Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1977. MARGTSKEÐUR TIL SJÓS Jón Dan: SÍOASTA KVÓLD i HAFI AJmenna bókafélagiö 1977. 211 bls. Nýja saga Jóns Dans er fyrir ýmsra hluta sakir undarleg bók. En það er ekkert undar- legt við það auðkenni sögunnar sem fyrst liggur í augum uppi: hina nákvæmu svið- og tíma- setningu atburðanna. Sagan gerist á nákvæmlega tiltekn- um tima, eða frá því í apríl og fram í október árið 1965, en umgerð atburða í sögunni eru tvö bréf sem þá eru dagsett. Sjálf atburðarásin í sögunni fer fram á miklu skemmri tíma, gerist um borð í skipi á leið frá Kaupmannahöfn til Reykja- víkur, sem trúlega á þá að vera Gullfoss, hefst við brottför skipsins, en lýkur daginn sem stigið er á land í Reykjavík. Á sama máta eru persónur í sögunni all-nákvæmlega skil- greindar. Aðal-sögumaður er rithöfundur og að góðum og gömlum sið sjónarvottur at- burða í sögunni frekar en þátt- takandi sjálfur. Hann heitir Oddur Þór og er það raunar bínefni, dregið af „author“. Á sama hátt eru aðrar persónur einnig upp- nefndar: Maupassant, Bel Ami, prinsinn, gula drottningin, ljúfa Anna, Trumbi, Gottskálk eða herra lattassi, meistari, svo aðeins sé hið helsta nefnt. En stétt þess og staða er ljós og skýr í sögunni. Maupassant et annar rithöfundur, eða allténd höfundarefni, prinsinn og Bel Ami námsmenn á heimleið frá Þýskalandi, drottningin og ljúfa Anna eru léttúðardrósir sem hafa haft atvinnu af nektardansi í Kaupmannahöfn, herra Gottskálk hefur lengi verið sendiráðsritari, einkum í Þýskalandi, en meistari er þjónn hans, Trumbi er unglingspiltur sem hefur verið að gutla við tónlistarnám í Kaupmannahöfn, en á nú að byrja aftur í menntaskóla. Móðir hans, Oddný, kom að sækja hann til Kaupmanna- hafnar, en fer á heimleiðinni að stíga í vænginn við sparisjóðs- stjóra nokkurn, sem er þeim samskipa. Það er hann sem stýrir gleðskap „siðasta kvöld í hafi“ þegar örlög skipast. Það er ekkert undarlegt né skrýtið við þessa stað- og tíma- setningu atburða eða þá per- sónuskipan í sögunni. Nema þá það að í rauninni kemur ekkert af þessu efni hennar neitt við. Sagan gæti gerst hvar sem er og hvenær sem er og hverjir sem er tekió þátt í henni. Meir að segja er spursmál hvort efni hennar væri það ekki ávinn- ingur að gerast í meiri fjarlægð og meðal ókunnuglegra fólks. kannski á Islandssiglingu snemma á öldinni, allténd fyrir fyrra stríð, eða þá á einhverju alþjóðlegu lystiskipti i hnatt- ferð, þar sem sögur oft eru látnar ske, eða hóteli, eða hressingarhæli, sem líka hafa vel gefist. Bara ekki í svona miklum námunda við lesand- ann. Þvi að væntanlega skiptir það meginmáli fyrir framgang sögunnar að lesandi festi auð- veldlega trú á það fólk og at- burði sem hér greinir frá. Og það veittist að minnsta kosti undirrituðum lesanda fjarska örðugt, þrátt fyrir hennar raun- sæislega yfirskin, ef ekki bein- línis vegna þess. En frásagnarhátturinn á sög- unni er að sínu leyti sam- kvæmur öðru raunsæi hennar. Aðal-sögumaður er sem fyrr segir Oddur Þór, vitni og áhorf- andi atburða sem snerta hann djúpt, svo djúpt að hann ræðst í að taka saman þessa frásögn og ritstýra henni. Oddur Þór segir frá í upphafi og niðurlagi sög- unnar, aðrir kaflar eru lagðir í munn Maupassant, Trumba og herra Gottskálki, en bréfin tvö sem fyrr voru nefnd stílar systir hans, María nokkur Þórisdóttir. Það eina skrýtna við þennan frásagnarmáta