Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1977. 5 Sandspyrnukeppnin á sunnudaginn: Hvergi fleiri hestöfl saman komin í færri tryllitækjum Triumph Kristins Kristinssonar, með V-8 Fordvél og tvöföldu að aftan, kominn á fulla ferð og sigurinn i fólksbílaflokki er í sjónmáli. DB-mynd Jakob Guðm. Um miðjan dag á laugardag kom upp oldur i vélarrými Volkswagghbifreiðar þar sem hún var á leiðinni til Keflavík- ur. Maður nokkur sem kom þarna að reyndi að ráða niður- lögum eldsins með hand- slökkvitæki en það tókst ekki. Þegar ljósm. DB bar þarna að ráðlagði hann Volkswageneig- andanum að ausa sandi á eld- inn sein var kominn i annan afturhjólbarða bifieiðarinnar og logaði glatl. Þrátt fyrir allar siökkvitilraunir tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins fyrr en þar kojn að maður með öl'l- ugt slökkvilæki. Bifreiðin er mikið skemmd. DB-mynd Sveinn Þor.inóðsson. jepparnir orðnir jaf nsprækir og mótorhjólin Handtökur íhassmálunum: Ekki boðið upp á minna en 30 daga gæzluvarðhald Enn einn ungur maður var í gærmorgun úrskurðaður í allt að þrjátiu daga gæzluvarðhald vegna rannsóknar nýs fíkni- efnamáls hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavik og sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum. Sitja nú fimm menn á milli tvítugs og þrítugs inni vegna rannsóknar málsins. Var sá fyrsti hnepptur í gæzluvarð- hald 8. júni sl. Allir áttu þessir menn aðild að „stóra málinu“ sl. vetur. Þá sitja tveir ungir menn í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar. annars fíkniefna- máls. Báðir voru úrskurðaðir í allt að 30 daga gæzluvarðhald, sá fyrri frá og með 4. júní. Virðist vera regla dómstólsins að bjóða skjólstæðingum sínum ekki upp á minna en 30 daga gæzlu. Arnar Guðmundsson, fulltrúi dómstólsins, sagðist í gær engu geta svarað um hvort umfang mála þessara færi vaxandi né heldur um hve mikið af fíkni- efnum væri að ræða. -ÓV Það vakti athygli á sandspyrnu- keppni Kvartmíluklúbbsins að Hrauni í Ölfusi á sunnudaginn að jepparnir eru orðnir jafnsprækir og mótorhjólin, eða fara brautina á álíka tíma. Reyndar er það ekki að undra ef kíkt er ofan í vélar- rúmið þvi nú þykja ekki jeppar með jeppum nema þar geti að líta um 400 hestafla vélar með tilheyr- andi útbúnaði til að ná sem mestu út úr þeim. Atakið á bílana í keppni er ge.vsilegt og þannig braut t.d. Vil- hjálmur Ragnarsson millikassa í Willysjeppa sínum er hann var ad æfa fyrir keppnina á sunnudags- morguninn en hann var sigurveg- ari í jeppaflokki í fyrra og þótti sigurstranglegur nú. I harðri keppni í jeppaflokki sigraði Hlöðver Gunnarsson á Willys með 327 cu. Chevroletvél, hlaut 645 refsistig. Hafsteinn Haf- steinsson veitti honum harða keppni á Willys með 401 AMC vél, með 649 stig, en keppikeflið er að fá sem fæst stig. Þriðji var Bene- dikt Eyjólfsson, einnig á Willys, með 389 cu. Pontiacvél, hlaut 679 refsistig en var með beztan brautartima jeppanna, 6,26 sek. á 100 metra braut. 1 fólksbílaflokki sigraði minnsti billinn, tveggja manna Triumph sportbíll með 289 cu. V-8 Fordvél. með 806 refsistig og beztan brautartíma í flokknum, 7,49 sek. ökumaður hans var Kristinn Kristinsson. Þá kom Hjörleifur Hilmarsson á Chevro- let Nova með 350 cu. Chevrolet- vél, hlaut 860 stig. Þriðji varð Jón Hallgrímsson á Pontiac með 400 3U. vél. Einnig var keppt á mótorhjól- um og sigraði þar Jón O. Valsson með 655 stig og beztan brautar- tíma, 6,27 sek. Hann hjólaði á Suzuki 380. Guðmundur Bjarna- son var i öðru sæti á sams konar hjóli og hlaut 663 stig og þriðji varð Símon Þór á Kawazaki 900 með 677 stig. Meðal verðlauna voru ferðir fyrir tvo á bílaíþróttakeppni í Florida og verðlaunapeningar. Ahorfendur voru a.m.k. fjögur þúsund og gekk keppnin slysa- laust fvrir sig. -G.S. Hlöðver Gunnarsson rótar 400 hestafla jeppa sinum af stað til sigurs í jeppaflokki. DB-mynd Jakob Guðm. Eskif jöröur: Sól og sumar en engin spretta 17. júníhátíðarhöld f nýhreinsuðum bæ Að sögn fréttaritara á Eskifirði hefur verið afargóð tið þar, sól og sumar, síðan um miðjan maí en ekki komið dropi úr lofti svo illa lítur út með gróður. Tún eru aðeins græn en alve^ ósprottin og úthagar gráir og sinulitaðir nema þar sem snjór er nýhorfinn, þar er grænt undir. Efnt var til hreinsunarviku á Eskifirði fyrir 17. júní og höfðu kvenfélagið og Lionsklúbburinn aðallega forgöngu um það. Tekið var til i öllum bænum og fjörur hreinsaðar svo langt sem sér frá Eskifirði. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem efnt er til slíks fram- taks á Eskifirði. Hátíðarhöldin byrjuðu með skrúðgöngu og síðan var farið í kirkju þar sem sr. Svavar Stefáns- son frá Neskaupstað messaði, er hann einkar prestlegur að sögn fréttaritara. Eftir hádegi var útisamkoma við íþróttahúsið og skemmti fólk sér hið bezta við fjölbreytt skemmtiatriði. Eskjukórinn söng fjölmörg íslenzk lög og Herdís Hermannsdóttir flutti hátíðar- ræðuna. Að sögn fréttaritara mæltist henni mjög vel. - Regína/-G.S. MODELSMÍÐl SÉRSMÍÐI Hringur - armband - hálsmen og lokkar, allt í stíl og jaínvel eftir yðar eigin hugmynd. Komið með teikningu og við munum reyna að gera okkar besta. Höfum einnig fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af gjafavörum úr gulli og silfri. Komið og skoðið. Fjölgum fögrum gripum - gefið góða gjöf. áli ui'icin l*J*» HUEIÐ IL_L_i_l FRAKKASTÍG 7, REYKJAVÍK SÍMI 28519 í BJÖRTU BÁLI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.