það ætti að varða við landslög að eyða al- mannafé í að framleiða svona óskiljanlega bannsetta þvælu. Nóg er víst af fylliríisröflinu, þó ekki sé verið að bera það á borð fyrir mann sem list líka. Leikararnir stóðu sig þó vel í st.vkkinu, það hlýtur að vera þrekraun að standa í þessari endaleysu. Umhverfinu eða leikmyndinni verð ég lika að hrósa, enda var hún til fyrir og er vist ekki almennt talin til háþróaðrar listar. Þegar þetta loks lognaðist út af, án þess aö nokkuö afgerandi gerðist, var ég orðin blóðrauð af gremju og svo var víst unt fleiri, því síðan hef ég ekki hitt eina einustu manneskju sem hælir verkinu. Flestir hrista bara höfuðið, óskaplega neikvæðir á svipinn. Þriðjudagurinn fór framhjá mér en á miðvikudaginn kveikti ég fyrir klukkan sex, svona af gömlum vana og sá þá nýja stillimynd, sem guð má vita hvað er búin að vera lengi þarna. Það var víst búið að til- kynna um nýja stillimynd í litum og þetta er þá væntanlega hún, þó ég hafi engan heyrt hafa orð á þvi að hún sé eitt- hvað skrautlegri en hin. Ekki er ég alveg sátt við hann Onedin í þessum nýju þáttum. Það vantar eitthvað mann- eskjulegt í þetta núna. Allt snýst um skipategundir og við- skipti, Cii ekki örlar áástamál- um cða inannlegum vandamál- um sem virtist nóg af hjá þessu fólki hérna um árið. Var ekki barn i þessu líka? Hvar er það eiginlega? En þetta kemur kannski allt saman. Það er eins með John Williams og gitartón- list hans og alla aðra góða tón- list.hún nýtur sin best á plölum en ekki á nær hreyfingarlausri mynd í sjónvarpi með slæmum hljómburði. Myndin um Oaddafi var hins vegar ágæt og fróðleg, þó ekki sé hægt að vita hvort hún gefur sanna mynd af þeim merkismanni og hugsjón- um hans. Myndin um sauðburðinn á föstudaginn var ákaflega hug- ljúf og falleg og gerði mig svo afslappaða að ég ákvað að fylgjast nú reglulega vel með umræðuþættinum um kjara- málin á eftir. En hvernig sem ég reyndi varð ég litlu nær. Það gengur sem sé hvorki né rekur. Hvernig væri að sjónvarpa svo sem einum samningafundi svo fólk geti séð og heyrt hvað þessir menn eru eiginlega að gera allan þennan tíma? Sænska bíómyndin um lása- smiðinn og vinkonur hans var nokkuð skondin þegar á leið, þó hún virtist í byrjun ætla að vera langdregin. En tæpast finnst mér hægt að kalla þetta gamanmynd, svo skemmtileg var hún ekki. Laugardagurinn var talsvert styttri en hann hefur verið, að minnsta kosti í annan endann og mér fannst þetta raunar hálf klénn laugar- dagur i heildina, en kannski hef ég bara verið í vondu skapi. Læknarnir fannst _mér allt of vitlausir i þetta sinn og Rossi sá ítalski ómögulegur. Þegar Auðnir og óbyggðir byrjuðu varð mér fyrir að kveikja á út- varpinu og þar kvað við léttari tón, svo cg sneri mér í þá áttina og hlustaði á Já og nei síðan fyrir 22 árum á Akureyri og skemmti mér konunglega. Raunar fer ég út fyrir ramm- ann núna, en ég má til með að lýsa því yfir að þessi laugar- dagur var aldeilis frábær í út- varpinu, alveg