Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 10
BIABID frfálst, nháð dagblað i Dagblaðið hf. Framkvaomdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Saavar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaóamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurflsson, Hallur Hallsson, Helgi Pátursson, Jakob F. Magnússon. Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. DACBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977. Rits^óm Síflumúla 12. Afgreiflsla Þverholti 2. Áskriftir. auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. í blaflsins 27022 (10 línur). Áskrift 1300 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 70 kr. j og umbrot: Dagblaflið og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerfl: Hilmir hf. Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. EBE bregður brandinum íslendingar verða nú að standa af sér harða hríð frá Efnahags- bandalagi Evrópu. EBE skekur vopnin. Augljóst er, hvað fyrir þeim mönnum vakir, þegar þeir senda nú toppmanninn Gunde- lach, Bretann Judd og um leið mikla sendinefnd til að fjalla um viðskiptamál. Ætlunin er að tengja sem greinilegast fisk- veiðimálin og viðskiptamálin. Það á að gera hinum þrjózku íslendingum þá lexíu ljósa, að Efnahagsbandalagið getur fellt niður tollfríð- indi á íslenzkum afurðum, ef íslendingar makka ekki rétt í fiskveiðimálunum. Á yfirborðinu lítur þetta slétt og fellt út. Jú, Gundelach er kominn til að gera íslenzkum ráðherrum grein fyrir afstöðu Efnahagsbandalagsins. Bretinn Judd, aðstoðar- utanríkisráðherra, á ekki að kallast fulltrúi Breta heldur Efnahagsbandalagsins. Viðskipta- nefndin á að fjalla um, hvernig framkvæmd viðskiptasamnings Islands og Efnahagsbanda- lagsins hefur gengið. En í rauninni er þetta á annan veg, þegar betur er að gáð. Margsinnis hefur komið fram af ummælum Gundelachs, að hans ær og kýr eru að koma brezkum togurum að nýju inn fyrir 200 mílna mörkin. Ljóst er, hversu reiður og vonsvikinn Gundelach varð um áramótin, þegar fram kom, að íslenzku ráðherrarnir gerðu ekki það, sem þeir höfðu verið að gefa í skyn, en vísuðu þess í stað á bug kröfum Breta og Efnahagsbanda- lagsins. Gundelach hefur ekki mikinn áhuga á fiskvernd en þeim mun meiri áhuga á að tryggjahag Breta. Brezkir ráðamenn barma sér yfir hættu á, að mörg þúsund manns í brezkum hafnarbæjum verði atvinnulaus vegna veiðitapsins við ís- land. Þeir ræða um, að leggja þurfi fjölda togara. Brezka ríkisstjórnin stendur illa gagn- vart kjósendum. Skoðanakannanir benda til mikils sigurs íhaldsflokksins, ef kosið yrði nú, og taps Verkamannaflokksins. Aukakosningar hafa sagt sömu sögu. Enginn þarf því að efast um áhugamál brezka aðstoðarráðherrans. Hann hefur ekki áhuga á fiskvernd en því meiri áhuga á að pressa íslendinga, með öllum tiltækum leiðum, til að opna að nýju fyrir brezku togurunum. Gundelach lét sjálfur í bræði sinni í vetur orð falla í þá átt, að íslendingar gætu alveg eins búizt við viðskiptaþvingunum, ef þeir létu ekki segjast. íslendingar geta því ekki búizt við öðru frá þeim manni en að hann fari þá leið, um leið og honum finnst rétti.tíminn kominn til þess. Og með þeirri áherzlu, sem viðskiptasendi- nefnd Efnahagsbandalagsins leggur á við- skiptasamninginn og bein tengsl hans við fisk- veiðimálið, er Efnahagsbandalagið að bregða þessum brandi. íslenzkir ráðherrar, sem í vetur létu undan þrýstingi almenningsálitsins, tala nú um að hopa hvergi. Ef í hart fer, á að láta viðskipta- samninginn við EBE lönd og leið, þar sem miklu meiri hagsmunir eru í veöi fyrir okkur. Þjóðin mun ekki fvrirgefa neina eftirgiöf við Frakkland: STIRT SAMSTARF KOMMÚNISTA OG ANNARRA VINSTRI FLOKKA Vilja kommúnistar í raun og veru taka þátt í vinstrisinnaðri ríkisstjórn í Frakklandi? Þetta kann að virðast bæði furðuleg og óþörf spurning nú, á þeim tima, þegar samsteypa franskra sósíalista og kommúnista hefur betra tækifæri en nokkru sinni fyrr til að vinna þingkosning- arnar sem fram eiga að fara í vor. Þrátt fyrir það eru nú ýmsir farnir að furða sig á þeim markmiðum sem kommúnistar hyggjast keppa að. Engu er líkara en komm- únistarnir hafi reynt að undanförnu allt sem þeir geta til að reita samherja sína, sósía- Islendingar hafa ekki mikla reynslu af gallerírekstri, eins og slík fyrirtæki eru rekin úti í heimi. Þar gera gallerí samn- inga viö listamenn, tryggja þeim sæmilegar tekjur og eyða stórfé í að auglýsa þá víða um lönd, en fá í staðinn alla fram- leiðslu þeirra. Þetta er því bæði öryggi og áþján fyrir listamenn sem ekki eru ávallt