Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 10. JTJNÍ 1977. Lánasjóður íslenzkra námsmanna auglýsir umsóknarfrest um námslán og ferðastyrki fvrir veturinn 1977-78. Lánin eru veitt skv. lögum nr. 57 1976. Ákveðið hefur verið að umsóknar- frestur og afgreiðslutími lánanna veturinn 1977-78 verði eftirfarandi: Sumarlán og haustlán Umsóknarfrestur Afgreiðsla hefst 15. júli 15. okt. nám erlendis 15. nóv. nám á Íslandi Aimenn lán 15. okt. Vorlán 15. jan. Vor- og sumarlán 15. apríi 1. mars 1. apríl l.júli Sé umsókn ekki skilað fyrir tiltekinn frest verður hún tekin inn með um- sóknum sem berast fyrir næsta um- sóknarfrest. Þannig að t.d. umsókn um haustlán verður ekki afgreidd fyrr en með almennum lánum ef hún er ekki send sjóðnum fyrir 15. júlí. Umsóknarfrestur er hér með aug- lýstur, en þar sem umsóknareyðublöð eru enn ekki tilbúin fyrir næsta vetur eru námsmenn og umboðsmenn vin- samlegast beðnir að geyma auglýsing- una. Sérstaklega verður auglýst, þegar umsóknareyðublöð verða tilbú- in. Jafnframt vill sjóðurinn benda sér- staklega á eftirfarandi atriði: 1. UMSÓKNIR skulu berast eða vera settar í póst í síðasta lagi þann dag sem auglýstur umsóknarfrestur rennur út. Umsóknir sem berast of seint færast til næsta umsóknar- frests. Umsóknir, sem eru ekki f.vlltar út eins og eyðu- blaðið segir til um, eru endursendar. Þó er gert ráð fyrir að upplýsingar um t.d. skóla, námsland, heimilisfang á námstíma, tekjur eða þess háttar, séu hugsanlega ekki fyrir hendi þegar umsókn er lögð inn. Skulu þessar upplýsingar þá sendar við fyrstu hentugleika og þó eigi síðar en mánuði fyrir áætlaðan útborgunartíma. Náms- menn eru minntir á að senda upplýsingar um heimilis- fang á námstíma og allar breytingar á þeim eins fljótt og mögulegt er. 2. FYLGISkJÖL með umsókn: a. PRÓFVOTTORÐ frá sl. vetri, stúdentspróf eða önnur námsgráða. b. VOTTORÐ UM TEKJUR þegar síðast var sótt um (ef námsmaður hefur sótt um áður). Námsmenn erlendis skulu skila íslensku tekjuvottorði og tekjuvottorði frá námslandinu. c. INNRITUNARVOTTORÐ fyrir áramót og eftir ára- mót. Námsmenn á tslandi þurfa i flestum tilfellum ekki að senda innritunarvottorð því sjóðurinn fær þau beint frá skólanum. d. ABYRGÐ OG UMBOÐ. Umboð skal gefa á umsókn. Abyrgð þarf að útfylla fyrir hverja afgreiðslu láns. Abyrgðarmenn mega ekki vera eldri en 65 ára og ekki yngri en 20 ára. Hjón geta ekki verið ábyrgðarmenn fyrir sama láninu, nema þau hafi aðskilinn fjárhag og skal þá leggja fram með ábyrgð gögn, er sanna að svo sé. Framanlalin fylgiskjöl skal leggja inn ásamt umsókn. Ef ekki er mögulegt að leggja þau inn með umsókn þurfa þau að berast sjóðnum a.m.k. mánuði fyrir áætlaðan afgrciðslutíma, ef mögulegt á að vera að afgreiða lánið á tilsettum tíma. Ef fylgiskjöl og breytingar á umsókn berast ekki fyrir þann tíma tefst afgreiðsla lánsins sem því nemur. Sjóðurinn æskir þess hér með að fylgiskjöl með umsókn- um séu send beint til sjóðsins. Stefna sjóðsins er sú að reyna að koma á beinna sambandi við námsmenn er- lendis og minnka þunga umboðsmannakerfisins. Það er þvi mjög áríðandi að nám'smenn veiti nákvæmar upp- lýsingar um heimilisföng sín á námstíma og þær breyt- ingar sem verða á þcim. 3. STARFSEMI LÍN. Skrifslofa sjóðsins er að Laugavegi 77, Reykjavík. Almenn afgreiðsla er opin frá kl. 