Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 1977. Iþróttir Iþróttir HAUKAR KOMNIR AÐ HLIÐ KA! — í 2. deild Islandsmótsins Iþróttir Iþróttir Viðbragðið i 200 m skriðsundinu á þjóðhátíðarmðtinu. DB-mynd Sv. Þ. Ægissveitin stór- bætti íslandsmetið Haukar unnu verðskuldaðan sigur gegn KA á Kaplakrikavelli í 2. deild íslandsmótsins á iaugar- dag 1-0. Raunar sigur í minnsta lagi ef miðið er við gang leiksins — KA virtist aldrei ná sér á strik á mölinni. Haukar eru hins vegar nú einir ósigraðir í 2. deild og færast að hliðinni á KA — bæði lið með 9 stig. Mark Hauka lét ekki á sér standa — þegar á 4. minútu lá knötturinn í netmöskvum KA. Sigurður Aðalsteinsson skoraði þá — sem reyndist siðan sigur- mark leiksins. Nánast var ótrú- legt hvað leikmenn KA höfðu lítið fram að færa — barátta í liðinu íþróttir — Það hafa tekizt sættir með mér og Halmia og ég mun leika með liðinu næstkomandi laugar- dag gegn Derby úr 1. deild í bikarkeppninni sænsku. Ef lands- liðsnefndin getur notað mig í komandi landsieiki íslands er ég reiðubúinn að leika, sagði Matthías Hallgrímsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann í morgun. — Strákarnir í Halmia-liðinu komu til mín á laugardag og báðu 'mig að leika gegn Helsingborg á sunnudag. Ég vildi það ekki — en sagði, að ég skyldi vera á vara- mannabekkjum. Þeir voru var í lágmarki og sumir leikmenn virtust nánast statistar. Vörnin var óörugg — og hikandi og voru leikmenn Hauka miklir klaufar að skora ekki fleiri mörk. Þannig small knötturinn í slá marks KA — tvívegis björguðu varnarmenn KA á marklínunni í sömu sókninni þegar auðveldara virtist að skora. Þó voru ýmsir ljósir punktar hjá KA — Gunnar Blöndal ávallt hættulegur en fékk sáralítinn stuðning. Þó komst Gunnar Blöndal einn inn fyrir vörn Hauka en markvörður bjargaði með góðu úthlaupi. Já, oft er skammt milli ósigurs —og sigurs, því leikmenn KA hefðu fegnir viljað taka eitt stig i Krikanum. Knattspyrnan sem liðin sýndu var langt fyrir neðan þann standard er sést í 1 deild. Þó er leikmönnum KA nokkur vorkunn — því liðið er dæmigert graslið. Haukarnir hins vegar betri á möl- inni. h.halls. • Austur-Þjóðverjar sigruðu í 18 af 20 greinum í fjögurra landa- keppni í frjálsum íþróttum, sem lauk í Halle í gær. Udo Beyer varpaði kúlunni 20.71 m. Keppendur voru frá Svíþjóð, Noregi og Búigaríu. W. Schmidt kastaði kringlu 65.80 m. Hjeltnes, Noregi, varð 3ji með 63.42 m. Rolf Beilschmidt stökk 2.24 m. í hástökki. Dan Glans, Svíþjóð, vann stórsigur í 3000 m hindrunarhlaupi 8:16.3 mín. ánægðir með það og Halmia vann Helsingsborg 1-0 í Halmstad í gær. Roger Ström skoraði markið úr víti. Strákarnir komu til mín á eftir og voru mjög ánægðir að ég skyldi mæta. Jönköping og Atvidaberg gerðu jafntefli 0-0 í Jönköping, en Norrby tapaði á heimavelli fyrir Hasselholm 1-2. Vilhjálmur Kjartansson skoraði eina mark Norrby, en hann hefur ieikið þrjá síðustu leikina með liðinu. Atvidaberg er nú efst með 19 stig. Halmia hefur 15, Mjallby er einnig með 15 stig, örgryte 14, en Jönköping og Norrby hafa ellefu stig. Ægissveitin í 4x100 m skrið- sundi karla stórbætti íslands- metið á Reykjavíkurmeistaramót- inu í sundi í Laugardalslaug í gær. Synti á 3:55.0 min. og bætti metið um 3.9 sekúndur. Eftir að Hafliði Halldórsson synti fyrsta sprett á 59.0 