Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUNl 1977. syj£ Scania Vabis 56 '65 til sölu, ekinn aðeins 60 þ. km á vél, olíuverk nýupptekið og drif yfirfarið. Skoðaður 1977. Mjólkurflutningahús fylgir. Til sölu og sýnis á Markaðstorginu, EinhoHi 8, sími 28590 og 74575 (kvöldsími). ies »*. #V»*í **•*-. «•« Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða fulltrúa til að ann- ast atvinnumál öryrkja. Umsóknir um starfiö skulu sendar Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1, og skal í umsókn til- greina menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar á Ráðningarstofu Reykjavíkur- borgar. Umsóknarfrestur er til 25. júní nk. Ráðningorstofo Reykjavíkurborgar. Tilboöóskast Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiðar í tjónsástandi. Ford Econoline órg. 74. Fiat 128 Rally árg. 74 og 75. Fiat 128 árg. 74. Peugeot 504 árg. 74. Moskvitch árg. 72. Daf árg. 70. Fiat 127 árg. 72. Bifreiðarnar verða til sýnis við skemmu FÍB, Hvaleyrarholti, laugar- daginn 11. júní frá kl. 13 til 17. Tilboð óskast send aðalskrifstofunni Laugavegi 103 fyrir kl. 17 mánudag- inn 13. júní. :. . Brunabotafelag Islands Laugavegi 103. Dugnaður 09 útsjónarsemi Dugnaður og útsjónarsemi borgar sig vel í blaðasölu. Sölukeppni hófst 1. júní. Mikill fjöldi söluverðlauna. Upplýsingar í afgreiðslunni wBlABIB Afgreiðsla Þverholti 2 sími 2 70 22 V J $1$ átalið fyrir svikin loforð og svikna vöru — af bönda sem telur Þingeyinga ekki svo tama Reykjavíkurvaldinu að þeir taki slíku þegjandi Fyrir nokkru birtist í Degi vikublaði framsóknarmanna á Akureyri bréf frá Óla Halldórs- syni bónda á Gunnarsstöðum í Þistilfirði þar sem hann deildi á það að skip Sambands islenzkra samvinnufélaga, sem koma átti um miðjan apríl með fóður var þá enn ókomið. í bréfinu segir Óli meðal annars. „Nú í vetur hafa forráðamenn SlS komið þannig fram við okkur í þessu héraði að það er ekki hægt að ætlast til þess að þingeyskir bændur séu orðnir svo tamir undir Reykjavfkur- valdið að þeir taki slíku þegjandi. Fóðurblönduskipi var lofað hingað beint frá útlöndum um miðjan apríl með 140 tonn. Það var svikið og skipinu lofað um mánaðamót apríl-maí. Það var svikið. Þá var skipinu lofað 7. maí. Það var einnig svikið. Vegna þessa hefur orðið að flytja fóðurblöndu í slöttum með strandferðaskipum frá Reykjavík og frá SlS. I fyrstu sendingunni sem kom stóð á pokunum: Kögglað kúafóður. En í pokunum reyndist vera rúst blönduð ómöluðum maís. Sem sagt, svikin vara. Nú varð síðast að flytja frá Akureyri 20 tonn af fóður- blöndu með varðskipi. Lofaða skipið er enn ókomið.“ DB hafði í gær samband við Óla og spurði um fóðurskipið. Hann sagði að það væri loksins komið, kom hinn fyrsta júní. Það voru því nærri því 6 vikur sem liðu frá því að skipinu var fyrst lofað og þar til það kom. Óli sagði einnig að engin stórvandræði hefðu af þessu hlotizt vegna slattanna sem komu í millitíðinni. Hitt væri annað mál að frammistaða SlS væri mjög slæm. Stefna sam - vinnuhreyfingarinnar væri góð og gild og henni kvaðst Óli fylgja en framkvæmdir væru oft minni en efni stæðu til. Hann sagðist telja það stafa af því að forráðamenn SÍS hefðu ekki heildaryfirsýn yfir svo stórt fyrirtæki og undirmenn fengju að gera alls konar mis- tök óátalið. -DS. REYKINGABANNI SUNDLAUGUNUM „Þetta hefur mælzt mjög vel fyrir hjá gestum og við ekki heyrt nema ánægjuraddir um þetta reykingabann," sagði Ragnar Steingrfmsson hjá Sundlaugun- um i Laugardal er hann var innt- ur eftir því hvers vegna komin væru upp skiltí um allan norður- bakka laugarinnar er bönnuðu reykingar. „Sóðaskapurinn af þessu var orðinn svo mikill, undir bekkjum, úti í hornum auk þess sem sígarettustubbar og eld- spýtur fuku út f laug,“ sagði Ragnar. Ekki er þetta reykinga- bann þó algert, því ennþá er leyft að reykja í sólskýlum og rætt er um að koma upp sérstöku reyk- ingasvæði í slakkanum aftan við gæzluskýlið. - BH Þessi unga stúlka lætur reykinga- bannið ekkert á sig fá, enda kom- in í laugarnar til að njóta sólar- innar en ekki tóbaks. (DB-mynd Sv.