Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚNl 1977. 18 I Jþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir í Þrettándi HM-leikurinn fyrsti sigur íslands Landslcikur íslunds og N-Ira var 13. HM leikur Íslands. Aidrei áður hafði Ísland unnið sigur í HM — aldrei áður hafði stig feng- izt i HM. Það er greiniiegt að sigurinn á iaugardag var mikill áfangasigur — ekki hinn fyrsti undir stjórn landsiiðsþjáifarans, Tony Knapp. Landsleikurinn á laugardag var hinn 21. undir stjórn Tony Knapp og á þessum tíma — eða frá 3. júlí 1974 hafa margir áfangasigrar náðst. tsland vann sinn fyrsta sigur í Evrópukeppni landsliða. Stuttar Edwin Moses, USA, setti nýtt heimsmet í 400 m grindahlaupi á móti í Los Angeles á laugardag. Hljóp á 47.4S sek., en eldra heimsmet hans frá Olympíuleik- unum i Montreal var 47.64 sek. Skotinn Ian Stewart náði bezta heimstimanum í 10000 m. hlaupi á móti í Wales á laugardag. Hljóp á 27:51.30 mín. en bezt áður átti Tony Simmons, Bretlandi, 28:02.1 mín. náð í Helsinki fyrir tveimur vikum. Brasilía og Vestur-Þýzkaland gerðu jafntefli í landsleik í knattspyrnu í Rió í gærkvöldi 1-1. Fischer skoraði á 54 mín. en Rivelino jafnaði fyrir Brasilíu á 86. mín. Ahorfendur voru 106 þúsund. Þýzka liðið sýndi enn einu sinni sterkan leik og þjálfari Brasilíumanna, Joao Saldanna, sagði eftir leikinn. „Það var til- viljun að við jöfnuðum, en við hefðum átt skilið að tapa.“ Argentina og England gerðu jafntefli 1-1 i iandsieik í knatt- spyrnu í Buenos Aires i gær- kvöld. Bæði mörkin skoruð í fyrri hálfieik. Stuart Pearson fyrir England og Bcrtoni f.vrir Argentínu. Ahorfendur 60 þúsund. Trevor Cherry og Daniel Bertoni voru reknir af velli átta mín. fyrir leikslok. Pearson skoraði á 3ju mín. með frábærum skallá eftir fyrirgjöf Channon, en 12 mín. síðar jafnaði Bertoni beint úr aukaspyrnu. Channon kom í stað Trevor Francis og var það eina breytingin á enska liðinu frá ieiknum við Brasilíu á dögunum. Wladyslaw Kozakiewicz, Pól- landi, setti nýtt Evrópumet í stangarstökki á móti i Bydgoz.cz á sunnudag. Stökk 5.64 m og bætti met sitt og Tadeysz Siusarski, Pól- landi, um tvo sentimetra. Pólland sigraði Bolivíu í lands- leik í La Paz í gærkvöld 2-1. Lato skoraði fyrir Póiland á 11. mín., en Jimenez jafnaði tiu mín. síðar. A lokamínútu leiksins skoraði Kaska sigurmark Pólverja. Ahorfendur 18 búsund. tsland vann sinn fyrsta sigur í Heimsmeistarakeppni. íslan.d vann sinn fyrsta sigur á útivelli. Já, vissulega athyglisvert — og stærsti ósigur tslands undir stjórn Tony Knapp var gegn Frökkum í Nantes 1975 — 0-3. Fyrsti EM sigur tslands var gegn A-.Þjóðverjum hér í Reykja- vík 1975 — 2-1. Áður hafði tsland gert jafntefli við A-Þýzkaland 1-1 í Magdeburg. A-Þýzkaland hafði árið 1974 verið í átta liða úrslifum HM-keppninnar í V-Þýzkalandi og var raunar eina þjóðin, sem sigraði heimsmeistara V- Þýzkalands í keppninni. Síðast- liðið sumar urðu A-Þjóðverjar Olympíumeistarar. Einnig í EM náði tsland jöfnu gegn Frökkum hér í Reykjavík. ' Ef við lítum til gamans á árangur tslands í HM keppni þá lítur taflan svona út: tsland 13 1 0 12 8-57 2 Ef við hins vegar litum á töflu tslands í EM-leikjum þá verður útkoman: ísland 8 1 3 4 6-13 5 Ef við lítum á útkomuna úr olympíukeppni þá verður dæmið: Island 14 1 4 9 12-31 6 En árangur tsiands undir stjórn Tony Knapp er á þessa leið — þar með taldir þrír leikir við Færeyinga sem ekki eru meðlimir í FIFA. Færeyjar — ísland 2-3 tsland — Finnland 2-2 