sek. var greinilegt að hverju stefndi. Axel Alfreðsson var næstur og synti á 60.2 sek. Þá Bjarni Björnsson með mjög gott sund, 58.2 sek. og Sigurður Ölafs- son synti lokasprettinn á 57.6 sek. Ægir sigraði með miklum mun í stigakeppni félaganna. Hlaut 123 stig, Armann 41 og KR 5. Hlaut Ægir bikar, sem gefinn var til minningar um forsætisráð- herrahjónin, dr. Bjarna Benediktsson og Sigríði Björns- dóttur og dótturson þeirra, Benedikt Vilmundarson, í sjöunda sinn. Hefur alltaf unnið til bikarsins frá því byrjað var að keppa um hann 1971. Reykjavikurmeistarar í einstökum greinum urðu. 200 m bringusund Hermann Alfreðsson. Æ, 2:46.1 min. 100 m bringusund Sonja Hreiðarsdóttir, Æ, 1:23.6 mín. 800 m skriðsund Bjarni Björnsson, Æ, 9:10.4 min. 1500 m skriðsund Þórunn Alfreðsdóttir, Æ, 19:07.4 min., sem er hennar bezti timi. íslandsmet Vilborgar Sverrisdóttur, SH, er 19:01.2 mín. og Lísa Ronson á 3ja bezta tímann 19:21.0. I sundinu setti Þóranna Héðinsdóttir, Æ, telpnamet 22:50.6 mín. og bætti gamla metið um 45 sekúndur. 400 m. fjórsund Þórunn Alfreðsd. Æ, 5:42.1 mín. 400 m. fjórsund Axel Alfreðss. Æ, 5:08.4 mín. 100 m. baksund Þórunn Alfreðsdóttir, 1:15.6 mín. 100 m baksund Bjarni Björnsson, Æ, 1:08.5 mín. 200 m bringusund Sonja Hreiðarsdóttir, Æ, 2:56.3 mín. — aðeins þremur sekúndu- brotum frá meti sínu, þrátt fyrir leiðindaveður í gær. 100 m bringusund Hermann Alfreðsson, Æ, 1:15.7 mín. 100 m skriðsund Guðný Guðjónsdóttir, Á, 1:05.8 mín. sem er hennar langbezti tími, en Guðný er aðeins 14 ára. 200 m skriðsund Sigurður Ólafs- son, Æ, 2:06.0 mín. 100 m flug- sund Þórunn Alfreðsdóttir 1:11.6 mín. 100- m flugsund- Axel Alfreðsson 1:04.8 mín. og 4x100 m skriðsund kvenna Ægir 4:43.3 mín. Engin stórafrek voru unnin á þjóðhátíðarmótinu í sundi í Laugardalslaug 17. júní — en árangur þó yfirleitt þokkalegur í 50 metra laug. Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi, náði sínum bezta tíma í 100 m bringu- sundi 1:23.7 mín. Hún sigraði einnig í 50 m baksundi telpna á 36.0 sek. Guðný Guðjónsdóttir, Á, varð önnur á 36.8 sek. og Þóranna Héðinsdóttir, Æ, — ákaflega sendileg sundkona — jafnaði telpnametið. Synti á 39.6 sek. I 100 m bringusundi karla sigraði Hermann Alfreðsson, Æ, á 1:14.6 mín. Þórunn Guðmunds- dóttir, Á, sigraði í 100 m flug- sundi á 1:19.1 mín. Sigurður Ólafsson, Æ, í 200 m skriðsundi 2:04.6 mín., en Bjarni Björnsson, Æ, synti á 2:06.4 mín. sem er hans langbezti tími. t 100 m skriðsundi sigraði Þórunn Alfreðsdóttir, Æ, á 1:04.9 mín. Vilborg Sverris- dóttir, SH, keppti á ný eftir stúd- entspróf og stóð sig vel 1:06.0 mín. • Hubert Green sigraði á 77. opna bandaríska meistaramótinu í golfi, sem lauk í Tuisa í gær. Lék á 278 höggum. Lou Graham, varð annar með 279 högg. Tom Weiskopf þriðji með 291 högg. Jack Nicklaus varð i tiunda sæti með 285 högg ásamt Garry Player og A1 Geiberger. Green hafði forustu i keppninni frá byrjun tij, loka. Sættir hjá Matthíasi og Halmia — Vilhjálmur skoraði fyrir Norrby Fram nýtti •5- 2 w %IS\^ V- -z- c 2 Vonarland .Heildartilboð óskast í að reisa og full- gera 2 hús og kjallara að þriðja húsi fyrir Vistheimilið Vonarland, Egils- stöóum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykja- vík og hjá Ástvaldi Kristóferssyni, Seyðisfirði, gegn 15.