Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 12
DAOiBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JUNt 1977, vatnslitamyndir Sigurðar, málaðar á tveimur síðustu árum, t.d. Mýrarlæna nr. 072, Frá Danmörku nr. 224 og Rökkur nr. 244 sýna mikla breytingu frá fyrri myndum en þar hefur Sigurður notfært sér sérgildi hins mjög svo vand- meðfarna efnis, sem vatnslitir eru, til hinsýtrasta og fer mun frjálslegar með litinn, sem nú fær að renna og blandast án þess að láta stjórnast af línunni. Utkoman verður ákaflega loftkenndar og ljóðrænar náttúrustemmningar og vildi ég gjarnan sjá meira af slíkum Myndlist AÐ GEFA SÉR TÍMA Sýning Sigurðar Thoroddsen á Kjarvalsstöðum Vestursalur Kjarvalsstaða hýsir um þessar mundir tvær sýningar. Þar hafa Sigurður Thoroddsen verkfræðingur og Jón Gunnarsson frá Hafnar- firði skipt með sér salnum og hengt upp myndir sínar þannig að um tvær einkasýningar er að ræða. Það var gaman að koma á Kjarvalsstaði á opnunardegi sýninganna, var hver fermetri hússins nýttur og stóðu þar fjórar sýningar. Auk fyrr- nefndra sýninga hin gull- fallega Kjarvalssýning í austur- salnum og á göngum hússins var að ljúka sérstæðri sýningu þriggja íslenskra hönnuða. í þessum pistli mun ég fjalla um sýningu Siguróar en gera sýningu Jóns skil í næstablaði. Minna er stundum meira Hér hefur Sigurður dregið saman mikinn myndamarkað og sýnir um tvö hundruð myndir, flestar all-litlar og er yfirgnæfandi meirihluti þeirra unninn með vatnslitum. Einnig eru þarna nokkrar þrykktar myndir, blýants- og túsk- teikningar og örfáar myndir sem unnar eru með acryllitum. Ekki er mér kunnugt um það hvort Sigurður á fleiri myndir í koffortinu en að mínu áliti hefðu gæði sýningarinnar aukist til muna, ef valinn hefði verið um þriðjungur þeirra mynda sem hér eru sýndar og annað skilið eftir heima í þetta sinn. Sigurður, sem er verk- fræðíngur að mennt, leggur áherslu á starfsheiti sitt og gefur um leið til kynna að verkin, sem hér eru sýnd, eru ávöxtur frístundavinnu sem í gegnum árin er orðin allum- fangsmikil. Þótt verkfræðingurinn hafi hér verið á ferðinni með mæli- stikuna við upphengingu mynd- anna, sem er tæknilega séð ákaflega fullkomin og „symmetrisk" og myndir merktar1 004, 005 o.s.frv., verður fyrirkomulag þeirra samt allruglingslegt, sérstak- lega á þeim veggjum þar sem Sigurður hefur þríhengt myndir sínar. Hætta er á að sýningargestum yfirsjáist þær perlur sem hér er að finna. Lífshlaup í myndum Myndirnar spanna yfir langt skeið á listferli Sigurðar en all- flestar hafa orðið til á síðasta áratugnum eftir að Sigurður tók sér frí frá störfum og ber því vart að skoða sýninguna sem yfirlitssýningu frá hendi hans, þar sem hér vantar ef- laust inn í ýms tímabil. Elsta myndin er frá árinu 1912, máluð af listamanninum 10 ára, og koma þar ótvírætt fram ljóðrænir eiginleikar, sem njóta sín best í vatnslitamynd- unum, en þá tækni hefur Sigurður lagt sérstaka rækt við. Vatnslitamyndirnar eru allmis- jafnar að gæðum, margar full hefðbundnar og viðvaningsleg- ar og hefði mátt grisja þær mikiö. Kveikjan að þeim flestum er landslag og lífrænir ciginlen.ar þess og eru þeir ófáir staðirnir sem Sigurður hefur sest niður með te'ikni- blokkina og fest á blað, útsýn, atvik og minningar. Yngstu Sjálfsmynd 1965 myndum á næstu sýningu Sig- urðar. Sigurður hefur látið svo um mælt í blaðaviðtali ,,að hafi maður gaman af einhverju hefur maður tima“ og er óhætt að taka undir þau orð hans, því þessi ummæli hans speglast í verkum hans sem bera það með sér að þau eru unnin af einlægni og tilfinningu, sem gerir það að verkum að þau verða ákaflega persónuleg og segja okkur mikið um manninn að baki þeirra og lífshlaup hans. Hann lýsir fjölskyldu sinni og umhverfi, túskmyndin af móður listámannsins er ákaf- lega sterk persónulýsing, nr. 386, og trérista af Degi nr. 323 vakti einriig athygli mína fyrir góða uppbyggingu. Skopskyn Sigurðar kemur glöggt fram í teikningum.þeim, sem hann gerir fyrir Þjóð- viljann á þingmannsárum sín- um, þegar hann getur ekki stillt sig um að teikna skopmyndir aftan á þingskjölin, og oft tekst honum að gæða línuna lifandi spennu. Síðari teikningar eru mikið lakari að gæðum, enda þarf góður teiknari að vera í stöðugri æfingu. Götum.vndirnar úr Austur- strætinu eru lifandi og fróðleg- ar heimildir um mannlífið um 1940, þar sem lágreist hús minna með trega á það sem var áöur en steinhallir risu Öhætt er að hvetja fólk til að leggja leið sína á Kjarvalsstaði og skoða hina fjölbreytilegu sýningu Sigurðar sem stendur fram til 21. júní. Hrafnhiidur Schram listfræðingur. Hrafnhildur Schram SAMBAND IÐNSKÓLA A ÍSLANDI Laus staða Staða framkvæmdastjóra Sambands iðnskóla á íslandi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 17. launa- flokki opinberra starfsmanna. Upplýsingar í síma 23730 milli kl. 14 og 17 virka daga, nema laugardaga. Umsóknarfrestur til mánudags 27. júní 1977.- Umsóknir sendist til Þórs Sandholt, Iðnskólanum í Reykjavík. BIAÐIÐ í SANDGERÐI vantar BLAÐBURDARBÖRN Upplýsingargefur Guörún Guðnadóttir Sandgeröi—Sími 7662 TILBUNAR WÍ 5 MÍN.!U RóSSAMYNDIR Ljósmyndastofa AMATÖR LAUGAVEGI 55 'S? 2 27 18 Til sölu Opel Rekord árg. ’72. Mercedes Benz 220 árg. '69. Ford Capri árg. '70. Ford Escort árg. '73-'69 og fl. og fl. VW árg. '70 Cortína árg. '70 Morris Marina árg. '74 VW Passat árg. '74. Óskum eftir bílum til sölu og sýnis. Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4 KJÖRBÍLUNN Sigtúni 3 — Sími 14411

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.