Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚNt 1977. g Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I ;. : . Ánægjulegast að sigra án þess að sýna toppleik — sagði Tony Knapp, landsliðsþjálfari — Við erfiðuðum fyrir þessum sigri okkar gegn N-írum í dag. Og það sem er einna ánægjuiegast er, að við unnum sigur án þess að Sþila topþleik, sagði Tony Knapp, landsliðsþjáifari tsiands eftir fyrsta HM-sigur tslands á laugar- dag. Knapp hefur enn sannað að hann er frábær skipuleggjandi og undir hans stjórn hafa ýmsir áfangasigrar náðst. Sigur gegn stórþjóðum eins og A-Þýzkalandi. Fyrsti útisigur fslands er náðist í fyrra í Noregi. Og! nú fyrst HM- sigur fslands. Vissulega nokkuð til að vera hreykinn af. — Við höfum spilað betur áður en þrátt fyrir það verið sigraðir eins og í HM-leikjum okkar gegn Belgum og Hollendingum, hélt Knapp áfram. Við lékum ekki eins og við getum gert og ég veit að við getum. — Það sem er hins vegar mjög ánægjulegt er að við komumst oft í góð marktækifæri. Við áttum fjögur opin marktækifæri og að því leyti er ég mjög ánægður og þó aðeins eitt þeirra hafi gefið mark er ég hvorki hryggur né sár — þvert á móti ánægður að við skulum komast í slík marktæki- færi. Vissulega höfðu írar boltann meir og vissulega voru trar tekniskari en við börðumst betur og verðskulduðum sigur. Þrátt fyrir að erfitt sé að nefna einstaka leikmenn get ég ekki orða bundizt með þá Inga Björn og Janus Guðlaugsson. Ingi Björn var í raun sá leikmaður, sem hafði hvað frjálsast hlutverk í liðinu. Leikmaður sem átti að koma inn í myndina og síðan hverfa. Ég sagði Inga Birni að ég ætlaðist ekki til þess að hann verðist — heldur skapaði og skoraði mörk. Það gerði Ingi Björn vissulega en hann gerði einnig meira — og i raun meira en ég gat ætlazt til. Hann var mjög virkur í varnarleiknum þegar trar voru með knöttinn. Það gleður mig mjög. Janus Guðlaugsson stóð sig hreint frábærlega. Hann meiddist og átti þess vegna nokkuð erfitt uppdráttar en hann lét það ekki á sig fá — stóð sig mjög vel. Við lékum nú annað leikskipu- leg en áður undir minni stjórn. Það var vissulega áhætta og sem— betur fer fyrir mig og Island þá heppnaðist það — við sigruðum. Við höfum átt í ýmsum erfið- leikum, það er ekkert leyndarmál. Ég hef ekki séð atvinnumenn okkar frá í september á síðasta ári. Einnig er óhemju álag á öllum því hvergi er pressa á leik- mönnum eins og í heimsmeistara- keppni. Nú eigum við eftir þrjá útileiki — gegn Belgum, Hollendingum og N-írum. Ég hef litlar áhyggjur af leikjunum í Belgíu og N- trlandi því ég veit að við getum staðið okkur vel þar. Hins vegar hef ég áhyggjur af leiknum okkar í Hollandi því þegar allt kemur til alls eiga Hollendingar á að skipa bezta landsliði heims í dag. h.halls. Sigurmark Isiands i HM- leiknum við Norður-íra. Efst Asgeir Sigurvinsson, til hægri, spyrnir knettinum á mark tra. Pat Jennings hálfvarði — og Ingi Björn Albertsson var fljót- ur að áttasig.Hljóp aðkettinum — miðmyndin — en Arsenal- bakvörðurinn, Pat Rice, er á leið i markið. Jackson reyndi að komast í veg fyrir Inga Björn, en varð of seinn. Ingi Björn spyrnti og á neðstu myndinni er knötturinn á leið i markið. DB-myndir Bjarnleifur. . Taktík okkar heppnaðist — sagði Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði íslands N-Irar spiiuðu rétt eins og ég bjóst við eftir að hafa séð þá leika gegn Skotlandi þar sem þeir töpuðu 3-0, sagði Jóhannes Eðvaldsson, fyririiði íslenzka landsliðsins eftir leikinn gegn N- írum. — N-írska iiðið er ails ekkert sérstakt og við vissum hvcrnig þeir myndu spila hér í Reykjavík. Taktík okkar heppnaðist að því leyti að við sigruðum en við breyttum leikaðferð frá fyrri árum. — Það er vissulega erfitt að koma heima og leika með lands- liðinu. En hins vegar þekkjumst við strákarnir orðið það vel og framfarirnar í liðinu eru mjög örar — það léttir mjög. Við at- vinnumennirnir reynum að miðla af reynslu okkar til annarra leik- manna. N-írarnir voru erfiðir i síðari hálfleik og Derek Spence frá Blackpool gerði mun meiri usla en David McCreery frá Manchester United. Kn efiir því sem. á leikinn leið varð ég sann- færðari um sigur enda sköpuðu írar sér fá marktækifæri. h.halls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.