ísland — Belgía 0-2 Danmörk — ísland 2-1 A-Þýzkaland — tsland 1-1 ísland — Frakkland 0-0 Island — A-Þýzkaland 2-1 ísland — Færeyjar 6-0 ísland — Noregur 1-1 Noregur — tsland 3-2 ísland — Sovét 0-2 P’rakkland — tsland 3-0 Belgía — tsland 1-0 Sovét — ísland 1-0 Noregur — ísland 0-1 Færeyjar — tsland 1-6 Finnland — tsland 1-0 Island — Luxemburg 3-1 tsland — Belgía 0-1 Island — Holland 0-1 tsland — N-trland 1-0 ísland hefur unnið 7 leiki undir, stjórn Tony Knapp — gert fjögur' jafntefli og tapað 10. Markatalan er 29 skoruð, 26 skoruð gegn tslandi. í leikjunum þremur gegn Færeyjum skoraði ísland 15 mörk — fékk á sig þrjú. Tölur vissulega — en Island hefur á þessu tímabili leikið við margar sterkustu þjóðir heims í knattspyrnu. Gegn þeim hafa sigrar unnizt, jafntefli fengizt og þjóðir eins og Holland og Belgía máttu teljast heppnar að fara með bæði stigin heim. Já, tsland er sannarlega komið á knattspyrnukort heimsins. Landsliði íslands verða sterk- ustu þjóðir heims að bera fulla virðingu fyrir — og þykjast Lánleysi Völsungs á Húsavík algjört Lánleysi Völsungs í 2. deild Is- landsmótsins í knaltspyrnu er mikið — og á laugardag keyrói um þverbak. Völsungur fékk Reyni frá Sandgerði i heimsókn og gestirnir fóru heim með bæði stigin, sigruðu 1-0 og skoruðu úr eina marktækifæri sínu. Völsung- ur sat hins vegar eftir með sárt ennið — eins og í fyrri leikjum á Húsavík réðu þeir lögum og lof- um á vellinum — sköpuðu fjölda marktækifæra en inn viidi knött- urinn ekki. Völsungur hóf leikinn af miklum krafti — greinilega stað- ráðnir í að laka bæði stigin. Mark- tækifæri bókstaflega komu á færibandi en lánleysi og klaufa- skapur framherja Völsungs var hreint með eindæmum. Reynir álli ekki marktækifæri i fyrri hálfleik. Einungis virtist spurn- ing hvenær Völsungur skoraði. Á 25. minútu komst Hermann Jónasson einn inn fyrir vörn Reynis og í gott færi en fótunum var bókstaflega kippt undan honum og hann féll kylliflatur. Öllum til furðu dæmdi Einar Hjartarson ekkert. Reynismenn tóku útspark — knettinum sparkað langt fram og síðan inn í vítateig Völsungs. Þar var brotið á einum sóknarmanna Réynis og óbein aukaspyrna dæmd. Reynir tók spyrnuna — knettinum spyrnt að marki og mjög klaufa- lega fór knötturinn af einum varnarmanna Völsungs í netið, 0- 1. Völsungur sótti það sem eftir var — en inn vildi knötturinn ekki og enn máttu leikmenn Völs- ungs sætta sig við ósigur. St.A. hólpnar að fara með sigur frá Reykjavík. Að baki þessu er óhemju vinna — vinna margra. Landsliðsnefndar HSÍ, sem á þessu tímabili hafa skipað ásamt Tony Knapp þeir Jens Sumarliða- son og Bjarni Felixson en Árni Þorgrímsson tók við af honum. Stjórn HSÍ hefur lagt óhemju vinnu í landsliðið undir stjórn Ellerts Schram. Tony Knapp iandsliðsþjálfari hefur lagt óhemju vinnu í það og síðast en ekki sízt — landsliðsmenn á þessu timabili hafa lagt hart að sér. Bæði í leikjum og æfingum — þeir eru sómi tslands. • h halls. La Louviere íl.deild La Louviere sigraði Patro Eisden sl. fimmtudag og leikur þvi í 1. deildinni í Belgíu næsta keppnistímabil, því sama dag sigraði Union Waterschei. I keppninni um réttinn til að leika í 1. deild hlaut La Louviere 9 stig, Waterschei 7, Union og Eisden 4 stig. Miklar líkur eru á, að Guð- geir Leifsson leiki með La Louviere næsta keppnistímabil — það er ef félagið kemst að samkomulagi við Charleroi. Úrslitaleikurinn í belgísku bikarkeppninni var háður á sunnudag í Brussei. FC Brugge sigraði Anderiecht 4-3 