er að allir hafa sögumenn þessir eiginlega einn og sama rithátt og nosturslega stílfæri og að- hyllast sama dýrindis tepru- skap í siðferðislegum efnum. En hvað er þá undarlegt við söguna? Það er ekki atburða- rásin sjálf, út af fyrir sig, neitt sem gerist í sögunni, öllu heldur skilningur sem lagður er í atburðina og lagður út af þeim, einhvers konar táknleg merking sem fólki og atburðum í sögunni á að leggjast til i meðförunum. Ekki veit ég hvort tíðkaðist á Gullfossi fyrrum að efna til sér- staks gleðskapar kvöldið áður en komið var að landi. Enda má það einu gilda. Hvað sem því líður er þvílíkt skemmtikvöia aðalefni þessarar frásagnar: „En síðasta kvöld í hafi varð ekki einungis tilbúin dagskrá og fyrirfram æfð heldur miklu fremur sýning á sálum, sem skyndilega og undirbúnings- laust tættu af sér hverja spjör,“ segir sagan. Forustu í þessu gamni hefur fyrrgetinn sparisjóðsstjóri sem hennar vegna er nefndur vökukóngur í sögunni og fær á sig æ því iskyggilegri mynd sem lengra líður á hana. Kannski hann sé fjandi sjálfur eða hans ígildi. Það vill þá tii að annað og æðra máttarvald á líka sinn fulltrúa um borð þar sem er herra Gott- skálk: „starfsmaður við tvö eða fleiri sendiráð í Evrópu árum saman, þá jafnframt tónlistar- gagnrýnandi við franskt tíma- rit, kvæntur vellauðugri aðals- mey og á þeim tímum svo vinsæit tónskáld að sköpunar- verk hans klingdu hvarvetna í eyrum....“ Nú virðist hann vera mállaus, orðinn ekkill og hefur fyrir nokkrum árum misst son sinn með sorglegum hætti. Farþegarnir tveir, sendiráðsrit- ari og sparisjóðsstjóri, hefðar- maður og dóni persónugera þau meginöfl sem takast á um líf og heill annars fólks i sögunni og þá í fyrsta lagi námsmannanna tveggja frá Þýskalandi, sem báðir eiga unnustur í landi, og svo stráksins Trumba. Prinsinn er mesti svallari, drekkur og duflar við drottninguna sem fyrr var nefnd, en ljúfa Anna leggur hug á Bel Ami. Hann vill halda sér hreinum af kvenfóiki uns hann finni unnustu sína í landi og tekst það reyndar fyrir tilverknað herra Gottskálks auk eigin ásetnings. En sálna- sýning sú sem áður var nefnd kemur einkum fram í nektar- dansi sem þær dansa stöllur (ásamt reyndar þriðju fríð- leikskonunni til) og gengur prinsinn glaður og reifur til leiks með þeim, en öðrum verður mikið um. Nú líður og bíður uns komið er í land, og tekur þá ekki betra við. Bel Ami hittir unnustu sína ólétta eftir annan. Aftur á móti kemur prinsinn ölmóður og sveittur að finna sína unnustu sem hefur beðið hans með tryggð og hollustu, hin siðprúð- asta mær og hreinleikinn holdi klæddur, systurdóttir sjálfs OLAFUR f JÓNSSON ® Bók menntir Comet P122 nýja sýningarvélin er mjög fullkomin og í" staá þess að sýsla með vandasamar stillingar getur þú reglu- lega notið myndarinnar. Það er sjálfvirk fiimuþræðing og sterk ZOOMLINSA (18/30 mm) gefur hárná- kvæma mynd. I>ú getur sýnt á mismunandi hraða, (18—24 m/sek. og 6—8 m/sek.) og einnig sýnt eina mynd í einu eins og ljósmynd, eða jafnvel afturábak til frekari skemmtunar. Óvenju sterkur myndlampi (12V/100W TUNGSTEN HALOGEN) gefur kost á geysistórri mynd og hægt er að sýna allt að 120 mtr. (ea 35 mín.) samfellda filmu, jafnt SUPER 8 og STANDARD 8. Electric zoom 444 de luxe nýja kvikmyndatökuvélin þín er mjög vandaður gripur, alsjálfvirk og jafn einföld í notkun og venjuleg ljósmyndavél. T.T.L. rafeindaauga stillir ljósopið