Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 9
DACíBLAÐIÐ. MANUDAGUK 13. JUNl 1977. 9 Holland: 8 manns féllu er endi var bundinn á aðgerðir S-Mólúkka Aðgerðir suður-mólúkkönsku skærulioanna í Hollandi hlutu skjótan endi aðfaranótt laugar- dagsins. Um klukkan tvö um nóttina (5 að staðartíma) hófu hermenn úr sjóher landsins skot- hríð á lest þá sem Suður- Mólúkkarnir höfðu haldið 51 gísl í tæplega tuttugu daga. Átta manns létu lífið, — sex Mólúkkar og tveir gíslar. Á sama tíma réðust hollenzkir hermenn að barnaskóla í nokk- urra kílómetra fjarlægð. Þar voru fjórir kennarar í haldi. Skærulið- arnir gáfust upp bardagalaust. Kkki kom til neins mannfalls. Joop den Uyl forsætisráðherra Hollands sagði á fundi með frétta- mönnum eftir aðgerðirnar að stöku sinnum væri ofbeldi nauð- synlegt til að ná fram sinum mál- um. Hann kvað aðgerðirnar gegn Suður-Mólúkkunum vera nokkuð sem stjórn landsins liti á sem vörn. Andreas van Agt dómsmála- ráðherra, sem mikið hefur komið við sögu i umsátrinu, tók í sama streng og kvað stjórnvöld hafa reynt allar hugsanlegar leiðir til að binda enda á ástandið. Suður-Mólúkkar hafa hótað að snúa baráttu sinni fyrir sjálfstæði heimaeyja sinna til Indónesíu. Hollendingar lofuðu því fyrir þrjátíu árum að suðurhluti Mólúkkaeyja myndí aldrei þurfa að lúta stjórn Indónesíu en hafa ekki staðið við það. „Okkur hefur greinilega mis- tekizt ætlunarverk okkar, — að þvinga hollenzku stjórnina til að halda loforð sitt og hjálpa til við að frelsa Suður-Mólúkkaeyjar undan Indónesum," sagði suður-mólúkkanskur maður eftir að umsátrinu lauk og bætti við: „Stjórninni er greinilega ekki annt um líf landsmanna eftir því sem gerðist á laugardaginn. Barátta okkar í Hollandi er því gagnslaus.“ GÍSLARNIR TVEIR LÉTUST VEGNA AÐGÆZLULEYSIS ÞEIRRA SiÁLFRA Meðal þeirra gísla sem komust lífs af var tvítugur námsmaður, Peter Pot. Hann kvað gíslana tvo hafa dáið því að þeir trössuðu að grúfa sig niður á lestargólfið eins og þeim var fyrirskipað að gera í gegn um gjallarhorn áður en hermennirnir réðust inn í lestina. Gíslunum var skipað að liggja á gólfinu og óttast ekki á meðan hermennirnir héldu uppi tíu mínútna linnulausri skothríð á lestina. Tveir þeirra, M. van Gaarsel. fertugur að aldri og tvitug stúlka, A. Monsju, hlýddu ekki. Þau lét- ust bæði samstundis er þau fengu byssukúlur í höfuðið. „Við vorum stíf af hræðslu á meðan lætin stóðu yfir,“ sagði Peter Pot fréttamönnum. Hann varð eins og allir hinir gíslarnir að fá meðferð geðlækna eftir að hann var laus úr gíslingunni. Eftir langvarandi spennu með samfellda skothríð fyrir eyrunum að lokum voru þeir meira og minna orðnir þurf- andi fyrir að geta létt á sér. EINN GISLANNA HELT UPP Á TVÍTUGSAFMÆLIÐ SITT — en féll í áhlaupinu á laugardaginn Ansje Monsju, annar gislanna tveggja, sem féllu í áhlaupinu á laugardaginn, hélt upp á tvítugs- afmæli sitt í lestinni. Er gíslarnir höfðu verið frelsaðir og ræddu við sálfræðinga, var afmælisveizl- an, sem þeir héldu Ansje til heiðurs, öllum ofarlega í huga. Gíslarnir hjálpuðust við að baka bráðabirgða-afmælistertu henni til heiðurs. Að öðru leyti hafði fólkið lítið við að vera. Nýkomið Kvenblússur, margar