Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 1
mM friálst, úháð dagblað 3. ÁRG. — MÁNUDAGUR13. JÚNÍ 1977 — 125. TBL. RITSTJÓRN SIÐUMÚLA 12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11,“ 'AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSlMI 2702Í Island gerir þad ekki endasleppt í landsleikjum sínum í knattspyrnu. Stórþjóðirnar sækja ekki lengúr guli í greipar okkar, þótt við séum ekki fjölmennir. Norður-írar komust að þessu fullkeyptu á laugardaginn. Þrátt fyrir mikið stjörnu- flóð í liði þeirra urðu þeir að láta sér lynda 0:1 tap á Laugardalsveili. — A myndinni skorar Ingi Björn sigur- markið — SJA ÍÞRÓTTIR I OPNU BLAÐSINS. DB-mynd Bjarnleifur. Tölva brann yfir: HERJOLFUR STRANDAÐI Þegar Herjólfur, nýja Vest- mannaeyjaferjan var að leggjast að Básaskersbryggju i Eyjum um fimmleytið á laugardaginn vildi það til að skipið tók skyndilegt viðbragð og fór á fulla ferð áfram og stöðvaðist ekki fyrr en uppi í fjöru. Herjólfur bakkar venjulega að bryggjunni til að nálgast brúna þar sem ekið er um borð. Fór allt eðlilega fram þar til nokkrir metrar voru eftir að bilabrúnni, en þá gerðist það á um tveim mínútum, að skipið tók viðbragð áfram og sigldi um 250 m vega- lengd upp í grynningar sem eru þarna beint á móti bryggjunni. Herjólfur sat á grynningunum þar til á háflóðinu á sunnudags- nóttina að tókst að koma skipinu út með hjálp Löðsins. Hvorki skrúfa né bolur skipsins lét nokkuð á sjá við þetta óhapp. Er farið var að kanna hvað hefði valdið biluninni kom i ljós að stjórntölva, sem sér um sam- skiptin milli stýrishúss og vélar, hafði brunnið yfir með þeim afleiðingum að skipið fór á fulla ferð áfram. ---------------------------^ Lóðsinn aðstoðar hér Herjólf þar sem hann situr fastur. DB-m.vnd Ragnar Sigurjónsson. Snemma á sunnudasgsmorgun var síðan flogið með varatölvu af sama tagi frá Reykjavík út í Eyjar og hún sett í skipið. Er það ekki nema nokkurra klukkustunda verk. En um hádegisbilið þegar prófa átli hina nýju tölvu gerðist alveg þaósama. Nýjatölvan brann yfir, en þar sem áhöfnin var nú við öllu búin tökst að grípa til neyðarstýringar áður en illa færi. Var því Herjólfi lagt í höfninni í Eyjum og beðið eftir sérfræðingi frá norsku Vittmann verksmiðj- unum til að yfirfara stjórnkerfið og setja í nýja tölvu. Var vonast eftir sérfræðingnum til landsins seint á sunnudagskvöld og búizt við að Herjólfur gæti hafið áætlunarferðir í dag. Til að ferðir féllu ekki niður var Gullborgin leigð og var hún í ferðum milli lands og Eyja í gær. BH Bílaviðgerðir, skipa- smíðar og járnsmíði stopp í dag „Verkfallið nær til hátt á fjórða þúsund manns og má.þar nefna bifvélavirkja, blikksmiði, og stál ’og tréskipasmiði," sagði Guðjón Tómasson, fram- kvæmdastjóri Sambands málrn- og skipasmiðja í viðtali við DB í morgun, en sambandsmenn eru i verkfalli í dag og einnig verkamenn tengdir störfum þeirra. Þó er ekki verkfall i þessum greinum, á Suðurnesjum, Vesturlandi og ísafirði. Þau verða seinna, fyrst á þriðjudag á Suðurnesjum og hin verða samhliða verkföllu^n annarra verkalýðsfélaga á staðnum. Um það hvað kynni að stöðvast í öðrum greinum vegna þessa verkfalls vildi Guðjón ekki spá en nefndi þó að skip kvnnu að stöðvast og jafnf ramt bilar. Um kl. 8 í morgun var ekki vitað um nein verkfallsbrot og átti Guðjón ekki von á slíku. G.S. Vilja ekki aflétta glæpnum af þeim sem eiga — um sjömenn sem ætlaekki íverkfall — sjá bjs. 5 Bráttkunnum viðaðverða mát — sjá kjallaragrein Friöriks Á. Brekkan ábls.ll Lengri verk- föll eftir 21. júní Stefnt er að.þvi að eftir allsherjarverkfallið 21. júní verði ótímabundin verkföll í ákveðnum „lykilgreinum." Þar verður því ekki um allsherjarverkfall að ræða. Ekki verður ákveðið fyrr en siðar í dag, á fundunt i félög- unum, hvernig þessum verk- föllum verður háttað. HH A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.