Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 6
t) DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 20. JUNl 1977. Þjöðhátíð íHerjólfsdal 5-7 ágiíst 1977 Útboð Knattspyrnufélagið Týr Vestmanna- eyjum óskar eftir tilboðum í eftirfar- andi liði á þjóðhátíð Vestmannaeyja sem haldin verður í Herjólfsdal dagana 5. 6. og 7. ágúst nk. 1. Hljómsveit fyrir nýju dansana. Samanlagður tími danslcikja 18 klst. 2. Hijómsveit fyrir gömlu dansana. Samanlagður tími dansleikja 14 klst. 3. Veitingasala i veitingatjaldi. 4. Öl- og gossala. 5. Sælgætis og tóbakssala. 6. íssaia. 7. Pylsusala. 8. Blöðru- og hattasala. 9. Poppkornsala. Tilboð skulu send knattspyrnu- félaginu Tý c/o Birgir Guðjónsson 900 Vestm. merkt tilboð fyrir 1. júlí nk. Tilboð verða opnuð 4. júlí nk. kl. 18 í félagsheimilinu við Heiðarveg Vest- mannaeyjum. Öllum tilboðum mun verða svarað bréflega. ATH. ekki í síma Knattspyrnufélagið TÝR. Mötuneyti Starfsmaður, karl eða kona, óskast til að veita forstöðu mötuneytinu í Hafnarhúsinu frá og með 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Reykj avíkurhafnar. Umsóknarfrestur ertil 1. júlí 1977. Reykjavíkurhöfn Ritari Sendiráð Sambandslýðveldisins Þýskalands óskar að ráða starfskraft til símavörslu, vélritunar- og þýðingarstarfa með mjög góða kunnáttu í bæði þýsku og íslensku. jSkriflegar umsóknir, er greini ævi- feril, ásamt afritum af meðmælum sendist í pósthólf 400,121 Reykjavík. Afgreiösla 1 - 6 Óskum að ráða sem fyrst starfskraft til afgreiðslustarfa í rafdeild. Vinnutími 1-6 daglega 5 daga vikunnar. Uppl. gefnar á skrifstofunni. J.L. húsið Jón Loftsson h/f. Raðhús á Seltjarnarnesi Til sölu er raðhúsið Barðaströnd 21. I húsinu, sem er 5 ára gamalt, eru 4 svefnherbergi, stofa, bað, mjög vandað eldhús og gott búr. Þá er þvottahús, stór bílskúr og mikið geymslupláss í kjallara. Uppl. aóeins á staónum eftir kl. 20 í kvöld og næstu kvöld. REUTER Forsætisráðherra ísraels Menachem Begin nýtur væntanlega stuðnings 64 þing- manna. Þar á meðal eru 12 þingmenn úr flokki sem setur trúmálin mjög á oddinn. Þegar hefur Begin orðið að koma til móts við samstarfsflokk sinn og hefur m.a. orðið að herða lög um fóstureyðingar og einnig geta læknar í ísrael nú ekki krufið lík, án þess að ættingjar hins látna samþykki. 19 ÍSRAEL: BEGIN BIÐUR UM STUÐNING ÞINGSINS — Dayan verður utanríkisráðherra Forsætisráðherra Israels, Menachem Begin, mun í dag leggja fyrir þingið stefnu hinn- ar nýju stjórnar. Einnig mun reyna á það f dag, hvort hún hefur stuðning þingsins. Búizt er við að Begin hafi stuðning 64 þingmanna af 120. Meirihluti stuðningsmanna hans eru flokksmenn hans úr Likud flokknum, eða 45. Einnig hefur Begin stuðning þingmanna úr flokki fyrrver- andi hershöfðingja. Tólf stuðningsmenn hans eru úr flokki sem erhægri sinnaðurog hefur mjög fastmótaða stefnu hvað varðar trúmál. Begin hefur þegar orðið að draga í land hvað varðar stefnu hans í trúmálum, m.a. hefur hann orðið að lofa að herða lög varð- andi fóstureyðingar og einnig verða læknar að fá undir- skrifað leyfi ættingja látsins manns til þess að hægt sé að kryfja líkið. Moshe Dayan.sem núer utan-. flokka, verður utanrikis- ráðherra í stjórn Begin. Hann mun taka með sér stuðning margra, sem kusu hann innan verkamannaflokksins. Stefna stjórnar Begin er sú. að fjölga mjög ísraelum, semi eiga að hafa fasta búsetu á vesturbakka Jórdan-ár. Moshe Dayan verður utanriklsráðherra i hinni nýju stjórn Begins. Brezhnev forseti heimsækir Frakkland Leonid BrezKnev forseti Sovét- ríkjanna heldur í dag í opinbera heimsókn til Frakklands. Talið er að hann muni eyða næstu þremur dögum við að endurheimta það, sem Sovétmenn kalla sórstakt samband við Frakka. — Ferð þessi er sú fyrsta, sem Brezhnev fer eftir að hann bætti á sig störf- um forseta landsins. Vestrænir fréttaskýrendur telja, að forsetinn muni einnig reyna að hægja á hægfara þróun Frakka í átt til samstarfs við vestrænar þjóðir. — Sú þróun má segja að hafi byrjað eftir hvarf de Gaulle hershöfðingja frá völdum. Frakkar líta svo á að samvinna þeirra og Sovétmanna svo og að slökunarstefnunni sé við haldið séu hornsteinar utanríkisstefnu landsins. Brezhnev kom síðast í opinbera heimsókn til Frakk- lands árið 1973 og siðan þá hefur margt breytzt í samskiptum þjóð- anna. Giscard d’Estaing kom til valda árið 1974 og tók þegar upp mun gagnrýnni stefnu gagnvart Sovétmönnum en fyrirrennarar hans, Georges Pompidou og de Gaulle. Allir frönsku stjórnmála- flokkarnir — þar á meðal kommúnistaflokkurinn — hafa'' lýst yfir áhyggjum sinum með stefnu Sovétmanna í innan- og utanrikismálum. Brezhnev — fyrsta ferð hans til útlanda eftir að hann varð forseti Sovét- rikjanna. KÓLERUFARALD- UR í JAPAN SSA Svo virðist sem yfirvöld í Japan hafi komizt fyrir kólerufaraldur, þann versta síðan 1946. Faraldurinn kom upp í bænum Arida i Vestur- Japan. Sérfræðingar telja lík- legt að komizt hafi verið fyrir faraldurinn og han’n ekki lik- legur til að breiðast út meira en orðið er. Hjúkrunarfölk i bænum hefur gengið um götur og spraulað sóttvarnarefni á byggingar og götur. Talið er vísf að komizt hafi verið fyrtr faraldurinn með þeim aðgerðum, sem hjúkrunarfólk hefur gripið til. Aðeins einn maður hefur látizt af kólerunni, en 64 hafa veikzt alvarlega. Frá Jakarta i Indónesíu hafa þær fréttir borizt að þar i landi hafi ellefu manns látizl úr kóleru. Árið 1946 gekk faraldur og þá létust 560 manns i Japan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.