Dagblaðið - 14.06.1977, Síða 10

Dagblaðið - 14.06.1977, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNI 1977. trfálst, úháð dagblað Framlcv»mda*tjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjansson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Roykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Saavar Baldvinsson. Handrit: Asgrimur Palsson. BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofánsdottir, Gissur Ségurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Potursson, Jakob F. Magnusson, Jónas Haraldsson, Katrín Palsdottír, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M.: HaMdórsson. Ritstjóm Síðumula 12. Afgreiðsla Þvorholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAaisími blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaöið og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerö: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Alltof stutt skref Síðasta tilboð Alþýðusambands ins gekk alltof skammt til móts við atvinnurekendur. Fulltrúar laun- þega gerðust sekir um sama glæp og atvinnurekendur áður, að spilla samningum með gagnslausu tilboði. Þrjózka beggja aðila er slík, að þeir halda sig alltof langt frá umræðu- grundvelli sáttanefndar, þótt í reyndinni ætti að vera auðvelt að semja, ef samningamenn á annað borð vildu. Umræðugrundvöllur sáttanefndar hefur gef- izt vel. Augljóst er, að á grundvelli hans má semja þegar í stað. Aðilar kjaradeilunnar hafa viðurkennt þetta á ýmsum sviðum. Eftir langt þóf og tvístíganda er búið að semja um sérkröf- urnar á grundvelli tveggja og hálfs prósents reglunnar hjá miklum meirihluta launþega. Á grundvelli sáttanefndar hefur verið samið um fyrirkomulag vísitölubóta. Hvort tveggja þetta reyndist auðvelt þegar hugur deiluaðila beindist að samningum. Á grundvelli sáttanefndar gætu aðilar nú mætzt um aðalkröfuna, hinar beinu kauphækk- anir. Fallast má á þá afstöðu, að kauphækkunin strax verði að vera meiri en fimmtán þúsund vegna breyttra viðhorfa. Umræðugrundvöllur- inn gerói ráð fyrir, að kauphækkunin fengist frá fyrsta maí. En nú verður af tæknilegum ástæðum nánast ógerlegt að reikna kauphækk- unina frá þeim tíma. Nógu erfitt yrði að miða hana við 1. júní en réttast að miða kauphækk- unina vió samningsdaginn og hafa hana þeim mun hærri. Þetta þýddi, að kauphækkunin ætti að verða um það bil tveimur þúsundum hærri en umræðugrundvöllur sáttanefndar gerði ráð fyrir. I öðru lagi hefur sú breytingorðið, að Alþýðusambandiö hefur fallið frá kröfunni um, að sá hluti búvöruhækkunar, sem felur í sér svokallaða kauphækkun til bóndans, yröi ekki bættur með kauphækkun til launþega. Bóndinn fær þessa kauphækkun samkvæmt reglunum til að jafna metin, eftir að verkamenn og iðnaðarmenn fá hækkun launa. Þetta kerfi er í sjálfu sér kjánalegt, en miklu heimskulegra væri að vaða út í víxlhæxtkanir með því að hækka ,,kaup“ bóndans eftir kauphækkun verkamannsins og hækka svo aftur kaup verka- mannsins, af því að bóndinn hefur fengið ,,kauphækkun“ og svo áfram endalaust. Því er vel, að þetta var tekið út úr vísitölunni. En miðað við umræðugrundvöll sáttanefndar mætti hugsa sér að hækka kaupið nokkuð enn, svo að kjarabætur umræðugrundvallarins héld- ust. Með þessu yrði upphafskauphækkunin orðin um nítján þúsund krónur, og þá er miðað við, að kauphækkunin tæki gildi á þeim degi, sem samningurinn væri gerður. Sjötíu þúsund króna launþeginn færi þá í áttatíu og níu þúsund strax og í níutíu og fimm þúsund, eftir sex þúsund króna kauphækkun fyrsta janúar næstkomandi. Með vísitölubótun- um væri hann þá kominn vel yfir hundrað þúsund. Við samninga, sem yrðu af þessu tagi, ættu báöir aðilar að geta sæmilega unað, miðað við, hvernig er í pottinn búið. Slíkir samningar yrðu báðum aðilum fjárhags- lega hagstæðari en að æða áfram út í verk föll og skerða meira það, sem til skiptanna er. -[ Samskipti UgandaogSovétríkjanna: )- Mannakjötsát Amins og aörar gjörðir skipta þar engu máli Kkkert virðist geta haft áhrif á góð samskipti ráðamanna í Sovétrikjunum og Amins Ugandaforseta, — ekki einu sinni fréttir þess efnis að hann fái sér öðru hvoru bita af fórn- arlombum sínum. Ýmsum brá í brún, þegar blöð skýrðu frá því að Amin hefði étið lifur nokk- urra fórnarlamba sinna vió helgiathöfn ættflokks síns til að halda frá hefndaröndum. Þrátt