Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUNl 1977. 7 í nýútkominni bök vestur-þýzka Ijósmyndarans Rainers Fabian er meðal annars þessar myndir að finna. Þær ættu að gefa nukkra husmynd um efni bókarinnar, sm nefnist „Die Fotografie als Dokument und Falsehung" eða „Ijósmynduuin sem heimild og fölsun". Myndirnar eru af ráðamönnum i Tékkóslóvakíu. Á efri myndinni er Duheek enn við lýði en á þeirri neðri hefur hanu verið IjarlxKður. Auk þess hefur Swoboda, sem er í forgrunni, stækkað mikið. hrátt fyrir að þessi fölsun sé vel unnin hefur falsarinn j'lf.vml öðrum fæti Duheeks þar sem hvíta örin bendir á neðri myndinni. Kf til vill hefur hann með þvi viljað j;efa til kynna að endurskoðunarsinnar eini enn ítök í tékkneska kommúnisla- flokknum. Zambía/Samveldisráöstefnan: Meiri aðstoð við skæruliða í Ródesíu Ný stjórnar skrá í Chile Augusto Pinochet forseti Chile sagði í morgun að her- stjórn hans hefði ákveðið að láta semja nýja stjórnarskrá f.vrir landið. Við gerð henn- ar verður sérstaklega haft í huga að kommúnistum verði ekki kleift að koma neinum af sínum málum áleiðis í Chile. Atta lögfræðingar hafa unnið við það um nokkurt skeið að setja saman nýju stjórnarskrána. Sú gamla, sem nú er í gildi, var gerð árið 1925. Pinochet sagði, að hún væri ófullkomin, til dæmis gæfi hún „niðurrifs- öflum" kost á að vaða uppi. Pinochet og chileanski herinn tóku við völdum í Chile árið 1973 af Salvador Allende. Verkamannaflokk- urinn ekki í stjórn — þrátt fyrir að ekki sé mikill ágreiningur milli flokksinsog Likud Það fór eins og búizt hafði vepið við, að Verkamannaflokkurinn í Israel hafnaði boði Menachems Begin um samstarf með Likud- flokknum. Þrátt fyrir það eru stjórnendur flokkanna sammála um hvernig standa skuli að ýmsum mikilvægum þjóðfélags- málum. Shimon Peres, formaður Verkamannaflokksins og for- sætisráðherraefni hans i þing- kosningunum á dögunHjm, kvað ágreining ríkja á milli flokkanna um hvernig sambandinu við Bandarikin skuli háttað og jafn- framt um samningaviðræður við Araba. Ilann kvað þá hafa verið á sama máli um að óæskilegt væri að nýtt Palestínuríki yrði stofnað á vesturbakka Jórdanár. Begin og Peres voru einnig sammála um að ekki skyldi leyfa fulltrúum PLO að taka þátt i friðarviðræðunum í Genf. Þrátt fyrir þetta hefur Verkamanna- flokkurinn valið sér það hlutverk að verða í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil. Finnið fimm villur Kenneth Kaunda Zambíufor- seti fór fram á í ræðu sinni á samveldisráðstefnunni í Lundúnum að veitt yrði meiri aðstoð svörtum skæruliðahreyf- ingum í Rödesíu. Kvað hann hermenn sína jafnframt til- búna til að ráðast inn i Ródesíu ef þörf kræfi. Ráðstefnan, með þátttöku 33 ríkja, ræddi jafn- framt hættuna á stríði á Kýpur og möguleikana á að Bretland veitti frelsi síðustu nýlendu sinni i Mið-Ameríku, nýlend- unni Belize. í dag er á dagskrá ráðstefn- unnar bilið milli ríkra þjóða og snauðra og möguleikarnir á því að koma þróunarlöndunum út úr vítahring fátæktarinnar. é Kenncth Kaunda: Aðstoðum svSrta ska-ruliða i Rödesíu. Pinochet. Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli óskar að benda viðskiptavinum sínum á eftirfarandi atriði í nýrri reglugerð um inn- og útflutning peninga, er tók gildi 10. þ.m. 1. Samkvæmt henni má hver farþegi verzla fyrir 7 þús. íslenzkar krónur við brottför og aðrar 7 þús. krónur við komu til landsins. Óski farþegi eftir að verzla fyrir hærri upphæð verður að greiða mismuninn í erlend- um gjaldeyri. 2. Notkun ávísana í íslenzkum krónum er óheimil. Vegna stutts fyrirvara hefur Fríhöfnin þó fengið undanþágu frá Seðlabanka íslands til þess að taka við slíkum ávísunum til 15. júní nk. við brottför og til 10. júlí nk. við komu. Að lokum vill Fríhöfnin beina þeim tilmælum til allra brottfararfarþega er óska eftir að verzla fyrir Is- lenzkar krónur að hafa vió höndina brottfararspjald (Boarding Card) til þess að flýta fyrir afgreiðslu. stelpur 09 strákar Dagblaðið býður ykkur velkomin til leiks. Sölukeppni hófst 1. júní. Fjöldi söluverðlauna. Upplýsingar í afgreiðslunni MMBIHBW Afgreiðsla Þverholti 2 sími 2 70 22 Fjármálastjóri Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er laust til umsóknar. Óskað er eftir að umsækjandi hafi viðskiptafræðimenntun eða góða starfsreynsiu við bókhald. Laun eru samkvæmt launaflokki B 21. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum fyrir 20. júní til rafveitu- stjóra sem veitir nánari uppl. um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.