sjálf- krafa og gefur merki ef birta er ónóg til myndatöku. Sterk rafstýrð ZOOMLINSA (f/1.8 — ll/38mm) gefur þ'ér kost á að taka fjarlæg myndefni í smáatriðum. Það eru 3 upptökuhraðar, ,,REFLEX“ sjón- auga í gegnum linsu með stillanlegu sjón- gleri (+ / •- 2 dióptre) og innbyggður lampi til að kanna ástand rafhlaðna. Auk þess fylgir linsuhlíf og lúxus taska með hálsól BrcadarUolli 20 - Sinii 15285 KVIKMVNDASETT Stórt kvikmyndatjald (125x125 sm) hvítt með svörtum kanti og strekkjara upprúllað í málm-sívalning. Kvikmyndalampi fýrir innimyndatöku með 1000W HALOGEN-peru, ljósmagn 33000 lux. Nýja kvikmyndasettið þitt á eftir að veita þér og fjölskyldunni ómældar ánægjustundir með litlum kostnaði, en 15 metra kvikmynd kostar ekki' meira en 12 litljósmyndir. Með settinu fylgir auk þess stutt kvikmynd svo þú getur strax prófað nýju sýningarvélin. — GÓÐASKEMMTUN — Við bjóðum þér þetta vandaða kvikmyndasett ó sérlega hagstœð- um kjörum. ÚTBORGUN KR. 55.000 + burðargjaid OG KR. 13.900 á mánuði í 4 mánuði. Sendu okkur kr. 55.000 í ávísun, eða inn á Gíróreikning 50505 og við sendum þér settið um hæl. Ef þú ert ekki fullkomlega ánægður með viðskiptin getur þú skilað settinu, gegn fullri endurgreiðslu, innan 10 daga frá móttöku. herra Gottskálks. Verður nú eins og vonlegt er mesta agg og vei í sögunni þegar upp kemst hvernig í öllu liggur, og hver missir sína unnustu og unn usta. Lítil sem engin von til þess að þau nái saman að lok- um, sem þó eiga svo augljóslega saman, Bel Ami og Áslaug, heitkonan dygga. Þá er að segja af Trumba. Hann er djúpt snortinn af yndis þokka ljúfu Önnu þótt hann um leið skelfist áhrif hennar, fælist móður sína og vökukóng, sem sífellt sitja að spilum, leit- ar halds og trausts hjá Gottskálki eins og væri hann faðir hans og finnur það sumar- langt við tónlist og garðyrkju. En viti menn, kemur ekki vökukóngur undir haust og fer að freista hans með stelpunni. Af því leiðir ekkert minna en að drengurinn deyr, dettur af hestbaki ,,og var þegar örendur", en því olli vökukóngur á gulum bíl. Önnur skýring er líka til á dauða drengsins enhana leggur meist- ari til, bakarameistari ofan af Akranesi sem hætti iðn sinni til að gerast i staðinn þjónn og matsveinn hins tónelska sendi- ráðsritara og hans vellauðugu frönsku frúar. „Hann sagði: herra lattassi missir alltaf son sinn.“ Síðasta kvöld í hafi er með öðrum orðum saga um sálar- háska og enda beinan lifsháska sem af kynhvötinni stafi — það „ok“ og þá „þyrnikórónu" sem á menn sé lögð með „kalli kyn- stofnsins“. Boðskapur hennar gengur þá út á nauðsyn skirlífis og siðprýði eigi vel aðfarnast. Það hefði að vísu orðið siðfræði sögunnar til framdráttar ef auðnast hefði að setja hana fram í trúverðugra samhengi fólks og atburða, með raun- verulega virkri raunsæisaðferð- Það skeður margt til sjós. En sá heimur sem hér er lýst með öllum kynórum, kynfælni sinni virðist því miður tómur tilbúningur, að ég segi ekki tilgerðin sjálf. AUKALEGA Ef þu sendir pöntun þina fyrír 1 5. juni sendum viö þer aö auki eina SUPER 8 litfilmu, sem er þin eign, jafnvel þótt þú akvoöir aö skila settinu. HUS- byggj- endur Fyrirliggjandi: Glerullar- einangrun Glerullar- hólkar Plast- einangrun Steinullar- einangrun Spóna- plötur Milliveggja- plötur Kynnið ykkur verðið - það er hvergi iapgra JÓN10FTSSONHF HrioobrauúBtieiesso

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.