tegundir. Kvenpils, nýirlitir. ELÍZUBÚÐIN, Skipholti 5 Fjölskyldur Suður-Mólúkkanna sem féllu fá lík ættingja sinna afhent í dag. Þau verða jarðsett á morgun. Einn skæruliðanna var kona. Vegna ástandsins, sem varði i tæpa tuttugu daga, er sambúð Hollendinga og Suður-Mólúkka fremur stirð þessa stundina. Stjórnin hefur þegar hafið viðræður um hvernig bezt sé að meðhöndla ásakanir Mólúkkka um svikin loforð og að koma þeim til hjálpar. Helzta markmið stjórnarinnar er að ná á sitt band ungum róttækum Suður- Mólúkkum, sem eru fyrir löngu orðnir leiðir á aðgerðalitlum leið- togum sínum og vilja ná fram málum sínum með hernaðarað- gerðum. Foríngi skæruliðanna sagðist aldrei myndu fara í fangelsi Honum varð að ösk sinni „Eg mun aldrei fara í fangelsi,“ sagði Max Papilya, 24ra ára gam- all leiðtogi suður-mólúkkönsku skæruliðanna níu, sem gættu gísla sinna í járnbrautarlestinni skammt frá þorpinu Groningen í HollandiJMax hafði rétt fyrir sér. Hann féll í áhlaupi hollenzku her- mannanna ásamt fimm félögum sínum. Þeirra á meðal var ein. stúlka, Hansina Oktoseja, 22ja ára gömul aðstoðarstúlka tannlæknis. Einn skæruliðanna í lestinni er alvarlega særður á sjúkrahúsi Hinir tveir ásamt fjórum skæru- liðum, sem héldu gíslum sínum í barnaskóla, sitja nú í gæzlu. Þeir mega eiga von á tíu til tólf ára fangelsi. Sálfræðingur, sem oftsinnis ræddi við fyrirliðann, Max, á meðan ástandið varði, kveður hann hafa verið mun harðari en félaga hans. Það hafi reynzt ómögulegt að brjóta niður sjálfs- traust hans, eins og reyna átti. Eitt sinn, er þeir tveir ræddu sam- an, kvaðst Max aldrei myndu fara í fangelsi, því að hann gæti ekki lifað slíka frelsisskerðingu af. — Sálfræðingurinn, dr. Dick Mulder, taldi Max hafa haft eins konar uppreisnarmannsyfirbragð yfir sér, eins og hægt hefði verið að ímynda sér Che Guevara. En í daglega lífinu var Max enginn byltingarforingi. Hann starfaði á skattstofunni í Assen. Þann 23. maí — daginn, sem Suður-Mólúkkarnir réðust á barnaskólann og járnbrautarlest- ina, bað Max um fri í vinnunni, því að hann þyrfti að skreppa til læknis í Groningen. Það var í síð- asta skipti sem hinir starfsmenn- irnir á skattstofunfti sáu hann. Enn hefur ekki'verið gefið upp, hverjir hinir mannræningjarnir voru, en talið að þeir hafi flestir verið frá þorpinu Bovensmilde. Stórkostlcét tilboS á framköllun—örugglega það bezta Ný litfilma INTERCOLOR II: Með hverri framköllun fáið þér án nokkurs aukagjalds nýju Intercolor II litfilmuna sem tryggir bjartari og betri litmvndir en nokkru sinni fvrr. Myndaalbúm , Og hér er aukabónus: Þér fáið í bvert sinn mjög skemmtiiegt vasamynda- albúm án aukagjalds. 3__________ Allar myndir fromkallaðar á PrFPatf nýja matta pappirinn sem atvinnuljós- myndarar nota til að tryggja bezta árangur. Sjóið verðlistann: Við bjóðum yður örugglega beztu kjör- in og beítu þjónustuna. Og við ábyrgj- umst það! Framköllun*20 myndir. Verðlisti með litfilmu og vasamynda- aibúmi innifalið: Venjulegt búðarverð: 2.890 OKKAR VERÐ 2.450 Verzlið hjá okkur, það borgar sig myndiðjan ' t/°r9re,* a<í 'V/, V. ASTÞOR" Hafnarstræti 17 og Suðurlandsbraut 20

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.