Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUNl 1977. 13 Á ÞREMUR VÍGSTÖÐVUM Fjöldi listsýninga i vetur hefur veriö með eindæmum og ber hin dræma aösókn upp á síðkastið vott um að menn séu orðnir mettaðir, auk þess sem sól og óvæntir frídagar hafa dregið fólk út á land. En það er ekkert lát á sýningum víða um bæinn. I Bogasal Þjóðminja safnsins sýnir danskur lista- maður sem ég kann engin deili á, Henrik Vagn Jensen að nafni, en hann mun hafa sýnt hér áður. Undnir kroppar Verk hans eru sérkennileg, bæði hvað tækni og inntak snertir og ólík innbyrðis, en fyrirferðarmestur er einskonar symbólismi þar sem undnir kroppar og undirfurðuleg and- lit svifa um í ljósvakanum. Inn á milli má svo finna hefðbundnar landslagsmyndir héðan og erlendis frá og stúdíur af ákaflega illilegum hausum. Það er ekki ljóst hvaða tilfinningar listamaðurinn hefur gagnvart þessum hugar- fóstrum sínum og því er um- fjöllun hans afar lausleg og átt að venjast frá Hafsteins hendi en inntakið hefur hins vegar ekki breyst mikið. Þar er kannski ekki glímt við erfið vandamál og ekki er þar kafað djúpt í mannssálina, en hins vegar tjáir Hafsteinn áhvggju- lausa lífsgleði betur en nokkur annar. Litir hans eru sterkir, glannalegir á köflum en ekki eins rígbundnir ákveðinni umgjörð og oft áður og dansa ásamt fljúgandi línum þvert yfir myndflötinn Mér fannst ég verða var við sterkari snerti- gildi í myndum Hafsteins en fyrr og væri gaman að sjá hann taka til við „collage" eða annars konar samsetningar á striga sínum, en það mundi brjóta frekar upp á stífu mynd- bygginguna, sem hann oft tileinkar sér. settum andstæðum og nú hafa andstæður Kristjáns horfið og eftir eru andlitin ein, stór og pen eins og úrklippur úr ,,Vogue“, án mótvægis og þvi án tilgangs. Að vísu má enn finna magnaðar samsetningar á þessari sýningu Kristjáns, — ég vísa til „Sótthreinsunar" (nr. 4) og „Heims Bergljótar" (nr. 13), sem áður hefur verið sýnd, en þær eru í miklum minni- hluta. Kristján virðist einnig vera að fikra sig 'áfram með kerfisbundnar myndraðir (nr. 2 & 3) og enn sem komið er hafa þær tilraunir ekki borið marktækan árangur. Nú væri hollt fyrir listamanninn að athuga stöðu sína vel áður en hann leikur næsta leik. AÐALSTEINN INGÓLFSSON Myndlist Kristján Kristjánsson: Heimur Bergljótar. Frá sýningu Hafsteins Austmanns. skaplítil. Athyglisverð er þó notkun Jensen á tréristu þar sem hann þrykkir stærri myndir en ég hef áður séð í þeim mióli og virðist ekki þrykkja myndir sínar í meir en einu eintaki sem er að snúa hefðbundinni vinnuaðferð alveg við. Listamaðurinn hefur því bersýnilega tamið sér sér- kennileg vinnubrögð og þarf nú aðeins að finna hugarflugi sínu ákveðnari farveg. Hress og kátur Sýningar á Loftinu við Skóla- vörðustig hafa verið strjálar í vetur, hvað sem veldur. En fyrir skömmu sýndi Gunnar Örn (Junnarsson á þeim vig-' stöðvum og nú sýnir þar Haf- steinn Austmann, hress og kátur eftir ferðalög á meginlandi Evrópu. Flestar eru myndir Hafsteins nýjar af nálinni, en með nokkr- um eldri myndum í bland. Þær nýju eru smærri en við höfum Mikið álag Kristján Kristjánsson mynd- listarmaður hefur verið mikið í sviðsljósinu á undanförnu ári, en á þeim tíma hefur hann tek- ið þátt í hvorki meira né minna en 5 samsýningum í Reykjavik og haldið eina einkasýningu á Neskaupstað. Þetta er töluvert álag á einn listamann, en Kristján virtist lengi vel halda sínu striki og framleiða fjölda klippimynda þar sem spilað var skemrritilega á súrrealíska strengi. Myndir Kristjáns eru ekki hrollvekjur og ekki er mikil áhersla lögð á erótík í þeim, heldur hafa þær einkennst af einskonar draumaandrúmslofti þar sem dularfull andlit ljóma og töfra- fuglar fljúga. Enn sýnir Kristján og í þetta sinn í Gallerí SÚM og virðist mér sem hann nú sé búinn að þurrausa það hugmyndasvið sem verið hefur undirstaða verka hans hingað til. Góður súrrealismi uppsker myndrænan áhrifamátt úr sam- IÐNAÐARHÚSNÆÐI TIL LEIGU Til leigu er um 135 ferm húsnæði við eina mestu umferðargötu borgarinnar. Húsnæði þetta er að hluta á annarri hæð, en vegna mjög góðrar og áberandi staðsetningar og stórra sýningarglugga kemur það jafnt til greina fyrir verzlunarrekstur (t.d. húsgagna- verzlun, byggingavöruverzlun, heimilistækjaverzlun eða véla- og varahlutaverzlun) sem skrifstofu- eða iðnrekstur. Húsnæðið skiptist í 9 fm sal, 20 fm her- bergi (viðarklætt) og 25 fm herbergi auk salerna. Lofthæð í húsnæðinu er yfir 3 m. Húsnæðið er óvana- lega bjart. Langur leigusamningur kemur til greina. Ennfremur stækkunarmöguleikar síðar. Húsnæðið er laust og getur afhending á því farið fram strax. AÍlar nánari upplýsingar eru veittar í síma 18820 á skrif- stofutíma.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.