13 til 16 mánud. — föstud. Almennur símatími sjóðsins er frá kl. 9 til 12 og 13 til 16 mánud. — föstud. Sími: 25011. Þessi tími er þó takmarkaður þegar afgrciðsla lána stendur yfir. Viðtal við framkvæmdastjóra sam- kvæmt umtali. Vinsamlegast geymið auglýsinguna. Reykjavik, 9. júní 1977 Lánasjóður íslenskra námsmanna. AMIN VAR BARA AÐPLATA — fóraldrei frá Uganda Grunur manna reyndist réttur, er Ugandaútvarpið staðfesti í gærkvöld, að Idi Ainin hefði aldrei farið úr landi áleiðis til Bretlands. Blekking- ar hans um að hann hygðist koma til Bretlands og sitja þar samveldisráðstefnuna voru reyndar orðnar svo yfirgengi- legar að flestir voru löngu hætt- ir að trúa honum. Brezkur maður var hand- tekinn í Uganda í gær, — grunaður um njósnir. Sagt er, að verði hann sekur fundinn. verði hann tekinn af lifi. Um það hil 240 Bretar éru nú í Uganda, flestir trúboðar, en einnig kaupsýslumenn og bændur. Þeim hefur verið bannað að fara úr landi. James Callaghan forsætis- ráðherra Breta lét hafa það eftir sér, er fréttist um ,,frystingu“ Bretanna, að hann gæti ekkert gert fyrir þá, þar sem þeir dveldustí Uganda af fúsum og frjálsum vilja. I Utvarpið i Uganda sagói meðal annars að Amin ætlaði að fara sjóleiðina til. Bretlands, — frá vinveittu Evrópuríki. Það Evrópuríki reyndist vera — þegar á reyndi — Frakk- land. Nú hefur komið í ljós að allar frásagnir af för forsetans voru uppspuni. i SKÆRULIÐAR GEGN KÚBU ÞJÁLFAÐIR í BANDARÍKJUNUM Bandaríska stjónvarpsstöðin CBS mun í kvöld sýna þátt þar sem fram kemur. að strax eftir Svínaflóainnrásina á Kúbu fyrir 16 árum hafi Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, ákveðið að hefja „óyfirlýst" stríð á hendur Castró. Veitti hann tíu milljónir dala til stofnunar kúbanskrar skæru liðahreyfingar er þjálfa skyldi á Miami-skaga í Bandaríkjun- um. 1 skæruliðasveitum þessum sem kallaðar voru „leyniher CIA“ voru þúsundir kúbanskra útlaga er flúið höfðu byltingu Castrós. Erlendar fréttir ASGEiR TÖMASSON REUTER Gíslarnir í Hollandi: Allt við það sama Brátt eru liðnar þrjár vikur síðan Suður-Mólúkkarnir í Hollandi tóku gísla sína, fimmtíu og níu talsins, sem þeir halda enn. Samningaumleitanir þær er þegar hafa átt sér stað milli hollenzku stjórnarinnar og Mólúkkanna hafa allar farið út um þúfur og er nú óvist um áframhaldið. Senn fer að líða að því að sálarástand gíslanna sé komið á það hættulegt stig að stjórnin þurfí aó fara að taka ákvörðun um hvort ekki borgar sig að stofna lífi gíslanna í hættu til að bjarga sálarheill þeirra. „Bjargið okkur" tókst einum gíslanna að senda með mors- merkjum með handspegli út um lestarglugga. Ástand þeirra gisla sem Mólúkkarnir hafa sleppt til þessa er vægast sagt afleitt. Kennara sem sleppt var varð að setja á deyfilyf og liggur hann því i móki. Hópur ungra Mólúkka i Hollandi birti i gær yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu hollenzku stjórnina að fara að semja vié Mólúkkana af alvöru, ella mætti búast við fleiri aögerðuin sem þessum. Sökuðu þeir hollenzku stjórnina um dug- le.vsi við að reyna að nálgast pólitiska lausn á málefnum S u ð u r - M ó 1 ú k k u e.v j a. Tveir menn ýta vagni með matarbirgðum eftir teinunum að lestinni þar sem Mólúkkarnir halda gíslum sínum. Lestin sést í baksýn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.