í hörku- skemmtilegum leik. FC Brugge vann því bæði i deild og bikar í Belgiu — en Anderlecht sigraði í bikarkeppninni 1975 og 1976. Verður i Evrópukeppni bikarhafa næsta kcppnistimabil, en Brugge í Evrópubikarnum. HM í Danmörku verður stærsta verkefni HSÍ — sagði Sigurður Jónsson, sem um helgina var endurkjörinn f ormaður HSÍ „Helzta verkefni hinnar nýju stjórnar verður að sjáifsögðu að ná einu af sex efstu sætun- um á HM í Danmörku á næsta ári,“ sagði Sigurður Jónsson, sem á iaugardag var endurkjör- inn formaður HSl með lófa- klappi á ársþingi Handknatt- leikssambands Íslands. HSÍ varð einmitt 20 ára þann sama dag. —„Verkefni næsta árs verða mörg tröllaukin. Við þurfum fyrst að stefna að að koma fjár- málum sambandsins í rétt horf,“ hélt Sigurður áfram. „Þá er einnig mikið verkefni fram- undan þar sem er þing Alþjóða handknattleikssambandsins hér haustið 1978. Það verður mikið þing — mörg hundruð fulltrúar frá liklega milli 70 og 80 löndum." Já, verkefni handknattleiks- manna næsta ár verða mörg — og nánast tröilaukin. Hér á landi fer fram NM í handknatt- leik næsta haust eða nánar tiltekið í október. Islandsmótið í handknattleik hefst 20. september og verða leiknar fjórar umferðir fram til 20. október. Landsliðsmenn okkar verða við þrekæfingar i ágúst í þrjár vikur en hverfa síðan aftur til félaganna. Síðan, að loknum fjórum fyrstu umferðum íslandsmótsins, hefja landsliðs- menn æfingar aftur en Reykja- víkur og Reykjanesmótin verða haldin i nóvember og desember án landsliðsmanna. Þann 20. nóvember fer lands- liðið í keppnisför til V- Þýzkalands og hugsanlega Svíþjóðar. Frá 24. nóvember til 1. desember verður landsliðið í æfingabúðum í Póllandi og kemur síðan heim. Hugsanlega verða leiknir allt að 8 landsleik- ir hér í desember. Þá koma Svisslendingar, siðan Júgó- slavar og loks Tékkar. Einnig er hugsanlegt að Rúmenar komi. Á timabilinu 28. des. til 12. jan. verða engir landsleikir — ''heldur stífar æfingar. Síðan verður sterkt félagslið fengið hingað til æfinga og keppni. í lok undirbúnings landsliðsins í vetur kom Slask og vildu þá margir meina að það hefðu verið mistök — en Janusz Czerwinski er á öðru máli. Hann vill bókstaflega keyra landsliðsmennina út á þessu timabili og síðan hvíld. Til Dan- merkur verður haldið 22. janúar með viðkomu í Noregi og þar leikinn landsleikur. Það er greinilegt að verkefnin eru tröllaukin. Þá var samþykkt á þinginu að beina þeirri á lyktun til stjórnar HSt að leyfa erlenda leikmenn hérlendis frá 1. september 1978. Eins var gerð lagabreyting um svæðisskipt- ingu þannig að leikmenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu geta ekki skipt um félag á keppnis- tímabilinu. Þá voru gerðar betri regiur fyrir aganefnd að starfa eftir. Stjórn HSt skipa: Sigurður Jónsson, formaður, Birgir Lúðvíksson, Birgir Björnsson, Svana Jörgensdóttir, Hákon Bjarnason og Jón Magnússon. 1 varastjórn eru Gunnar Kjartansson, Þorvarður Áki og Ölafur Jónsson. h.halls. Tíu leikmenn KA náðu sigri Efstu liðin í 2. deild — KA og Armann, mættust á grasvellinum á Akureyri á laugardag. KA hafði betur í viðureign toppliðanna — sigraði 2-1 þrátt fyrir að leik- menn KA léku 10 meiri part leiksins. Að viðstöddum um 500 áhorfendum sýndu bæði lið þokkaiega knattspyrnu og réttlát úrslit hefðu verið jafntefli. En barátta KA færði þeim tvö stig — dýrmæt stig. KA byrjaði leikinn af krafti og náði undirtökunum. En illa gekk að skapa marktækifæri. Þó fengu þeir Gunnar Blöndal