Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 10
10 frfálst, úháð dagblað Útg«ffandi Dagblaðið hff. Framkvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólffsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fráttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Ssavar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blfcðamann: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Holgi Pótursson, J.akob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skriffstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M., HaBdórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. AAfcWmi blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. aiwtafcið. f Satnáng og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerö: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Fánýttþref Almenningur fordæmir seina- ganginn í kjarasamningunum, meðan verkföllin skerða efnahag- inn og tekjur launþega. Viðræð- urnar um vísitölumálið nú sýna, að samningar ættu að geta náðst á skömmum tíma, ef samningamenn tækju á sig rögg. Hvað hafa samningamennirnir verið að gera síðustu vikur? Jú, þeir hafa þrefað mikið um mál, sem jafnvel Björn Jónsson forseti Alþýðu- sambandsins telur tiltölulega ómerkilegt, sér- kröfurnar. Menn þrefuðu um, í hvaða röð ætti að taka málin fyrir. Atvinnurekendur sögðu, að ekki væri hægt að semja um hina almennu kauphækkun, fyrr en séð yrði, hvernig færi um sérkröfurnar. Þetta var rétt afstaða að því leyti, að sumir hóparnir höfðu lagt fram sér- kröfur, sem fólu í sér miklu meiri kauphækkun en aðalkröfurnar sjálfar. Það var eðlilegt, að atvinnurekendur vildu ræða sérkröfurnar fyrst, svo að þeir fengju þær ekki í bakið eftir á. Sáttanefndin lagði til, að jafngildi tveggja og hálfs prósents kauphækkunar yrði látið mæta sérkröfunum. Forystumenn verkalýðsfélaganna tóku þeirri tillögu illa, en atvinnurekendur samþykktu þær nokkuð fljótt. Atvinnurek- endur voru hins vegar tregir til að ræða sér- kröfurnar í einstökum atriðum. Menn þrefuðu og þrefuðu, og hvað gerðist svo? Jú, eftir margra vikna þras voru sérkröfurnar teknar fyrir og ræddar á undan aðalkröfunum. Þegar farið var að taka það mál í alvöru reyndist tiltölulega auðvelt að semja um þær og það á grundvelli tveggja komma fimm prósentanna. Nú hafa langflestir hópar launþega samið um sérkröfur á þessum forsendum og það tók í raun og veru ekki nema nokkra daga, þegar á annað borð var farið að líta á málið. Allt þrefið hafði því verið til einskis. Á meðan stóð yfir- vinnubann, skyndiverkföll voru gerð og hafin lota verkfalla um allt landið. Reynslan sýnir, að unnt hefði verið að ganga frá sérkröfunum í meginatriðum fyrir næstum mánuði. En stífnin réð ferðinni og bakaði þjóðarbúinu mikinn skaða, sem auðvitað þýðir, að minna verður til skiptanna, minna kemur í vasa bæði launþega og atvinnurekenda. Atvinnurekendur spilltu síðan fyrir með síðasta tilboði sínu. Þegar menn höfðu jafnað sig eftir það, var farið að tala um eitt af aðalmálunum, vísitölubæturnar. Þá kom í ljós, að ekki var mikið bil á milli. Það hafði aðeins vantað, að málið væri rætt í alvöru og á grund- velli, sem sáttanefnd hafði lagt. Þegar þetta er skrifað er ekki útséð, hvort vísitölumálið leysist strax, en auðséð er, að þar er ekki óbrúandi bil. Með góðum vilja má semja um vísitöluna á skömmum tíma. Einnig þetta hefði verið unnt að gera strax eftir að umræðugrundvöllur sáttanefndar kom fram. Þarna hefur þjóðarbúinu blætt. Því ber að krefjast þess af samningamönn- um, að þeir hætti ómerkilegu þrefi og fari að semja. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUNt 1977. Við úðum okkur inn í eilífðina —vísindamenn benda á að mannkynið sé á göðri leið með að eyða ózonlagi andrúmsloftsins. Með því er lífi á jörðinni jafnframt eytt. Krabbamein í húð eykst hjá fólki. Dýr missa sjónina. Frumur deyja í gróðri. Samsetning andrúmsloftsins breytist. Þetta er aðeins smáhluti þess arfs sem við ætlum komandi kynslóðum ef við bregðumst ekki skjótt og kröftuglega við og tökum fyrir jiotkun úðabrúsa, — það er þeirra hluta, sem við í daglegu tali köllum spraybrúsa. „Við erum að skapa okkur vandamál sem mun smám saman verða okkur ofviða,“ segir bandarískur sér- fræðingur, dr. Edward Epstein að nafni. „Áhrif klóróflúormet- ans (CFM), sem fer út i and- rúmsloftið í dag, koma