samvinnu- þýðastir manna. Ástæður fyrir því að stofnanir af þessu tagi hafa ekki skotið hér rótum eru ekki flóknar, því stutt er síðan nokkrir íslenskir listamenn fóru að geta lifað á verkum sínum og því er varia hægt að ímynda sér milliliði eins og gallerí uppskera miklar tekjur af því að styðja þá og sýna verk þeirra reglulega. Þeir einu hér á landi sem haft hafa einhverj- ar tekjur af listaverkum, fyrir utan listamennina sjálfa, eru uppboðshaldararnir, Sigurður Benediktsson og nú síðast Guð- mundur Axelsson sem varla hafa gert mikið fyrir lista- menn fyrir utan það að taka af þeim verk á uppboð gegn pró- sentum. List án milliliðo Þessi skortur á milliliðum til að taka áhættuna fyrir lista- mennina hefur orðið til þess að þeir hafa sjálfir þurft að leigja sér húsnæði til sýninga og sú hefð er nú orðin svo rótgróin að engum dettur í hug að kaupa verk þeirra gegnum aðra milli- liði — nema e.t.v. þeir sem leita að Ásgrími, Kjarval og Jóni Stefánssyni til fjárfestingar. Menn kaupa listaverk á einka- sýningum eða sækja listamann- inn heim á vinnustofu hans. Nú þegar meðalstór málverk seljast fyrir 2-300 þúsund krónur og grafík fyrir 30 þúsund (og hér held ég að sumir listamenn þurfi að fara að gæta sín) þá er ástandið listamanninum í hag og ekki nema gott eitt um það að segja. En þetta hefur einnig gert það að verkum að sumar sýningar líta hreinlega út eins og basar, þar sem enginn metnaður er lagður í uppsetningu eða sýn- ingarskrá og hér gæti smekkvís og fjáður milliliður bætt úr, — ef ekki einkaaðili þá opinber Gallerí Suðurgötu 7. stofnun sem þá mætti fá ein- hverja málamyndaprósentu fyrir snúð sinn. Hugsjónogallerí En þótt við séum ekki kunnug atvinnurekstrinum „gallerí“, þá könnumst við að sjálfsögðu við annars konar sýningarsali sem ákveðnir hópar hafa tekið sig saman um að reka. Þar hefur gróðasjónar- miðið aldrei verið nema óljós Sá dagur sú sorg? Á síðustu 12 mánuðum hafa lántökur þjóðarinnar erlendis numið röskum 20 milljörðum króna. Það samsvarar rúmum 1660 milljónum króna á mánuði, eða 55,5 milljónum á dag. Erleridar skuldir hafa sem sagt aukizt um rúmar 2,3 milljónir króna á hverri klukkustund i 12 mánuði. Heímilin i landinu munu vera nálægt 60 þúsund talsins og hvert þeirra vaknar í fyrra- málið 925 þúsundum króna skuldugra en í dag. Nú fara 20% af atvinnutekjum heimilanna til greiðslu af- borgana og vaxta af erlendum lánum.'Það er sú upphæð sem erlendis er kennt í heimilishag- fræði að sé hámark þess sein heimili eigi að greiða í hús- næðiskostnað ef allt er með felldu. Þetta erlenda lánsfé fer til framkvæmda og fjárfestingar sem fæstir þora að vona að verði nokkru sinni arðbær. —-Uv-U- hugsandi manneskja er ekki í vafa um að Kröflu- virkjun er æsilegt glæfraspil og óvíst nteð öllu hvort sú virkjun muni afla nokkurra tekna í framtíðinni til að standa straum af afborgunum og vöxt- um af erlenda framkvæmda- fénu. Þörungavinnslan við Breiða- fjörð er á meðgjöf og engar tekjur er af henni að hafa, jafnvel talið skynsamlegast að leggja hana niður. Hvaða gjaldeyristekjur skapast með tilkomu Borgar- fjarðarbrúarinnar er flestum hulin ráðgáta, hins vegar hefur hún leitt af sér fjárfestingu í skuttögara, sem út af f.vrir sig er einnig óarðbær. Núverandi ástand á stál- markaðnum erlendis gerir það að verkum að fyrirsjáanlegt tap mun nema hundruðum milljóna á rekstri málmblendi- verksmiðju á Grundnrtanga. Þar verður engar tekjuraðfá og unt leiö er Sigölduvtrkjun orðin óaröbær fjárfesting. Þeir skut- togarar sem keyptir hafa verið að undanförnu eru gerðir út á þverrandi þorskstofn og að sjálfsögðu reknir með dúndr- andi tapi sem falið er að hluta með millifærslum. Það er þvi von að fólk spyrji með hverju eigi að greiða erlendu lánin þegar fram líða stundir. Engin fjárfesting hins opinbera, sem fjármögnuð er með 20 milljarða lánum erlendis, virðist hafa svo mikið sem möguleika á að geta skilað arði til greiðslu afborgana og vaxta. Flest sú fjárfesting sem vaðið hefur verið út í er annað. hvort misheppnuð eða dæmd til að misheppnast, nema krafta- verk komi til. Þeir sem stjórna þessu landi eru hvorki ólæknandi bjart- sýnismenn eða hrakfallabálkar heldur fjárglæú'ramenn sem lifa fyrir liðandi stund eftir þeirri lífsspeki sent felst í hug- tökunum; ,,sá dagur sú sorg" og „flýtur á meðan ekki sekkur“. Á hverju lifir þjóðin? Það er engu likara en að þorri íslendinga neiti að viðurkenna þá staðrevnd að 75% af tekjum heimilanna í landinu grundvallast á út- GALLERÍ, GÖMUL 0G NÝ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.