Þ.) Týnast munir á sjálfu Þjóðminjasafninu? Hvað hefur orðið af 10—12 út- skornum munum eftir Hjálmar Lárusson útskurðarmann, sem gefnir hafa verið Þjóðminjasafni Islands? spyrja systkinin Hjálmar Hjálmarsson og Sigriður Hjálmarsdóttir. Getur verið að þeir hafi týnzt á sjálfu Þjóðminja- safninu? Þar finnast nú aðeins þrír þessara gripa. Hjálmar Lárusson var faðir þeirra, dverghagur maður á bein og tré, sem fæddur var árið 1868. Smíðaði hann marga góða gripi, sem lítið er nú vitað hvar eru niðurkomnir. Hjálmar yngri, sem er lögreglu- þjónn á Húsavfk, kom til Reykja- vikur um miðjan apríl sl. og hafði þá samband við Þjóðminjasafnið þeirra erinda að fá að taka myndir af verkum föður síns. Talaði hann þar við Gísla Gests- son safnvörð, sem taldi engin tor- merki á, en kvað þó bezt næði til ljósmyndunar þá daga er safnið væri lokað almenningi. Hjálmari segist svo frá að mánudaginn 2. maf hafi hann komið ásamt Sigríði systur sinni til fundar við Gísla Gestsson l Þjóðminjasafninu og hafi Gísli þegar farið að smala saman þeim munum, er um var talað. „Kom hann strax með drykkjar- horn með útskornum dýramynd- um,“ segir Hjálmar, „og þegar nöfn dýranna voru lesin kom út vísan: Haukur, lóa, álka, örn, æður, spói, krákur. Gaukur, tóa, boli, björn, brimill, kjói, fákur. Meðan drykkjarhorn þetta var skoðað og myndað,“ heldur Hjálmar áfram frásögn sinni, ,,fór Gísli i aðrar göngur og kom þá með rostungstönn útskorna. Þriðju göngur gekk Gísli og kom með tóbakspontu útskorna. Þessa muni gæti verið að faðir minn hafi skorið út, þó við hefðum aldrei séð þá áður. Nú voru allar göngur gengnar, en ekki fannst fleira af munum eftir föður minn, en þar eiga að vera 12—14 munir. Var þá spurt um höfundaskrá. Nei, hún var ekki til heldur og ekki spjaldskrá heldur." Eru þau systkin Hjálmar og Sigriður að vonum vonsvikin yfir þvf, að í Þjóðminjasafninu fyrir- finnist ekki lengur margir þeir munir. er þau telja sig vita að hafi verið gefnir þangað eftir föður þeirra. „En hvað hefur þá orðið af hin- um hlutunum?“ spyrja þau. „Hvað hefur orðið af myndum af fornmönnum, sem faðir okkar skar út?“ Nefna þau útskornar myndir af fornmönnum, Agli Skallagrims- syni, Skallagrimi, Kveldúlfi og Kjartani Ólafssyni, sem þau muna eftir að listamaðurinn faðir þeirra hafi skorið út. Eina þeirra mynda, af Agli Skallagrímssyni, gaf Kjartan Thors framkvæmda- stjóri Þjóðminjasafninu fyrir mörgum árum. Sigríður minmst þess fyrir 10—12 árum að dr. Kristján Eld- járn, þáverandi þjóðminjavörður, hafi sýnt henni eina þeirra mynda er nú finnast ekki á safn- inu. Segir Sigríður að dr. Kristján hafi þá talið að hinar myndirnar lægju með öðrum munum þar á efsta lofti safnhússins. -ÓV Hvenær á að úða trén? Garðyrkjumenn deila I útvarpinu 7. júnf sl. var lesin auglýsing frá Félagi skrúðgarðyrkjumeistara þess efnis að garðeigéndur voru var- aðir við að láta úða garða sina nema við 12—15 stiga hita. Vegna þessarar auglýsingar gerðu fyrirtækin Uði og Garð- prýði athugasemdir þar sem segir að fyrirtækin hafi mörg undanfarin ár úðað garða við lægra hitastig og hafi hún nær undantekningarlaust borið árangur. Auk þess segja tals- menn fyrirtækjanna það al- mennt viðurkennt að úðun við lægra hitastig en 12 stig hafi full áhrif. DB hafði samband við Vil- hjálm Sigtryggsson fram- kvæmdastjóra Skóg- ræktarstöðvar Reykjavíkur og bar undir hann þetta mál. Vilhjálmur sagði að úðun- in kæmi að mun betra gagni ef heitt væri í veðri. Hann sagði að í lagi væri að úða ef hitinn væri yfir 10 stig, en eftir því sem hitnaði i veðri yrði efnið virkara. Ef úðað væri þegar hitinn væri undir 10 stigum þyrfti meira efni til þess að drepa maðkinn. Við þær að- stæður hreyfir maðkurinn sig minna og efnið kemur siður að notum. -JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.