Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 24
Tryggingaeftirlitið telur eina leyfisveitingu ráðherra vafa- cama TVrtr Inorifttt — ráðherra hundsar álit Oaifia fJTf ff fUglffff eftirlitsinshvaóeftirannað Eftir að Tryggingaeftirlitið var stofnað með lögum 1973 var ákveðið að öll vátryggingafélög, sem halda vildu áfram starf- semi hér, sæktu um fyrir lok febrúar 1974 og legðu jafn- framt tilskilin gögn með umsóknunum. Skv. lögum eftirlitsins mat það um- sóknirnar og skilaði til ráóherra fyrir 1. september það ár. Niðurstaða eftirlitsins var sú að ógerlegt væri að meta stöðu margra félaganna 28 sem sóttu nema að fram færi ítarleg endurskoðun og athugun á starfsemi félaganna. Lögin gerðu ráð fyrir starfsleyfi til bráðabirgða í allt að tvö ár undir slíkum kringumstæðum. Eftirlitið mælti með óskoruðu starfsleyfi í 11 tilvikum, til bráðabirgða í 17 tilvikum, auk þess sem mælt var með að tvö félög fengju tvö ár til að breyta starfsemi líf- deildar þannig að samrýmdist ákvæðum laganna. Þrátt fyrir þetta álit og laga- bókstaf er segir að þau félög, sem eftirlitið mæli með, skuli frá starfsleyfi og önnur þá væntanlega ekki, veitti tryggingaráðherra 19 félögum óskorað leyfi og 9 til bráðabirgða, eða öllum félögunum. í júlí 1976 var lokið þeirri grundvallarendurskoðun, sem eftirlitið lét fara fram hjá þeim félögum, sem fengu starfsleyfi til bráðabirgða. í sjö tilvikum mælti eftirlitið með óskoruðum starfsleyfum, í einu tilviki var mælt með frekari aðgerðum áður en endanleg afstaða til óskoraðs starfsleyfis yrði tekin. Tryggingamálaráðherra veitti öllum þessum aðilum óskoruð teyfi. Eitt þeirra var þó tímabundið til 1. júlí ’77 með því skilyrði að félagið bæri enga áhættu. í ársskýrsiu eftirlitsins fyrir árinu 1975 og 1976kemur f ram aö það er efnislega á móti þessari máismeðferð og telur að vátryggingafélag, sem ekki geti borið áhættu, sé ekki hæft til að reka vátryggingastarfsemi. Beri því að afturkalla starfs- leyfi auk þess sem eftirlitið telur ekki lagalegar heimildir til að veita tímabundin starfs- leyfi og hafi því átt að skipa skilastjórn í félaginu þegar aðlögunarfrestur skv. lögum var útrunninn. Ráðherra aftur- kallaði leyfið ekki. -G.S. ✓ Tekið til hendinni á Stakkagerðistúni Vestmannaeyingar eru að fegra bæinn sinn þessa dagana. Stakkagerðistúnið i hjarta bæjarins mun skarta sínu fegursta í sumar, þar blómstra meðal annars hollenzkir krókusar sem gefnir voru til fegrunar bæjarins frá Hollandi nokkru eftir gos. Áróra Friðriksdóttir, verkstjóri og umb'oðsmaður DB í Eyjum.var mætt til vinnu ásamt, flokki ungmenna, þegar Ragnar Sigurjónsson, fréttamaður Dagblaðsins kom og tók þessa sólarmynd í gær. Orkusjóður hef ur stórrýrnað í hönd um Seðlabankans — þyrfti fullt sjálfræði eigin mála, segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður Þráttfyrir verkfall: Flogið til ísafjarðar Flogið veióur til ísafjarðar í allan dag sam- kvæmt áætlun þrátt fyrir verkfallið, þar eð verzlunar- mannafélagið á Ísafirði ákvað að taka ekki þátt i því Félagar i verzlunarmanna- félaginu sjá um alla af- greiðslu á vélum Flug- félagsins. Hins vegar verður ekkert flogið til Egilsstaða eða annarra staða á Aust- fjörðum í dag, þar er verk- fallið algert, einnig með þátttöku verzlunarmanna. Alls eru því í dag um fimm þúsund manns í verk- falli á Vestfjörðum og Aust- fjörðum og er það síðasta verkfallið af landshluta- verkföllum ASÍ. Allt athafnalif lamast á þessum slöðum en mikill f ’-ur bíður úrvinnslu. -BH. „Þessir tekjustofnar hafa reynzt bæði ónógir og óvissir svo ekki sé meira sagt, þróun orkusjóðs ber þess merki að ýmsu leyti," sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingis- maður á aðalfundi Sambands íslenzkra rafveitna fyrir skömmu. Tekjustofnarnir, sem hann talaði um, er fé það sem veitt er af fjárlögum hverju sinni og rekstrarhagnaður af Rafmagns- veitum ríkisins, sem Þorvaldur sagði verri aðilann. Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda með fjárhagslegum stuðningi við framkvæmdir á sviði orkumála. Þorvaldur sagði að þegar sjóðurinn var stofnaður 1967 og tók við eignum og skuldum Raf- orkusjóðs og Jarðhitasjóðs nam eigið fé 204 milljónum en í árs- lok i fyrra var það aöeins 282 milljónir, tíu árum síðar. Benti hann á að fé sjóðsins hafi þvi raunverulega stórminnkað miðað við verðgildi pening- anna. Taldi hann gagngera endurskoðun á starfsemi sjóðsins nauðsynlega. Þá sagði hann orðrétt: „Það er naumast hægt að álíta annað en löggjafinn hafi ekki fyllilega gert sér Ijósa þýðingu Orku- sjóðs þegar hann ákvað að sjóðurinn skyldi vera í vörzlu Seðlabanka Islands, sem hefur á hendi daglegan rekstur hans og bókhald, ársuppgjör og skýrslugerð. Eg er ekki með þessu að segja að það þurfi að skipta miklu máli i sjálfu sér hvar þessi verk eru unnin. Auövitað getur Seðlabankinn unnið þetta þótt það geti naumast talizt eðlilegt hlutverk hans. Hitt er alvarlegra að það sam- rýmist naumast þeirri reisn, sem þarf til að gera Orkusjóð að einum af stærstu og öflugustu fjárfestingarsjóðum landsins, að láta hann ekkí hafa fullt sjálfræði eigin mála. Þarf þetta því athugunar við.” - G.S. frfálst, úháð dagfblað FIMMTUDAGUR 9, JÚNH977. Samningamenn bjartsýnni: Vonum samkomu- lagívísi- tölumálinu Mikið hefur miðað í átt til samninga um vísitöluuppbæt- urnar. Báðir slökuðu nokkuð á í viðræðunum í gær. Þeir bjart- sýnustu vona að unnt verði að ná algeru samkomulagi um vlsi- tölumálið alveg á næstunni. Atvinnurekendur hafa gefið eftir í viðræðunum þannig að nú bjóða þeir að aðeins fyrsta prósentið verði óbætt í vísitölu hverju sinni. Alþýðusambands- menn hafa slakað á þannig að þeir samþykkja nú, með skil- yrðum, að þær hækkanir á búvöruverði sem stafa af „launahækkun til bóndans” verði ekki bættar með vísitölu- uppbót. Niðurstaðan í vísitölumálinu er talin munu verða mjög nærri því, sem sáttanefnd hafði stungið upp á. 1 umræðugrund- velli sáttanefndar var reiknað með 15 þúsund krónum í al- mennar kauphækkanir strax og vísitöluuppbót yrði mióuð við 850 krónur fyrir hverja^ prósentu sém verðlag hækkaði um. Menn segja nú sem svo, að af þessu leiði að verði almenn kauphækkun til dæmis 17 þúsund yrði vísitöluuppbótin 870 krónur fyrir hvert vísitölu- stig. Samningamenn voru í morg- un bjartsýnni en þeir hafa lengi verið. Menn vonast til að koma vísitölumálinu frá svo að unnt verði að snúa sér að kaup- hækkunarmálinu. - HH Verzlunarmenn á Suðurnesjum reiðir forystu ASÍ: Fara ekki í verkfall 16. Júní Verzlunarmenn á Suður- nesjum eru reiðir forystu Alþýðusambandsins sem veitti þeim ekki stuðning þegar félagarnir fóru í verk- fall á Keflavíkurflugvelli fyrir nokkrum dögum. Á fundi i verzlunarmanna- félaginu í gærkvöldi var samþykkt_ að fara ekki í verkfall 16. júní. Fundarmenn töldu að Verzlunarmannafélagið gæti með góðri samvizku farið eigin leiðir. Þegar þeir fóru í verkfall á „Vellinum” voru þeir hinir einu á þeim vinnustað sem það gerðu. Fundarmenn álitu að annaðhvort ættu allir félagar í Verzlunarmanna- félaginu að fara i verkfall eða enginn. Ekki væri unnt að láta suma félagsmenn vinna á „Vellinum", meðan aðrir félagsmenn væru í verkfalli. 16. júní á að vera verkfall verzlunarntanna unt allt land samkvæmt áætlun ASl um sérgreinaverkföll. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.