og Ármann Sverrisson góð marktækifæri er ekki tókst að nýta. En sókn KA bar ávöxt á 30. mínútu. Þá braust Sigurbjörn Gunnarsson laglega í gegn og skoraði, 1-0. Ármanni tókst ekki að skapa sér marktækifæri — en á 35. mínútu varð KA fyrir áfalli. Eyjólfur Ágústsson var þá rekinn af leikvelli fyrir ljótt brot. KA lagði áherzlu á að halda fengnum hlut i síðari hálfleik og lið Ármanns hvatt áfram af góðum leik Jóns Hermannssonar, sótti stíft. KA átti af og til sk.vndi- sóknir en Ármanni tókst að jafna á 30. mínútu er Viggó Sigurðsson Fimmtarþrautar- kepþni íköstum Kjeid Andreasen, sem er Dan- merkurmeistari í fimmtarþraut í köstum, sigraði í slikri keppni á Laugardalsvelli á laugardag. Illaut 3841 stig. Varpaði kúlu 12.45. Kastaði kringlu 48.76 m, sleggju 53.11 og spjóti 49.30 m og náði 16.80 m í lóðkasti. Annar varð John Solberg með 3264 stig. Fleiri iuku ekki kcppninni. Þeir Ilreinn Halldórsson, Erlendur Valdimarsson og Óskar Jakobs- son kcpptu ekki vegna smá- meiðsia. Elías Sveinsson sigraði í kúluvarpi 14.35 m og Sten Hcde- gaard í kringlu 52.64 m. Peder Jarl Hansen var nærri danska metinu í lóðkasti, kastaði 19.57 m. skallaði í netið eftir fyrirgjöf, gott mark, 1-1. KA hóf leikinn í síðari hálfleik — Sigurbjörn Gunnarsson lék upp að endamörkum, sendi síðan á Jóhann Jakobsson er aftur sendi til Ármanns Sverrissonar og hann skoraði örugglega, 2-1. Eftir það sótti Ármann mjög stíft og á síðustu mínútu leiksins hafnaði þrumuskot Armanns á þverslá KA marksins. KA slapp með skrekkinn — og tvö stig. - St.A. Isfirðingar þoka sér upp 2. deild Ísfirðingar unnu sinn annan sigur í 2. deild islandsmótsins i knattspyrnu á laugardag. Annar sigur iBÍ — en um síðustu helgi sigruðu isfirðingar Reyni Sand- gerði. A laugardag fengu Ísfirðingar Reyni, Arskógsströnd, í heimsókn og ÍBl sigraði með eina markinu í leiknum. Ísfirðingar þoka sér þvi upp töfluna eftir slæma byrjun i mót- inu. Reynir vermir hins vegar enn botnsætið í 2. deild. Leikur liðanna á laugardag var ákaflega slakur — af beggja hálfu. tsfirðingar léku langt undir getu — sennilega sinn lak- asta leik i sumar. Haraldur Leifs- son skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og tryggði heima- mönnum sigur. Leikurinn fór að mestu fram á miðjunni — hvorugu liðinu tókst að skapa sér veruleg marktæki- færi en þó fór ekki á milli mála að ísfirðingar höfðu undirtökin í leiknum og verðskulduðu sigur. tsfirðingar hafa nú hlotið 5 stig í 2. deild — Reynir hins vegar aðeins eitt. K.K. Þröttur tók aftur stig á Norðfirði Þróttur frá Neskaupstað tók sitt annað stig í Íslandsmótinu í knattspyrnu er liðið gerði jafn- tefli við Hauka úr Hafnarfirði, 1-1, á Neskaupstað. Þróttur fékk sannkallað óska- start gegn vindinum á Neskaup- stað. Þegar á 4. mínútu lék Sigurður Friðjónsson upp að endamörkum — vippaði síðan lag- lega yfir markvörð Hauka og í nelinu hafnaði knötturinn, 1-1. Haukar sóttu síðan stíft undan vindinum — og á 24. minútu jöfn- uðu Hafnfirðingarnir. Sannkallað glæsimark og var Ölafur Jóhann- esson þá að verki, skoraði með mjög góðu skoti beint úr auka- spyrnu. Haukar sóttu mun meira undan vindinum — og er Þróttur lék undan vindinum þá sóttu þeir einnig stíft. Illa gekk hins vegar að skapa marktækifæri og jafn- tefli sanngjörn úrslit. Leikínn dæmdi Hjörvar Jensson. Dómar- inn úr Reykjavík boðaði forföll — og hljóp Hjörvar í hans skarð og stóð sig með mikilli prýði. - St.G.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.