Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐi MÁNUDAGUR 20. JtJNl 1977. ✓ Ekið á hest - og stungið af Jón Gislason Hálsi í Kjós hringdi í DB og var heldur óhress sem vonlegt var. Á laugardagskvöld kl. 8-11 var ekið á brúna hryssu innan við Kjðafell í Kjós. Hryssan var mikið meidd á vinstra afturfæti er hún fánns't en bílstjórinn hafði ekið á brott. Ekki var þáð stórmannlegt að skilja særða skepnuna eftir. Lóga þurfti hryssunni. Þetta fannst Jóni fullgróft og vildi hann biðja þá sem einhverjar 'upplýsingar gætu gefið að hafa annaðhvort samband við hann eða rann- sóknarlögregluna í Hafnarfirði. » Ekki er það stórmannlegt aó skilja slasaða skepnu eftir á vegi úti og láta hána kveljast þar til einhver verður hennar var af tilviljun og lætur rétta aðila vita. STEFNUMÍÁTT TIL FULLKOMNUNAR Hvernig myndi Sigurður bregðast við ef ástin kæmi til hans í vöku eða draumi i dag? spyr bréfritari. DB-mynd R.Th. Bláttdenim kr. 3980.- Ein úr hópnum skrifar: Vegna greinar Sigurðar Jóns- sonar stýrimanns í DB 8. júní sl. skrifa ég þessa grein.Þaðer allt rétt sem hann segir i grein sinni, Að lifa í andartakinu. Þó iangar mig til að spyrja hann og biðja hann að svara. Er fólk hér svo fullkomið að það sé búið að ná því takmarki að geta elskað án mannlegra tilfinn- inga? Auðvitað stefnum við öll í átt til fullkomnunar en á þó ást milli tveggja persóna ekki rétt á sér? Veit maðurinn ekki að ástin er svo sterkt afl og virkt að hún lætur ekki mann- legan mátt hindra sig? Enginn annar máttur er sterkari og voldugri. Dó ekki Kristur á krossinum vegna elsku sinnar og þurfti hann ekki að stíga til jarðarinnar og lifa og hrærast og blanda geði við lærisveina sina á jörðinni til þess að geta elskað þá og fengið ástina endurgoldna? Ekki tel ég þann mann frjálsan sem er bundinn svo á klafa að hann þori ekki að elska i orði heidur aðeins á borði. Ef honum finnst að það sé vegna illra hugsana að elska eða að það sé eigingirni, þá er það ekki ásí. Til þess að mannleg ást geti lifnað þurfum við að hafa mannlegan líkama. Það er í gegnum hann sem við tjáum ást okkar, bæði andlega og líkam- lega. Ást, sem er endurgoldin, leiðir bæði til fegurðar og þroska. Hvernig myndi Sigurður bregðast við ef ástin kæmi til hans í vöku eða draumi í dag? Yrði hann hræddur um að missa sjálfstæði sitt eða tapa trúnni eða myndi hann láta ást sína verða að líkamlegum veru- leika? Myndi hann svara ,,símanum“ ef hann hringdi? Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraldsson Er páfinn í Róm óskeikull? Sigurður Jónsson stýrimaður skrifar: Á sautjándu öldinni var það ein grundvallarkenning kaþólsku kirkjunnar að jörðin stæði kyrr. Sú kenning að jörðin snerist var þá bannfærð sem trúvilla. A öldinni sem leið gerðu guð- fræðingar það að sáluhjálpar- atriði að menn tryðu því að heimurinn væri aðeins fimm þúsund ára gamall. Nú eru þessar deilur jarðfræðinga og guðfræðinga löngu þagnaðar og enn sýnir kirkjan hversu auð- velt hún á með að strika út „óhagganlegar grundvallar- kenningar“. A fyrri hluta þessarar aldar urðu illvígar deiiur með vísindamönnum og guðfræðing- um um þróunarkenningu Darwins. Nú eru þær deilur einnig hljóðnaðar og þótt skýringar guðfræðinganna hafi augljóslega reynst rangar i þessum efnum hefur það ekki rýrt gildi kristinnar trúar. Trúarhugmyndir okkar hafa aðeins þróast eins og allt annað. Hinu er ekki að neita að þessi einkennilega tregða kirkj- unnar manna til að fallast á augljós sannindi, sem fylgja framþróuninni, hefur hrakið marga frá kirkjunni og gert áhrif hennar minni. Þessu er öiugt farið með vísindin. Þeirra Hringiðísíma 83322 kl. 13-15 menn hafa oftast skilið að ný sannindi og nýr skilningur er ávinningur en ekki tap. Af þessu mætti draga þá fljótfærnislegu ályktun að i deilum trúmanna við vísinda- menn hafi trúmenn alltaf haft á röngu að standa en vísinda- menn haft rétt fyrir sér. Þessu er ekki þannig farið. Vísinda- menn hafa engu síður þurft að endurskoða og breyta sínum kenningum. Lítum t.d. á hina frægu deilu Galíleos við rann- sóknarrétt kaþólsku kirkj- unnar' Kenning Galileos varð auðvitað þýðingarmeiri, en hafði hann rétt fyrir sér? Galíleo sagði að jörðin hreyfðist en sólin stæði kyrr. Rannsóknarrétturinn hélt þvi hins vegar fram að sólin hreyfðist en jörðin væri kyrr-, stæð. Hver hafði í raun og veru rétt fyrir sér? Stjörnu- fræðingar, sem aðhylltust heimsmynd Newtons, sögðu að hvorugur hefði haft fylllilega á réttu að standa þar sem bæði sól • og jörð hreyfast. Þótt skoðun Galíleos reyndist þýðingarmeiri fyrir visinda- legar rannsóknir síðari tíma þá hafði hvorki hann né rann- sóknarrétturinn neinn skilning á því sem menn nú kalla afstæða hreyfingu. Stað- hæfingar beggja byggðust á ónögri þekkingu. En menn vísindanna leituðu að nýjum sannindum og viðtækari skiln- ingi. Þessi jákvæða afstaða til nýrra sanninda leiddi til mikilla landvinninga á sama tíma og tregða margra kirkju- höfðingja til að skoða trúarhug- myndir i ljósi nýrrar þekkingar gerði áhrif kirkjunnar minni, þótt trúarleg reynsla sé mönnum enn helgidómur og andlegt leiðarljós.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.