fyrir þessa fregn og aðrar óvenjulegar af þjóðarleið- toganum í Uganda láta Sovét- menn sig það engu skipta. Þeir halda áfram að bæta hergögn- um í ört stækkándi vopnabúr hersins. Lýsingar þess fjölda flóttamanna, sem streyma inn í nágrannaríkið Kenya, hafa heldur ekkert að segja. Yfirmaður í flugher Uganda flúði fyrir nokkru yfir landa- mærin. Hann hafði þá sögu að segja, að þrisvar í viku kæmu sendingar sovézkra vopna til landsins með herflutningaflug- vélum frá Sómalíu. Flugher- maðurinn kvað hergögnin aðal- lega vera stórar sprengjur, skotfæri og þungar vélbyssur. Aðstoð Sovétmanna nær þó ekki aðeins til blákaldra skot- hylkja og frethólka. Areiðan- legar heimildir innan Uganda- hers herma, að i apríl siðast- Iiðnum hefðu átta sovézkir MIG-21 flugmenn og fimmtán hernaðarsérfræðingar, aðallega verkfræðingar, stigið á land í Uganda. Hlutverk þeirra var að þjálfa Ugandamenn til að taka við heilum sautján MIG-21 þot- um, — góðum liðsauka við fíug- her landsins. Staða Amins virðist sterkari nú en nokkru sinni fyrr og varla hefur skripaleikur hans í síðustu viku, um að hann hygðist með öllum tiltækum ráðum komast inn í Bretland, haft nokkur teljandi áhrif þar á. Með þeim leik sýndi Amin reyndar og sannaði að hann á sterk ítök í hugum fólks um allan heim. Reyndar hugsa vel- flestir til hans með viðbjóði. ASGEIR TÓMASSON Mótmæli urðu víða um heim er á sínum tíma fréttist að Idi Amin æti fórnarlömb sín. Á mótmælaspjaldinu stendur „Amin er mann- æta.“ Nú hafa enn nýjar fréttir borizt af því að Amin leggi sér mannakjöt til munns. menn. Eitt sinn komst sú sögu- sögn á kreik að einnig væru í lífverðinum súdanskar konur, sem hlotið hefðu þjálfun í karatí. Það virðist reyndar fremur ósennilegt, en ef haft er i huga, að Amin hefur mjög gaman af öllu fáránlegu, þá getur tilvist þeirra svo sem staðizt. Amin hefur nú seiið rúmlega sex ár við völd í Uganda. Á því tímabili hafa verið skjalfest sem fullsönnuð morð á um þrjú hundruð þúsund íbúum Uganda. Til að bæta gráu ofan á svart hefur morðinginn sjálf- ur lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessara tíðu mannsláta. Efnahagslegt hrun, þjáning- ar, dauði, ógnarstjórn og ótti eru aðeins nokkur atriði, sem gefa milljónum Ugandabúa ærna ástæðu til að hata Amin, forseta sinn. Nýlegar fréttir um mannakjötsát leiðtogans eru aðeins ein ástæðan til viðbótar að vilja hann feigan.— Sovét- menn láta sér þó ekki bregða. Þeir halda áfram að senda Amin vopn, — og þiggja vináttu hans í staðinn, — hvað sem öllu mannakjötsáti og öðrum tiltektum líður. —Þýtt úr „To The Point". Aðrir hafa gaman af tiltektum karlsins og enn aðrir sjá hag í því að hafa hann fremur með sér en á móti, vegna legu lands hans. Vestrænum fréttaskýrendum virðist staða Amins í landi sínu einnig vera sterk. Tvisvar sinn- um að undanförnu hefur verið reynt að myrða hann, en án árangurs. Afleiðing þessa hefur orðið sú, að nú hafa þrjú hundruð fyrrverandi Anynaya skæruliðar verið ráðnir til að styrkja lífvörð forsetnans, — og þeir eru að sögn þeirra, sem til þekkja, engin lömb að leika sér við. Anynaya skæruliðarnir gegna einnig mikilvægu hlut- verki í rannsóknarlögreglu Amins. Lífvörður Amins er orðinn mjög alþjóðlegur. Aðaluppi- staðan í honum er þó svartir málaliðar frá Rwanda, Súdan og Zaire. Þá er þar einnig að finna þó nokkra Palestínu- Endalok þorsksins — Harmleikur íf jorum þáttum Smáfiskurinn er hreinlega ekki til Fjórði þáttur Nýjustu tölur um stærð þorsk- stofnsins, sem birtar hafa verið opinberlega eru frá fundi Norðvestur-Atlan t shafs- fiskveiðinefndarinnar sem haldinn var í Danmörku 8.-12. mars 1976. Nýrri tölur eru til, en þær eru ofan i skúffu á Hafrannsóknastofnun geymdar vandlega þar af Sigfúsi Schopka. Ut frá þeim tölum, sem finnast í skýrslu Alþjóða hafrannsóknaráðsins, má reikna sig áfram, að vísu með nokkurri ónákvæmni, til þess að finna stofnstærð þorsk- stofnsins í janúar 1977. Taflan hér á eftir sýnir stofnstærð þorskstofnsins reiknaðan út Tafla 1 frá upplýsingum skýrslu: í þessari Aldur Fjöldi fiska Þungi Stofnstærð í jan. 19"7 hvers fisks (þungi) ár millj. fiska kg þús. tonna 3 20 1.2 24 4 90 1.8 162 5 90 3,0 270 6 25 4.0 100 7 30 4.9 14T 8 8 5.7 46 9 5 6.3 31 10 1 6.8 7 11 0.3 7.5 2 12 0.1 8.5 1 13 0.1 11.0 1 269.5 791

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.