kannski ekki í ljós fyrr en að tíu árum liðnum. Verulegir erfiðleikar verða eftir eina eða tvær kyn- slóðir, þó að síðar meir reynum við að gera okkar bezta." Epstein veitti forstöðu nefnd bandarískra vísindamanna sem komu saman í Washington á dögunum og þinguðu þar ásamt vísindamönnum frá 32 öðrum þjóðum. Fundur þessi hlaut nafnið Ózon-ráðstefnan og var fyrsta alþjóðlega tilraunin til að meta hvað myndi raunveru- lega gerast ef ózonlag andrúms- loftsins eyddist. Sameinuðu þjóðirnar áttu frumkvæði að ráðstefnunni. Hin góða þátt- taka sýnir glögglega að menn eru að vakna til meðvitundar um hvaða þýðingu það hefði fyrir allt líf á jörðinni og hana sjálfa ef maðurinn eyðilegði með athöfnum sínum ózonlagið, — skjöldinn sem ver okkur fyrir takmarkalausum útfjólu- bláum geislum sólarinnar. Auk þess að vekja athygli á skaðsemi klóróflúormetans lögðu vísindamennirnir á það áherzlu að þörf væri á rannsókn annars varasams efnis — köfnunarefnisáburðar. Umhverfisráð Sameinuðu þjóðanna boðaði til fundarins í Washington í þeim tilgangi að örva menn til að reyna aö afla sér sem beztrar vitneskju um ózonlagið. Bandariska nefndin kvað töluverðrar vitneskju hafa verið aflað um skaðsemi klóróflúormetans. Norskur vísindamaður komst hins vegar að hárréttri niöurstöðu um ástand mála er hann sagði: „Vandamálið er að við vitum ekki hvað við vitum ekki og það tekur tíma að afla sér vitneskju um það!“ Bandaríkjamenn svöruðu því til að vissulega væri vitneskjan um ózonlagið takmörkuð og loksins þegar hennarhefðiverið aflað kynni að vera orðið of seint að snúa aftur. Afleiðingar götótts ózonlags eru taldar verða margvíslegar. Meðal annars skemmast DNA- kjarnasýrur, líkur á húðkrabba- ASGEIR TÓMASSON meini aukast, sjóntaugar dýra skemmast, plöntufrumur drep- ast, lífríki í fersku vatni breyt- ist og hlutföll andrúmslofts jarðarinnar raskast. Mjög stutt er síðan yfir- völdum fjölmargra landa var gerð kunn þessi yfirvofandi hætta. Afleiðingin er meðal annars sú að nú velta Banda- rikjamenn því alvarlega fyrir sér að banna framleiðslu og notkun ónauðsynlegra úða- brúsa, svo sem hárlakks, svita- lyktareyðis. fægilagar og ýmiss konar ilmefna til að„bætaand- rúmsloftið". Með þessu verður lekið f.vrir notkun 75% fram- leiðslunnar á úðabrúsum. Önnur lönd hafa gripið til minni aðgerða vegna klórðflúormetannotkunar. Ekki er taliö æskilegt að fara út i róttækari aðgerðir fyrr en al- þjóðlegl samstarf hefur náðst. Möguleg áhrif köfnunaretms- .iburðar a ózonlagið hafa enn ekki verið könnuð til hlitar. Afleiðingarnar fyrir land- búnaðinn yfirleitt, og þó sér í lagi í þriðja heiminum, gætu þó verið mjög alvarlegar. Köfnunarefnisoxiðið í andrúms- loftinu er með öllu skaðlaust en þegar það er sýrt er ózonlagið í hættu. Afleiðingin er sú að vísindamenn verða að kanna allan köfnunarefnishringinn til að kveða á um hversu miklu köfnunarefnisoxíði sé óhætt að bæta út í andrúmsloftið án þess að skaða ózonið. Reikna má með því að slíkar rannsóknir taki þrjú til fimm ár. Sérfræðingarnir voru sam- mála um að eyðingaráhrif eld- fjalla, sólargeisla og kjarn- orkusprengja væru ekk: nægilega vel kunn nú sem stendur. Könnun sú sem þeir féllust á að inna af hendi I framtíðinni nær einnig til þeirra fyrirbæra. Ýmsum stofnunum Sam- einuðu þjóðanna hefur verið falið að starfa að rannsóknum efna sem talin eru hafa áhrif á ózonlagið. Það kemur mórgum á óvart að bandarískir vísindamenn skyldu leggja blessun sína yfir það að Concorde þotan brezk/franska fengi lendingar- leyfi í Washington, á meðan allt eftirlit er hert og menn tor- tryggja meira og meira fjöld- ann allan af skaðlegum efnum. Það leyfi dregur vafalaust að nokkru úr þeim vaxandi ótta, sem tekinn er að búa um sig meðal almennings, um að allt frá úðabrúsum til hljóðfrárra farþegaþotna vinni smám saman að gereyðingu lífs á jörð- inni. Allt beinist nú að því að hefja samstarf við að stöðva versta óvin mannkynsins — manninn sjálfan — við þá iðju sína að dreifa áburði og sprauta úða á það sem verndar hann f.vrir því sem hann þekkir ekki en grunar að sé skelfilegt. Sameinuðu þjóðirnar benda á að það samstarf sé bráð- nauðsynlegt. Árangurinn veltur þó eingöngu á vilja þeirra, sem jörðina byggja, að taka þátt í rannsóknunum. Því fyrr sem hafizt er handa, því betra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.