Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 1
irfálst, úháð dagblað 3. ARG. — FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1977 — 123. TBL. RITSTJÓRN SÍDUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIDSLA ÞVERHOLTI 2 _ AÐALSlMI 27022 „VIÐ ERUM EKKIHER TIL AÐ SEMJA" — sagði Gundelach ímorgun „Við erum ekki hér til að semja, heldur að koma af stað viðræðum og sambandi," sagði ¦ Finn Gundelach, forystumaður i sendinefnd Efnahagsbanda- lagsins, í viðtali við DB i morgun. ,,Við munum ekki ræða nein sérstök vandamál," sagði Gundelach. Hann kvaðst óska þess, að viðræðurnar nú kæmu á sambandi og frekari viðræður yrðu í náinni framtíð. „Ég er alls ekki kominn til að ræða viðskiptamál," ar hann var EBE hygðist þvingunum. sagði hann, þeg- spurður, hvort hóta viðskipta- Efnahagsbandalagsins heildar en alls ekki Breta. sem Gundelach lagði áherzlu á, að hann væri hér sem fulltrúi Viðræður EBE-manna og íslenzkra ráðherra hófust klukkan tíu í morgun. HH. EBE-menn seinir til stefnumdtsins Laugardalslaugin: Pilti bjargað f rá drukknun Gunnar Erlendsson — bjarg- aði lifi ungs manns. „Blessaðir verið ekki að hafa orð á þessu, þetta er ekki annað en okkar starf," sagði Gunnar Erlendsson vörður í Sundlaugunum í Laugardal i viðtali við DB. Gunnar var á vakt klukkan rúmiega eitt í gær er hann sá ungan pilt liggjandi á botni laugarinnar. „Eg sá strax að pilturinn var lífvana og ég hafði engin um- svif. Þetta skeður sjálfkrafa, maður hugsar ekki annað en ná* í viðkomandi. Ég sá það eftir á að ég hafði ekki einu sinni varpað af mér klossun- um," sagði Gunnar. Gunnar náði piltinum upp og hóf lífgunartilraunir með blástursaðferð. Þær báru árangur þegar efiir 1—2 mín- útur og pilturinn var kominn — 55áramaður bráðkvaddur ísólbaði til Iifs er sjúkrabifreið kom og flutti hann i slysadeild. Síðdegis í gær virtist hann hafa náð sér nokkurn veginn til fulls. „En blessaðir gerði ekki mikið úr þessu," sagði Gunnar. „Þetta er skyldustarf og gott þegar þau takast vel í slysatil- fellum." Gunnar hefur verið laugarvörður í hálft fimmta ár og oft stungið sér eftir fólki sem átti í erfiðleikum í laug- inni og blásið í allmarga, bæði laugargesti og eins aðra sem átt hafa í öndunarerfiðleikum, jafnvel inni í baðklefum. Annað atvik gerðist í Sund- laugunum í gærdag. Maður sem þar var gestur, 55 ára gamall, varð bráðkvaddur í sól- baði. - ASt. Einhver vándamál virtust hafa skotið upp kollinum hjá Grundelach og félögum hans frá Efnahagsbandalaginu í morgun. Þegar halda átti af stað til stefnumóts með Einari Agústssyni í morgun virtist eitthvað ama að. Klukkan varð 10 og enn voru menn ekki lagðir af stað frá Loftleiða- hótelinu. Stefnumótið dróst um einar 15 mínútur. Hér sjá- um viðbandalagsmenní þung- um þönkum yfir pappírum sín- um á sama tíma og þeir áttu að vera mættir hjá ráðherra. DB-mynd Bjarnleifur. Vonum samkomu- lag ívísi- tölumálinu —baksíða Þeirborga unglingunum snöggtum betur — þeir í Kópavoginum -bls.4 Áfrýjar Korkurinn til Hæsta- réttar? -bls.8 Ætli þjóðin sé með sjálfri sér? — sjá kjallaragrein LeósM.Jónssonar ábls.10-11 Lítil stúlka týndi aleigunni t gær fór lítil stúlka í bæinn og tapaði aleigunni einhvers staðar á Laugaveg- inum. Þetta voru 6200 krónur og eru þeir sem kynnu að hafa fundið þær beðnir að hringja í síma 72458 eða á Dagblaðið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.