frá klukkan sjö að morgni og til dagskrárloka með aðeins örstuttum leiðinda- köflum. Bíómyndin Fjölskyldu- líf var ósköp dapurleg. Ekki vildi ég búa við svona fjöl- skyldulíf. Einhvern veginn er það svo, að ég er alltaf fyrir- fram tortryggin gagnvart bíó- myndum í sjónvarpinu ef þær Snjólaug Bragadöttir skrifar um sjönvarp eru yngri en frá 1960 eða þar um bil. Reynslan hefur kennt mér að þær eru yfirleitt leiðin- legri en þær gömlu, hvað sem segja má um alla tækni og nú- tímamenningu í kvikmynda- gerð. Gömlu myndirnar eru alltaf miklu notalegri og mann- eskjulegri, með samfelldum söguþræði en ekki bara sundur- slitin atriði sem maður þarf að raða saman eins og púsluspili til að fá einhvern botn í, eins og allt of oft vill brenna við í nýj- um myndum. ✓ c Verzlun Verzlun Verzlun j Kynniö ykkur skrif borðs- stólana vinsælu frá Stáliðjunni Hagkvæmirog þægilegir jafnt á vinnustööum sem heimilum. 11 mismunandi tegundir. 1 ársábyrgö Kröm húsgögn Smiðjuvegi 5 Kóp. Sími 43211 tryggir gæðin Ýmis efni frá Glasurit verk- sntiöjunum í V- Þýskalandi voru hór á markaöinum fyrir nokkrum árum og áttu þaö flest sameiginlegt aö vera viöurkennd fyrir frábær gæöi. Núna býöur Glasurit nýtt og endingarbetra bilalakk - GLASSODUR 21 sem er t.d. notaö á V.W.. AUDI, B.M.W. o.fl; bifreiöar. Viö getum blandaö flesta liti á nánast allar tegundir bifreiöa. Remoco hf. Skeljabrekku 4. Kópavogi, sími 44200. STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 Nueralltí blómahjáokkur Tré og runnar í úrvali Skrifstofu SKRIFBORD VönduÓ sterk skrifstofu skrif- borð i þrem stæróum. Á.GUÐMUNDSSON Husgagnaverksmiója. Auóbrekku 57, Kópavogi, Sími 43144 Sumarhús! Félagasamtök og einstaklingar. Einstakttækifæri. Símar: 99-5936 og 99-5851. Geymið auglýsinguna. HVAR ER BÍLAVAL? HVAÐ ER BÍLAVAL? Bílaval er við Laugaveg 92 hja Stjörnubíói og er elzta bílasala landsins. Kappkostum að veitagóða þjónustu. — Reynið viðskiptin BÍLAVAL Laugavegi 92 Sími 19092 og 19168. Heyrðumanni! ríiÆBEF^ Bílasalan .... . _ SPYRNANstoar&330 o( Barnaafmœlið FYRIR BARNAFMÆLIÐ fallegar pappírsvörur, diskar, mál, servíettur, blöðrur, kerti o.fl. Mesta úrval bæjarins. BÓKAHÚSID Laugavegi 178. Simi 86780. dúkar, hattar, Allar gerðir rafsuðuvéla frá „HOBART“ í USA og Hollandi. Með „HOBART“ hefst að vinna verkin. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Ármúla 32. Sími 37700. ALTERNAT0RAR 6/ 12/ 24 V0LT VERÐ FRÁ KR. 10.800.- Amerisk úrvalsvara, viðgerða- þjónusta. bíLaraf hf. BORGARTÚNI 19, SlMI 24700. Varadekk í hanskahólfi! ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 PUNCTURE PIL0T 77 IMIH VKKMO — sem bcir bil- l'NDRAEF.NII) — sem þcir bil- sljorar nola. scin vilja icra lausir vii) að skipla uin dckk þóll springi á hílnuin. — Kyrirhafnar- i laus skynrtiviðgcrð. I.oflfylling og [ viðgcrð i ciuuin hrúsa. Islcn/ku lciðarvisir fáanlcgnr nic hvcrjum hriisa. MMBUBW er smáauglýsingablaðið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.