Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 13. JÚNl 1977. DUGLEGA RIGNINGU ÞARF TIL AÐ BÆTA ÚR VATNSSKORTI íREYKJAVÍK Nóg vatn er f undið á f ramtíðarvatnasvæði en f é og tfma vantar til að leysa vandann „Það er nóg vatn að finna og reyndar þegar fundið á því vatna- svæði sem i framtíðinni verður vatnsból Reykvíkinga. Spurning- in um að hafa nóg vatn er aðeins spurning um fjármagn til fram- kvæmda og tíma til að vinna það sem gera þarf." Þannig komst Þóroddur Th. Sigurðsson, vatns- veitustjóri í Reykjavík, að orði i viðtali við DB. ,,En bílaþvottasvæðin í Reykja- vík geta ekki fengið vatn fyrr en til góðrar úrkomu bregður. Úr- komumagnið á þessum vetri og sérstaklega á þessu ári er svo langt undir meðallagi, að yfirborð vatnsbólanna í Gvendarbrunnum hefur komizt niður fyrir hættu- mörk. Nú berst aðeins nóg vatn til bæjarins ef dælt er vatni í bólin við Gvendarbrunna úr holum við Jaðar. Með 19 þúsund tonna dæl- ingu vatns þessa leið á hverjum sólarhring hefur tekizt að halda í horfinu með hæð vatns við inn- tökin í Gvendarbrunnum." Þóroddur sagði að frekar liti út fyrir strangari takmarkanir en að þeim takmörkunum sem nú eru í gildi verði aflétt við óbreyttar úr- komuaðstæður. Hann kvað vatn víða notað í óhófi og hefði vatns- veitan mælzt til þess við stærstu notendurna að þeir reyndu að tak- marka notkunina með betri nýt- ingu vatnsins. Það eru fiskvinnslustöðvarnar sem mest nota vatnið á vertíðinni og Mjólkursamsalan er t.d. mjög stór notandi, fær 650 til 1000 tonn af vatni, allt að milljón lítrum, á sólarhring. Þóroddur gaf okkur yfirlit um úrkomu í Reykjavík sl. 12 mán- uði. I júní 1976 var hún 40% yfir meðallagi, 14% yfir í júlf, 126% yfir meðallagi i ágúst, en síðan hefur hún alltaf verið langt undir meðallagi og stundum ískyggilega langt undir því. I október var hún mínus 25% frá meðallagi, mínus 15% i nóvember, mínus 72% í desember, mínus 69% i janúar, mínus 70% í febrúar, mínus 36% í marz, mínus 18% í apríl og mínus 42% í maí sl. ískyggilegast og afdrifaríkast er úrkomuleysið i janúar til marz, því undir venju- legum kringumstæðum safnast þá snjór á Bláfjallasvæðið sem er eins konar forðabúr vatnsbólanna yfir sumartímann. Til Reykjavikur berast daglega um 77 þúsund tonn af vatni. Koma um 65 þúsund tonn frá Vatnsborð Gvendarbrunna er um 40 sentimetrum lægra en venjulega eftir úrkomuleysi í marga mánuði. I Gvendarbrunna er nú dælt daglega 19 milljðnum lítra. Það nægir tii flestra þarfa, en oft skeður það að geymar Reykjavíkurborgar tæmast. Hér er vatnsveitustjöri við inntak Vatnsveitu Reykjavíkur í Gvendarbrunnum. Um þetta op hefur vatn runnið tiI.Reykjavíkur síðan 1909. DB-mynd Hörður. tveimur inntökum í Gvendar- brunnum og um 12 þúsund tonn frá Bullaugum. I janúar fyiltust geymar í Reykjavík aldrei, en tæmdust heldur aldrei. I febrúar hófust vandræði. Þá tæmdust geymarnir í Litluhlíð alla dagai nema 11. Voru geymarnir samtals vatns- lausir í 138 klukkustundir. Þá lækkaði vatnsborð Gvendar- brunna svo að ekki var hægt að framkvæma dælingu. Hófst þá dæling til þeirra úr holum á Jaðarssvæðinu og hefur staðið síðan og með henni verið haldið í horfinu í Gvendarbrunnum. I marz urðu geymarnir tómir 19 daga mánaðarins samtals í 173 klukkustundir. Tólf daga mánaðarins tæmdust þeir ekki. Eru það helgarnar og dagar þar á eftir þegar stóru notendurnir starfa minna en vanalega eða ekki. I apríl tæmdust geymarnir aðeins einu sinni í 9 klst. vegna bilunar og tvo daga varð yfir- rennsli. I maí tæmdust þeir aldrei og yfirrennsli varð 5 daga samtals 1 18 klst. Þóroddur sagði að ekki væri hægt að rýmka takmarkanir þá daga sem yfirrennsli á sér stað, því vatnsbólin fengju þá kær- komna og nauðsynlega hvíld. Þóroddur vatnsveitustjóri skýrði fyrir DB þær fram- kvæmdir sem á döfinni eru hjá Vatnsveitunni til að afla nægilegs vatns, sem þegar er fyrir hendi. Verður greint frá því næstu dag- ana. - ASt. Litljösmyndirhf.: FULLK0MNASTA „Þetta er aðallega hugsað sem „laboratori" fyrir atvinnu- ljósmynd.ara, svo lengi sem þeir vilja fyrsta flokks íslenzka gæðavöru," sagði Arni Páll Jóhannsson ljósmyndari um nýopnað stúdíó við Laugaveg- inn, Litljósmyndir h f. Fyrirtækið hefur starfað í um tvö ár og þá eingöngu við stækkun litmynda en nu hafa þeir fært út kvíarnar, bætt við sig stúdiói og taka þar allar venjulegar stúdíómyndatökur. Auk Arna Páls eru eigendur að fyrirtækinu þeir Kristján Sigurðsson og Gunnar Vilhjálmsson. Hafa þeir hver fyrir sig eina myrkrakontpu. Nú þegar stækka Litljósmyndir af filmum fjölda ljósm.vnda- stofa og atvinnuljósmyndara hvaðanæva að af landinu. -BH. Aðstandendur Litljósmynda hf„ Árni Páll. Kristján og Gunnar.(DB-mvnd Sv.Þ.) „LITALAB0RA- T0RÍ” A LANDINU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.