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboó verða opnuð á sama staó föstu- daginn 8. júlí 1977, kl. 11,30 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 ekki tækifæri sín — Jafntefli í góðum leik KR og Fram 1-1 í gærkvöld Það var ekki að sjá á Laug- ardalsvellinum í gær, þegar KR og Fram léku í 1. deild, að þar færu lið i neðstu sætum deild- arinnar. Ba‘ði lið sýndu ágæta knattspyrnu og leikurinn í heild er með þeim betri sem sézt hefur í 1. deildinni. Fram fékk fleiri tækifærí — og lék öllu betur — en tókst þó ekki að knýja fram sigur. Jafntefli varð 1-1 og þar var bakvörðurinn Stefán Sigurðsson hetja KR-inga. Bjargaði tvívegis á marklínu. Framan af var jafnræði með liðunum, en siðan þyngdist sókn Fram. Stefán bjargaði á linu. Sumarliði skallaði yfir mark KR, og Kristinn Jörundsson misnotaði gott færi við KR-markið. KR komst næst að skora, þegar Örn Óskarsson átti sannkallaðan þrumufleyg af löngu færi, en Árni Stefánsson slóyfir. Loks kom mark á 41. min. Sumarliði gaf fyrir m’ark KR, þar sem Sverrir Hafsteinsson átti mis- heppnað úthlaup. Knötturinn fór til Eggerts Steingrímssonar. Hann skallaði að markinu og Kristinn ýtti knettinum yfir marklínuna. 1-0 fyrir Fram og þannig var staðan i leikhléi. I b.vrjun s.h. gátu leikmenn Fram gert út um leikinn, en Ásgeir Elíasson og Sigurbergur, tvivegis, misnotuðu góð færi. Svo jafnaði KR. Það var á 55. mín. Örn gaf á hinn bráðefnilega miðherja, KR, Wilhelm k'redriksen, innan vitateigs, og Wilhelm spyrnti 'strax á markið. Árni varð fyrir knettinum. Hélt honum ekki og hann sniglaðist yfir marklínuna 1-1. Eftir markið varð talsverður þungi í sókn Fram — en tækifæri illa nýtt. Stefán bakvörður bjargaði þó aftur á marklínu — frá Pétri Ormslev, en nokkrum min. fyrir leikslok kom Pétur knettinum í mark KR. Bezti maður á vellinum, dón arinn Magnús Pétursson, dæmdi markið af vegna hrindingar — en Magnús átti með mjög góðri dómgæzlu sinni stóran þátt í þvi hve leikurinn var skemmtilegur fyrir fjölmarga áhorfendur. •Margir leikménn beggja liða sýndu góða takta — en leikmenn Fram geta vissulega nagað sig í handarbökin að hafa ekki náð báðum stigunum. Það hefðu þeir átt að gera, þrátt fyrir þá staðreynd að KR-liðið lék í heild, sinn bezta leik á mótinu, og man ég þá vel eftir úrslitunum í leik KR við Þór. -hsím. • Braziliumenn sýndu stór- leik í Sao Paulo í gær og sigruðu Pólverja 3-1 í landsleik i knatt- spyrnu. Staðan í hálfleik 2-0. Ahorfendur 90 þúsund. Paulo Isidoro skoraöi fyrsta markið á 22. mín. og Reinaldo annað á 38. min. Rivelino það þriðja mínútu síðar — en Boniek eina mark Pólverja á 89. mín. • Jacques Laffiet, Frakk- landi, sigraði i Grand-Prix kapp- akstrinum i Anderstorp í Sviþjóð i gær. Jochen Mass, V-Þýzkalandi, varð annar og Carlos Reuteman, Argentinu, 3ji. Jod.v Scheckter, S-Afriku, hefur forustu i stiga- kepþninni með 32 stig. Niki Lauda, Austurriki, 31 og Reute- mann 27 stig. Heimsmeistarinn James Hunt er aðeins áttundi með 9 stig ásamt Laffiet. • A1 Feuerbach, USA, sigraði í kúluvarpi á miklu frjálsíþrótta- móti i Varsjá í ga>r, varpaði 20.49 m. Komar varð annar með 20.37 m og Terry Albritton 3ji með 19.98 m. Alberto Juantorena, Kúbu, náði bezta heimstímanum i 800 m. hlaupi, 1:43.7 mín. Filbert Bayi varð fjórði á 1:47.0 mín.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.