Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 6
« T)AGRI.Áf)IÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚNl 1977. Bankinn á ruslið Þessi ruslahaugur er eign Útvegsbanka Islands og er staðsettur í Höfnum á Reykja- nesi, sem er snyrtilegur staður að öðru leyti. Sérfræðingar bankans munu hafa rannsakað þetta drasl með tilliti til hugs anlegrar sölu í brotajárn, en lengra virðist málið ekki hafa náð og þorpsbúar sitja uppi me,ð þessa eign Útvegsbankans í miðri herferðinni fyrir bættri umgengni. -DB-mynd: SJ. TÖLVU-ÚRfrá[33 skeiðklukku { ogtímaminni §1 R-18B-1 býður upp á: 1) Klukkust.. min.. 10 sek., 5 sek.. 1 sek. 2) Fyrir hádegi — eftir hádegi. 3) Mánuður. dagur, vikudagur. 4) Sjálfvirk dagatalsleiðrétting um manaðamót. 5) Nákvæmni +/+ 12 sek.á mánuði. L (i) l.jðshnapnur lil afleslrar i m.vrkri. K 7) Kal'hlaðai er endisl yfir 15 mánuði H 8) Ryðfrilt stál. Wk !)) 1 árs ábyrgð og viðgerðaþjónusla. STALTÆKI Vesturveri, sími 27510 sterka rvksusan... # Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega ogsparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks ioft- mótstöðu í stóru ryksíunni, stóra. ódýra pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er \ | NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódvrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan. Ný keilu-slanga: 20% meira sogafl, stíflast síður. Traust þjónusta Afborgunarskilmólar FHNIY HATUN6A ■ vlllA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bílastæði Ætlar að skrifa bök um íslenzkan arkitektúr: Buckminster Fuller hrífst af bárujárni Fuller: „Þríhyrningar eru hið eðlilega form náttúrunnar". (DB-m.vnd Ragnar). i tilefni vísinda- ráðstefnunnar „Vöxtur án vist- kreppu" sem lauk nú um helg- ina kom til landsins fjöldi heimsfrægra erlendra vísinda- manna. Meðal þeirra var banda- rískur arkitekt, áttatiu og tveggja ára gamall, R. Buck- minster Fuller að nafni. Fuller hefur komið einu sinni hingað til lands og kynnti hann þá, sem nú hugmyndir sínar um byggingar og byggingarform. Segir hann þrihyrninga vera hið eðlilega form náttúrunnar vegna þess að það sé hið einfaldasta. Pýramídar eru einföldustu byggingar er um getur, þ.e. með fæsta fleti er til þarf til að geta staðizt allt álag. Með þríhyrningahugmyndir sínar að leiðarijósi hefur Fuller allt frá 1927 unnið að bygging- um gerðum úr þríhyrndum einingum. Bárujórn Á ferðum sínum um ísland hefur hann tekið eftir sérkenn- um islenzks arkitektúrs, báru- járni. Bárujárni, sem ekki er aðeins notað á þök, eins og erlendis, heldur líka sem klæðning. Þetta hefur Fuiler ekki orðið var við annars staðar en hér, þrátt fyrir að hann hafi farið fjörutíu og tvisvar sinnum í kringum hnöttinn. Þykir hon- um vel hafa tekizt til með báru- járnið hér á landi, svo hann hefur ákveðið að skrifa bók um islenzkan arkitektúr. Borgari leimsins Buckminster Fuller lætur fylgja heimilisfangi sínu í New York að hann búi á jörðinni, í lok heimilisfangsins stendur orðið ,,jörð“. Og ef hann er spurður hvar hann eigi heima svarar hann „á lítilli plánetu sem nefnist Jörðin". Er hann hóf kynningu sína á þrí- hyrningunum fyrir 50 árum sá hann að húsagerðarlist mann- kynsins hafði dregizt aftur úr. Flugvélar og öll farartæki væru að fara fram úr húsagerð. Sá hann að við svo búið mætti ekki standa og hóf þvi að þróa nýja tegund húsagerðarlistar. Fuller er afar upptekinn maður, þrátt fyrir aldurinn sem hann ber vel, og liggur við að allur tíini hans sé skipulagður eitt ár fram í tímann. „Synergetics" nefnist bók er Fuller gaf út 1975 og bar sú bók undirtitilinn „flatarmálsfræði hugans“. Var sú bók upp á 900 síður, og er á næsta ári von á annarri bók frá honum, jafn- þykkri. -BH. Nauthólsvíkurlækurinn fær andlitslyftingu: Bakkarnir verða græddir upp og vegur f jarlægður Innan skamms verður væntan- lega hafizt handa um bráða- birgðalausn til að bæta aðstöðu við heita lækinn í Nauthólsvik. Þá er borgarráð samþykkti fyrir skömmu að læknum skyldi ekki lokað samkvæmt beiðni sem fram var komin, var borgarverk- fræðingi falið að gera tillögu um baðaðstöðu við lækinn. Á fundi borgarráðs 7. júni var lagt fram bréf borgarverk- fræðings varðandi bráðabirgða- lausn fyrir baðaðstöðu við lækinn ásamt kostnaðaráætlun, því á fjárlögum borgarinnar fyrir þetta ár var ekki veitt fé til slíks verks. Efnislega fjallaði bréf verk- fræðingsins um að erfitt væri að gera tillögur um bráðabirgða- lausn, sem yrðu áfangi í endan- legri lausn. Lagt er þó til að bakkar lækjarins verði ræktaðir upp svo og að vegurinn sem nú liggur á brún lækjarm.vnnisins verði færður fjær. allt upp að girðingu sem þarna er skammt fyrir ofan. Þannig yrði bif- reiðaumferð fjarlægð frá lækn- um, en langflestir munu koma þar af hreinni forvitni. Borgarráð fól borgarverk- fræðingi að framkvæma umrædd- ar bráðabirgðaaðgerðir og jafn- framt að gera kostnaðaráætlun fyrir hreinlætisaðstöðu þar. Þó framtíðartillögur um að- stöðu við lækinn séu á engan hátt ákveðnar mun þegar vera rætt um að gera þar setpolla og fleira lækjargestum til hagræðis, auk þess sem reynt verður að fyrir- bvggja slysahættu. ■ASt. Hraðf rystihúsið á Eskifirði stækkað Hraðfrystihús Eskitjaroai hefur fyrir nokkru stækkað loðnubræðsluna um helming. Eftir stækkunina getur verk- smiðjan brætt um 1000 mál a sólarhring. Ennfretnur hefur þessi stækkun og breyting i för með sér góða nýtni á öllu soði. sent kemur úr loðnu, sem áðui fór mest allt til spillis. Aætlaður kostnaður er 350 milljóntr að sögn Aðalsteins Jónssonar (Alla ríka) fram- kvæmdastjóra og hefur verkið gengið samkvæmt áætlun, þrátt fyrir eftirvinnubann. Regina

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.