Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 22
DACBLAÐH). MIÐVIKUDAGUR 8. JUNl 1977. 9 QAMLA BÍÓ I HÁSKÓLABÍÓ Útvarp Sjónvarp D Sterkasti maður heimsins Stí § STRQ NuESTj Ný bráðskemmtileg gamanmynd i litum — gerð af Disnev- félaginu. Islenzkur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9._____ 9 HAFNARBÍÓ I Ekk; núna — félagi Sprenghlægileg og fjögur ný ensk gamanmynd í litum, með Leslie Philips, Roy Kinnear o.m.fl. íslenzkur texti. Sýnd kl. 1. 3, 5,7, 9 og 11. BÆJARBÍÓ 501 84 Lausbeizlaðir eiginmenn Ný, gamansöm, djörf brezk kvik- mynd um „veiðimenn" I stórborg- inni. Aðalhlutverk: Robin Baile.v Jane Cardew o.fl. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Drum svarta vítið Sérstaklega spennandi og mjög viðburðarík, ný, bandarísk stór- mynd í litum. Aðalhlutverk: Ken Norton, (hnefaleikakappinn heimsfrægi). Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Hækkað verð. fl TÓNABÍÓ Juggernaut Sprengja um borð í Britannic Spennandi ný amerísk mynd, með Richard Harris og Omar Sharif í aðalhlutverkum. Leikstjóri: Richard Lester. Aðalhlutverk: Omar Sharif, Richard Harris David Hemmings, Anthony Ilopkins. Sýnd kl. 5,7, 10 og 9.15. Kandariska stórniyndin Kassöndru-brúin Cassandra-crossing) Þessi mynd er hlaðin spennu frá upphafi til enda og hefur alls staðar hlotið gífurlega aðsókn. Aðalhlutverk: Sophia Loren, Richard Harris. Sýnd kl. 5 og 9. Iltekkað verð — sama voró á öllum sýnin^um. STJÖRNUBÍÓ i Harðjaxlarnir (Tought Gu.vs) Islenzkur texti. Spennandi ný amerísk-ítölsk sakamálakvikmynd i litum. Aðal- "hlutverk: Lino Ventura, Isaac Haves. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð börnum. •Frumsýnir „Höldum lífi“ Ný mexikönsk mynd er segir frá flugslysi er varð I Andesfjöllun- um árið 1972. Hvað þeir er komust af gerðu til þess að halda lífi — er ótrúlegt, en satt engu að síður. Myndin er gerð eftir bók Clay Blair Jr. Aðalhlutverk: Hugo Stiglitz, Norma Lozareno. Myndin er með ensku tali og islenzkum texta. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. 1 NYJA BIO Simi 11544 • Hryllingsóperan Brezk-bandarísk rokk-mynd, gerð eftir samnefndu leikriti, sem frumsýnt var i London í júní 1973, og er sýnt ennþá. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 - Simi 15105 | f A Sjónvarp íkvöld kl. 21.45: Maðurinn sem vildi ekki þegja GAGNRYNIMENN „KERFIД FARA ÞEIR Á GEÐVEIKRAHÆLI Þessi mynd var tekin af Grigorenko og Ziniadu, konu hans, árið 1974 er hann var látinn laus af geðveikrahæli eftir þriggja ára vist. Hann var þó ekki búinn að bíta úr nálinni með það enn. Barátta manna gegn „kerfinu" i Sovétríkjunum og þær afleiðingar sem hún getur haft fyrir einstaka menn, svo sem P.A. Grigorenko, verður tekin til meðferðar í sjónvarpi í kvöld. Þá er á dagskrá leikin heimildarmynd um Grigorenko og baráttu hans. Grigorenko var i 34 ár hers- höfðingi í sovézka hernum og stóð sig frábærlega vel í stríðinu og hefiir fengið Lenin orðuna, Orðu hinnar rauðu stjörnu og Orðu hins rauða fána. Hann hefur í fjölda ára verið virkur meðlimur i Kommúnistaflokknum. Þrátt fyrir allt þetta leyfðist Grigorenko ekki að gagnrýna sovézka kerfið. Hann var óánægður með óhlýðni stjórn- valda við stjórnarskrána og hann var ekkert á því að þegja yfir óánægju sinni. Afleiðingarnar urðu gamal- kunnar. Grigorenko var sviftur tign sinni í hernum og þar með réttiúum til lífeyris og varð hann aðeins óbreyttur her- maður. Þegar hann svo ekki þagnaði við þessar aðgerðir var hann úrskurðaður geðveikur tvisvar sinnum og settur á hæli. Hann hefur þó ekki verið á því að þagna við þessar aðgerðir. Ut úr geðveikra- hælinu hefur honum tekizt að smygla dagbókarblöðum til konu sinnar, blöðum, sem hún hefur síðan komið til Vestur- landa. Það eru þessi dagbókar- blöð sem myndin i kvöld er unnin úr og að sögn þeirra sem að henni stóðu er engu bætt við frásögn Grigorenkos. Sovézk stjórnvöld hafa í fjölda ára haft þá opinberu skoðun að þeir sem dirfðust að gagnrýna stjórnkerfið hlvtu að vera geggjaðir og vissara væri að loka þá inni. Grigorenko hefur illilega orðið fyrir barðinu á þessari skoðun eins og margir aðrir. Hann telur sig þó hafa réttinn sín megin þvi í sovézkum lögum sé kveðið á um málfrelsi, fundafrelsi og jafn- vel frelsi til að fara í krofu- göngur. Hann hvetur alla rétt hugsandi menn til aðgerða innan laganna því stjórnvöld geti ekki lokað alla þjóðina inni á hælum. Stuðningur erlendis frá er einnig mikilvægur við andófsmenn þess kerfis sem telur sig kommúnískt en er 1 rauninni ekkert annað en önnur útgáfa á fasísma. -I)S. Auglýsið i Dagblaðinu!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.