Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 32
Bflskúrínn kostaði reynitré nágrannans lífið „Þetta fallega reynitré er búið að vera augnayndi okkar allt frá því það var gróðursett fyrir rúmum tuttugu árum,“ sagði Þorsteina Helgadóttir, Heiðargerði 72 í viðtali við DB og benti okkur á ónýtar rætur reynitrés sem er um fimrn metrar á hæð. „Nágranni minn ætlaði að byggja bílskúr á lóða- mörkunum en hafði ekki fengið útmælt fyrir honum né leyfi byggingafulltrúa. Engu að síður hófst hann handa og leigði vélskóflu til að grafa fyrir skúrnum. Gróf hann a.m.k. hálfan metra inn á mína lóð og eyðilagði tréð.“ Atti þetta sér stað á fimmtu- dagskvöldið þegar Þorsteina hafði brugðið sér frá. Er hún kom síðan heim og sá aðfar- irnar bað hún nágranna sinn hætta þessu sem skjótast, sem hann gerði ekki fyrr en Þor- steina hafði kallað á lögregl- una. Var þá greftri hætt og bíður grunnur bílskúrsins nú ákvörðunar byggingaryfirvalda um málið. - BH Neðst á myndinni má sjá hinar tættu og eyðilögðu rætur reyni trésins. (DB-mynd Sv.Þ.) Tilboð ASI: verði einua , Jilboðið setti stopp í samninga” Tilboð Alþýðusambandsins um helgina miðar við að lágmarks- kaupið verði 105 þús. krónur á einu ári, að sögn Björns Jóns- sonar, forseta ASÍ, í morgun. „Við höfum miðað við samninga til eins árs en þó látið að því liggja að við værum til viðtals um samn- inga til 1. september næsta árs,“ sagði Björn. Með þessu mundi grunnkaups- hækkunin án visitölu verða 35 þúsund á mánuði á alla, sem feng- ist í áföngum. Þýðir þetta að kaupið ætti að hækka um rúmar 20 þúsundir strax? „Við leggjum auðvitað mestu áherzluna á fyrstu hækkunina," sagði Björn. „Við viljum fá þennan ramma með svo- litlum sveigjanleika. Ég-^þori ekki að segja, hversu mikil hækkun ætti að verða í fyrstu." „Tilboð ASÍ setti stopp í samn- ingana," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, i morgun. „ASl-menn eru komnir afskap- lega lítið niður frá upphaflegu krijfunum. Með tilliti til að ríkið ætli að bæta 4 prósent sýnist mér þeir ekki hafa hreyft sig neitt.“ Bjiirn Jónsson sagði að ASÍ liti svo á að hækkanir samkvæmt um- ræðugrundvelli sáttanefndar mætti nú meta á 96 þúsund króna lágmarkslaun. I umræðugrund- vellinum var reiknað með 15 Eðlilegt er að þreyta sæki á menn í samningaþófinu. Hér hefur einn sáttanefndarmanna, Guðiaugur Þorvaldsson háskólarektor, hallað sér og ljósmyndari DB, Ragnar Th. Sigurðsson greip tækifærið og náði þessari nokkuð táknrænu mynd. Herinn, kaþólskir og unga fólkið þúsund króna hækkun strax og 6 þúsundum næsta janúar. En Björn taldi að bæta mætti 5 þús- und krónum við þetta, miðað við að kauphækkunin tæki ekki gildi 1. maí vegna tæknilegra erfið- leika og að ASl hefði fallið frá kröfu um að hækkanir á búvöru vegna „kauphækkunar bóndans“ yrðu bættar. Umræðugrundvöll- urinn miðaði við að lágmarkskaup yrði 91 þúsund eða 96 þúsund, ef 5 þúsundum væri bætt við. „Við teljum okkur hafa stigið gífurlega stórt skref,“ sagði Björn. „Upphafskröfur okkar ættu nú að metast á 117 þúsund og við bjóðum 105 þúsund. Við höfum alltaf talið umræðugrund- völlinn of lágan." „Tilboð ASl þýddi 40 milljarða útgjaldaaukningu fyrir atvinnu- vegina. Það er augljóst að það er langt umfram aukningu fram- leiðslunnar og langt fram yfir það, sem hagkerfið þolir," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson um tilboð ASl. - HH Nokkur fjöldi unglinga safnað- ist saman á „Hallærisplaninu'* og í miðbænum á laugardagskvöldið. Bar þar til tíðinda að katólskur prestur frá írlandi og aðstoðar- kona hans komu niður á ,,planið“ og röbbuðu við unglingana. Virt- ust unglingarnir kunna vei að meta þetta og ræddu mikið við hina írsku guðsmenn. Einnig var Hjálpræðisherinn með samkomu í Austurstræti þá um kvöldið og stóð fjöldi unglinga og fylgdist með tónlist og ræðuhöldum her- mannanna. Ekki er víst að hinn kristilegi boðskapur hafi verið meltur hrár af unglingum þeim er með þessu fylgdust en a.m.k. stunduðu þau ekki flösku- og rúðubrot á meðan. Jazzað í Glæsibæ Tónlistarklúbburinn Jazz- vakning gengst f.vrir enn einu tónlistarkvöldi sínu í kvöld. Þar koma fram þrjár hljómsveitir, Tívolí, Sextettinn og Hattímas, — allt ungar og efnilegar hljómveitir. Einnig leikur Pétur Jónasson gítarleikari. Venjan er sú að hóað sé saman i hljómsveit á staðnum sem síðan leikur góða stund af fingrum fram. Slíkt verður einnig í kvöld. Uppistaðan þar verður nokkrir af meðlimum hljómveitarinnar Eikar, Pálmi Gunnarsson bassaieikari og fleiri. Tónlistarkvöldið verður haldið i Glæsibæ og hefst klukkan níu. -AT- frjálst, aháð dagbJað MÁNUDAGUR 13. JÚNl 1977. Ók á þrjá menn og einn bfl Ekið var á þrjá menn eftir dansleik á laugardagskvöld þar sem þeir voru á gangi fyrir utan félasgsheimilið Arnes. Var þar að verki ungur maður úr Reykjavík sem setzt hafði undir stýri ofurölvi. Eftir að hafa ekið á mennina þrjá ók hann á bíl og stöðvaðist þar. Þar hirti Selfosslögreglan hann og tók hann i sína vörzlu. Mennirnir þrír er hann ók fyrst á voru ekki mikið slasaðir, aðallega skrámaðir og fengu þeir að fara heim til sín er gert hafði verið að sárum þeirra. BH Brauzt inn tilaðtil- kynna um innbrot Um tjogurleytið á laugar- dagsmorgun rauf skær bjölluhljómur kyrrðina í Hallarmúlanum. Var þar að verki þjófabjöllukerfið_ i Múlakaffi. Er lögreglan kom á vettvang hitti hún þar fyrir ungan mann, aðeins í kippnum. Tjáði hann lögreglunni að hann hefði verið á ferð um Hallarmúl- ann þegar hann heyrði í þjófabjöllunni. Braust hann þá inn í Múlakaffi til að reyna að komast þar í síma og láta lögregluna vita. En er til kom var þar aðeins símasjálfsali og hafði hann ekki á sér neinn tíkall til að hringja. Sagðist hann þá hafa hlaupið niður á Hótel Esju og hringt þaðan í lögregluna til að tilkynna um innbrotið. Hljóp hann stðan aftur upp í Múlakaffi og beið þar komu lögregl- unnar. Inni í Múlakaffi fannst enginn og hafði maðurinn þessa sögu að segja er tekin var af honum skýrsla. Ekki er útilokað að bilun hafi átt sér stað í viðvörunarkerfinu í Múlakaffi. BH Líf og fjör í „Læragjá” „Læragjá" er nýjasta nafnið sem gárungarnir í Reykjavík hafa gefið lækn- um í Nauthólsvík. Nú um helgina sem aðrar helgar var þar margt um manninn dag og nótt. Fór þar allt fram með friði og spekt, lögreglan kom að vísu þrisvar þangað á laugardagsnóttina og fjar- lægði nokkra ölvaða menn sem voru sjálfum sér og öðrum þar til leiðinda. Gekk það allt mótþróalaust og verður að segjast að ástandið í læknum er alls ekki slæmt miðað við allan þann fjölda er staðinn sækir. BH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.